Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 9. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  297. tölublað  102. árgangur  DULARFULLUR HEIMUR SKÓGAR- STÚLKUNNAR JÓLASVEINALEIKAR KRAFTAVERKIN GERAST ENN UM JÓLIN BÖRNIN Í VATNSENDASKÓLA 14HÁLFSNERT STÚLKA 44 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gjöf sem lifnar við dagar til jóla 5 Bjúgnakrækir kemur í kvöld www.jolamjolk.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bæjaryfirvöld í Kópavogi stefna að því að uppbygging nýs íbúðahverfis í Auðbrekku hefjist þegar á næsta ári. Hulunni er svipt af vinningstillögu ASK arkitekta um endurgerð hverf- isins í Morgunblaðinu í dag og geng- ur hugmyndin út á að byggðar verði 400 nýjar íbúðir í hverfinu. Það er milli Hamraborgar og Nýbýlavegar. Uppbyggingin er hluti af þeirri stefnu Kópavogsbæjar að þétta byggðina og kemur m.a. til viðbótar nýrri Smárabyggð, sunnan Smára- lindar, sem kosta mun tugi milljarða. Áætla má að kostnaður við bygg- ingu 400 íbúða í Auðbrekku verði á þrettánda milljarð og að söluverðið verði 15-16 milljarðar. Til saman- burðar verða 252 íbúðir í Skugga- hverfinu í Reykjavík fullbyggðu. Íbúar hverfisins verða um þúsund. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að samhliða þessari uppbyggingu verði götur í Hamra- borg endurnýjaðar og verslunargat- an þar tengd við hið nýja hverfi. Ármann segir að huga þurfi að mörgu þegar gróið hverfi er endur- byggt. Það sé ekki útilokað að upp- byggingunni verði lokið að lang- mestu leyti í lok þessa áratugar. Kynna 400 íbúða hverfi  Uppbygging nýs hverfis í Auðbrekku hefst á næsta ári  400 íbúðir skipulagðar  Kostar á annan tug milljarða  Bæjarstjóri Kópavogs segir verkefnið flókið MAuðbrekkan »6 Sex stofur tóku þátt » Sex arkitektastofur tóku þátt í hugmyndasamkeppni á vegum Kópavogsbæjar og Lundar fasteignafélags ehf. » Vinningstillagan verður kynnt opinberlega í dag. Vetrartíðin getur verið hryssingsleg og falleg í senn. Eftir tíð fárviðris undanfarna daga lét snjór- inn sér það nægja að falla lóðrétt í höfuðborginni í gær. Vegfarendur gátu því hvílt sig á inniverunni og notið þess að virða fyrir sér lauflaus trén íklædd hvítri jólahulu á Austurvelli. Trén klæðast í fannhvítan jólaskrúða Morgunblaðið/Ómar  Ákvörðunarvald giftra ein- staklinga þegar kemur að fjármála- ákvörðunum heimilisins ræðst af atvinnumöguleikum þeirra utan heimilis. Þetta er niðurstaða dokt- orsritgerðar hagfræðinganna Örnu Varðardóttur og Tomas Thörn- quist. Í samtali við Morgunblaðið sagði Arna niðurstöðurnar ýta und- ir mikilvægi þess að fólk mennti sig og geti staðið á eigin fótum fjár- hagslega. »22 Atvinnumöguleikar ráða ákvörðunar- valdi á heimilum  Sala á jóla- vörum hefur ekki gengið betur í mörg ár en miklu getur munað á verð- inu hvort versl- að er í byrjun desember eða síðustu dagana fyrir jól. Verslanir bjóða nú allt að 65% afslátt af jólavörum en oft á tíðum borgar sig frekar að selja vörurnar á lægra verði en að geyma þær, þar sem lagerpláss get- ur verið dýrt. »16 Borgar sig að gefa afslátt af jólavörum Skraut Jólavörur lækka í verði.  Björgunar- sveitir hafa sinnt rúmlega 900 verkefnum í des- embermánuði og farið í tvær stór- ar leitaraðgerðir að auki. 885 björgunarmenn í 85 björgunar- sveitum hafa sinnt þessum verkefnum en formaður Lands- bjargar segir að erfitt sé þó að full- yrða hvort um met sé að ræða. »21 Nærri þúsund verk- efni björgunarsveita Björgunarsveitir Næg verkefni. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Horfur eru á að slegið verði met í sölu neftóbaks á árinu, samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Fyrstu 11 mánuði ársins jókst neftóbakssalan um 20% og seldust 29.649 kg. Á sama tímabili 2013 seldust 24.710 kg. Árið 2011 var slegið met í sölu nef- tóbaks en þá seldist 30.231 kg af nef- tóbaki á heilu ári. Tóbaksgjald á nef- tóbak hækkaði um 75% í ársbyrjun 2012 og um 100% í ársbyrjun 2013 og hafði það mikil áhrif á verð tóbaks- ins. Sala á neftóbaki dróst saman ár frá ári 2012 (28.763 kg) og 2013 (27.616). „Við höfum haft áhyggjur af þessu,“ sagði Viðar Jensson, verk- efnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis, um aukna sölu á neftób- aki. Hann sagði mælingar á meðal ungs fólks á árunum 2009-2011 hafa sýnt að aukningin byggðist á neyslu ungra karlmanna sem tóku neftóbak í vörina. Hann sagði að hækkanirnar á tóbaksgjaldi 2012 og 2013 hefðu dregið úr neyslu en áhrif þeirra væru að dvína. Neftóbakið hefði t.d. lítið hækkað í verði frá hækkuninni í ársbyrjun 2013. Ítarleg könnun á tóbaksneyslu í fyrra sýndi að eig- inleg neftóbaksneysla, þ.e. að taka daglega í nefið, var mest á meðal 3-4% miðaldra karlmanna. Embætti landlæknis og velferð- arráðuneytið, auk fulltrúa fjár- málaráðuneytis, menntamálaráðu- neytis og heilbrigðiseftirlits, vinna nú að stefnumótun í tóbaksvörnum. Viðar kveðst eiga von á að vinnunni ljúki í upphafi næsta árs. Stefnir í met í neftóbaki  Unnið er að nýrri stefnumótun í tóbaksvörnum Morgunblaðið/RAX Neftóbak Sala á neftóbaki hefur aukist mikið á þessu ári. JÓLIN HANS HALLGRÍMS 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.