Morgunblaðið - 19.12.2014, Side 2
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Blásið hefur hressilega á Norð-
austur-Atlantshafinu í allt haust
með stórsjóum og töfum fyrir
millilandaskip Eimskips og Sam-
skipa. Álag hefur verið á áhöfnum
skipanna og stundum lítið um
svefn þegar lætin hafa verið hvað
mest.
Anna Guðný Aradóttir,
upplýsingafulltrúi Samskipa, segir
að í haust hafi verið algengt að
skipin hafi tafist um 1-2 sólar-
hringa, sem yfirleitt hafi tekist að
vinna upp. „Það sem stendur þó
upp úr er að við höfum ekki misst
gáma og ekki orðið fyrir verulegu
tjóni á farmi,“ segir Anna Guðný.
„Það hefur hins vegar verið mikið
álag á áhöfnum skipanna og
svakalegur sjór á leiðinni yfir haf-
ið, samkvæmt lýsingum skip-
verja.“
Misstu fjóra gáma
Ólafur William Hand, upplýs-
ingafulltrúi Eimskips, segir að í
allt haust hafi orðið töluverðar taf-
ir á siglingum. „Nú síðast lenti
Goðafoss í miklu vestanbáli og tólf
metra ölduhæð norðan við Fær-
eyjar í vikunni, fékk á sig brot og
missti fjóra gáma,“ segir Ólafur.
Í gámunum voru dagvara, fóð-
ur, umbúðir og fleira. Goðafoss og
Dettifoss eru stærstu skip Eim-
skipafélagsins og taka 1.400
gámaeiningar, en Goðafoss var
ekki fulllestaður í þessari ferð.
„Menn hafa alltaf að leiðarljósi
að fara með gát og þrátt fyrir
erfiðleika hefur þetta að mestu
gengið upp,“ segir Ólafur. Reynt
er að vinna upp tafirnar með því
að auka hraða við uppskipun og
lestun skipanna.
Ýmist af austri eða vestri
„Annars hefur verið nánast
óslitin lægðaröð á hafinu í allt
haust,“ segir Ólafur. „Þetta gerð-
ist einnig síðasta vetur og svo
virðist sem reikna megi með
þessum djúpu, miklu lægðum sem
ýmist blása af vestri eða austri
um þetta leyti árs. Framan af
hausti töfðu austanáttir fyrir
skipunum á leið sinni til Evrópu
með fisk og annan útflutning.
Nú undanfarið hafa þrálátar
vestanáttir gert mönnum lífið
leitt og skipin hafa lent í miklum
barningi á móti. Þau taka á sig
mikinn sjó og höggva mikið, en
um leið er hætta á brotum,“ segir
Ólafur.
„Í vestanbáli og tólf metra ölduhæð“
Tafir á millilandasiglingum í haust
Mikið álag á áhöfnum og svakalegur sjór
Ljósmynd/Sigurður Jónsson
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Erfið fjárhagsstaða RÚV veldur því
að ekki er bolmagn til að greiða 190
milljóna króna afborgun af láni hjá
Lífeyrissjóði verslunarmanna. Í til-
kynningu sem barst frá Kauphöll
Íslands í gærkvöldi segir að RÚV
hafi sent kauphöllinni tilkynningu
um samkomulag á milli stjórnar
RÚV og Lífeyrissjóðs verslunar-
manna um frest á greiðslu lánsins.
Þetta er í annað sinn sem samið hef-
ur verið um frest á greiðslunni því
hið sama var gert 1. október sl. en
þá var samið um frest til 31. desem-
ber nk. Að sögn Magnúsar Geirs
Þórðarsonar, útvarpsstjóra RÚV,
eru engir fleiri stórir gjalddagar á
næstunni. „Þetta er það sem liggur
fyrir og búið er að semja um. Á
meðan verður farið yfir stöðuna
heildstætt og unnið úr þessum mál-
um. Þetta gamla lífeyrissjóðslán er
stærsti hlutinn af skuldum Ríkisút-
varpsins,“ segir Magnús Geir.
Í tilkynningunni kemur jafnframt
fram að stjórn RÚV vinni að und-
irbúningi á sölu eigna félagsins með
það að markmiði að minnka skuld-
setningu. Var ákvörðunin staðfest á
stjórnarfundi í gær. Þar segir jafn-
framt að borgarráð hafi samþykkt í
október að hefja vinnu með RÚV
með það að markmiði að endur-
skipuleggja svæðið, m.a. fyrir íbúða-
byggð. „Stjórnin samþykkti sölu-
ferlið og stefnt er að því að gera það
rösklega,“ segir Magnús Geir.
Ræddu uppstokkun á rekstri
Að sögn Ingva Hrafns Óskars-
sonar, formanns stjórnar RÚV,
voru engin stórtíðindi af fundinum í
gær. Fyrst og fremst hafi verið
horft á stöðuna út frá framlögum í
fjárlögum næsta árs. „Á fundinum í
dag [í gær] vorum við fyrst og
fremst að horfa á það og lækkun út-
varpsgjaldsins á næsta ári. Til þess
að mæta því þarf að eiga sér stað
uppstokkun í rekstrinum,“ segir
Ingvi.
Morgunblaðið/Eggert
RÚV Stjórnarfundur var haldinn í húsakynnum RÚV í Efstaleiti í gær.
RÚV getur ekki greitt af láni
Samið um
frest á 190 millj-
óna kr. greiðslu
Veður verður
nokkuð mismun-
andi á milli
landshluta í dag
og verður það
einna verst fram
að hádegi á Vest-
fjörðum og
Ströndum þar
sem búist er við
stormi, sam-
kvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofu Íslands. Spáð
er að hann muni færast inn á allt
norðanvert landið um hádegisbil og
fylgir því snjókomubakki og hvass-
viðri. 5-8 m/s verða suðvestan til á
landinu framan af morgni. Vind
mun taka að lægja og dregur úr úr-
komu á norðanverðu landinu þegar
líða tekur á daginn og léttir til
sunnan- og vestanlands. Hitastig
verður við frostmark við ströndina
sunnan til en allt að 12-14 stiga
frost í innsveitum norðan til.
Hitastig verður við
frostmark sunnan til
Veður Hvessir um
hádegi fyrir norðan.
Fimm klukkustunda fundi samn-
inganefnda lækna og ríkisins lauk
um klukkan þrjú í gær. „Það eina
sem ég vil segja um fundinn er að
það er annar boðaður á morgun,“
segir Þorbjörn Jónsson, formaður
Læknafélags Íslands. Hann segir
að ekki sé tímabært að svara
spurningum um það hvort jákvæð-
ur gangur sé á viðræðum en eins
og fram kom í fyrradag lögðu
læknar fram nýjan flöt á eldri hug-
myndum á þriðjudaginn. „Menn
lögðu þetta fyrir samninganefnd
ríkisins og menn hafa verið að
ræða það,“ segir Þorbjörn. Fundað
verður klukkan 11 í dag. Atkvæða-
greiðslu LÍ um verkfallsboðun
lækna fyrstu þrjá mánuði ársins
2015 lauk fyrr í
mánuðinum en
um 98% þeirra
sem kusu sam-
þykktu fyrirhug-
aðar verkfallsað-
gerðir. Gert er
ráð fyrir að þær
hefjist 5. janúar
næstkomandi ef
samningar hafa
ekki náðst fyrir
þann tíma. Um er að ræða aðgerð-
ir sem eru umfangsmeiri en þær
sem þegar hefur verið gripið til.
Verkfallsaðgerðir lækna hófust 27.
október og haldnir hafa verið rúm-
lega þrjátíu fundir í kjaradeilunni.
vidar@mbl.is
Fundað í fimm
tíma og aftur í dag
Ræða nýjan flöt á eldri hugmyndum
Þorbjörn
Jónsson
Ófærðin á götum Reykjavíkur og
nágrennis hefur leikið mörg púst-
kerfi undir bifreiðum ansi grátt.
Svo slæmt er ástandið að púst-
þjónustur höfuðborgarsvæðisins
hafa varla undan.
Snjó hefur kyngt niður og oft
myndast djúp hjólför sem litlir
fólksbílar ráða illa við. Í litlum
hliðargötum og þar sem ekki er
rutt skrapa undirvagnar fólksbíla
glerharða miðjuna á veginum og
þá fær púströrið að kenna á því.
Púströr hristast einnig mun meira
í snjónum og á svellinu sem ein-
kennir götur höfuðborgarsvæð-
isins.
Þau pústþjónustufyrirtæki sem
Morgunblaðið hafði samband við
voru öll sammála um það að meira
væri að gera hjá þeim nú en yfir-
leitt svona nálægt jólahátíðinni.
Að skipta um púströr væri ekkert
endilega á dagskrá hjá flestum
fjölskyldum á þessum árstíma.
Þau lélegu fara fyrst
Hjá Fjöðrinni pústþjónustu í
Dugguvogi fengust þær upplýs-
ingar að yfirleitt væri síðasta vika
fyrir jól frekar róleg en nú væri
staðan önnur. Sömu sögu sögðu
þeir hjá pústþjónustu BJB í Hafn-
arfirði. Elvar Magnússon hjá púst-
fyrirtækinu Púst - hjá Einari í
Kópavogi varð að gera tvisvar hlé
á samtali sínu við blaðamann
vegna anna.
„Það er mjög mikið að gera
núna – eiginlega allt brjálað. Þau
púströr sem voru léleg fyrir fara
fljótt í svona færð og þetta geta
verið tjón sem kosta nokkra þús-
undkalla og upp í hundrað þúsund
– allt eftir því hvað þarf að gera.“
Púströr í flesta bíla er yfirleitt
gert úr fjórum til fimm hlutum og
ef allir hlutarnir fara undan bíln-
um þá rýkur kostnaðurinn eðlilega
upp. „Kostnaðarbilið getur verið
mjög mikið og það er því stundum
erfitt að segja við fólk í símann
hver áætlaður kostnaður sé,“ segir
Elvar og þarf að kveðja – það er
kominn viðskiptavinur.
benedikt@mbl.is
Ófærðin leikur pústkerfin grátt
Kostnaður frá
5 til 100 þúsund
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Púst Nóg að gera í vetrarfærðinni.