Morgunblaðið - 19.12.2014, Page 10
Malín Brand
malin@mbl.is
Nóttin var sú ágæt ein,í allri veröld ljósiðskein,“ eru upphafsorðbókarinnar Jólin hans
Hallgríms eftir Steinunni Jóhann-
esdóttur. Þetta eru fyrstu tvær
línurnar í Vöggukvæði Einars Sig-
urðssonar í Eydölum en Vísnabók-
in eftir hann kom út árið 1612.
Flest börn þekkja þennan texta og
syngja við lag Sigvalda Kaldalóns
undir nafninu Nóttin var sú ágæt
ein. Vísnabókin kom út tveimur ár-
um áður en Hallgrímur Pétursson
fæddist og í bók Steinunnar hefst
sagan af hinum unga Hallgrími
þar sem móðir hans syngur kvæð-
ið fyrir börnin sín. Skemmtileg
mynd er dregin upp af systk-
inunum Hallgrími, Páli, Pétri,
Guðríði og ungbarninu Guðmundi í
bókinni sem gerist á aðventunni í
Gröf á Höfðaströnd árið 1621.
Anna Cynthia Leplar mynd-
skreytti bókina og skapaði þar
með barnið Hallgrím Pétursson og
um leið jólaumhverfið árið 1621
þegar drengurinn var 7 ára gam-
all. Þá var hann, rétt eins og börn
í dag, að læra textann við Vöggu-
kvæði Einars Sigurðssonar.
Óbilandi áhugi á Hallgrími
Eftir Steinunni liggja bæði
leikrit og bækur og er Hallgrímur
Pétursson mikilvæg persóna í fjór-
um verkum hennar. „Fyrst í
Heimi Guðríðar sem er leikrit um
síðustu heimsókn Guðríðar Sím-
onardóttur í kirkju Hallgríms,
hann kemur líka við sögu í Reisu-
bók Guðríðar, svo í Heimanfylgju
sem fjallar um uppvöxt hans á
Höfðaströndinni og á Hólum í
Hjaltadal og nú í þessari bók, Jól-
in hans Hallgríms,“ segir Stein-
unn.
Leikárið 1983-1984 lék Stein-
unn Guðríði Símonardóttur, eig-
inkonu Hallgríms Péturssonar, í
Þjóðleikhúsinu í leikritinu Tyrkja-
Gudda eftir Jakob Jónsson. Þá
kviknaði áhuginn á Hallgrími og
Guðríði fyrir alvöru og hefur hann
ekkert dvínað á þeim rúmlega
þrjátíu árum sem síðan eru liðin.
Kraftaverkin
gerast enn um jól
Síðustu áratugi hefur rithöfundurinn Steinunn Jóhannesdóttir unnið að ýmsum
rannsóknum sem tengjast Hallgrími Péturssyni og konu hans Guðríði. Hún
heillaðist fyrst af sögu þeirra þegar hún fór sjálf með hlutverk Guðríðar á leiksviði
í verkinu Tyrkja-Guddu fyrir rúmum þrjátíu árum. Út er komið fjórða verk
hennar um Hallgrím og fjölskyldu en þessi bók er sérstaklega skrifuð fyrir börn.
Undirbúningur Jólabaðið hefur án efa verið mikilvægur þáttur í jólaund-
irbúningi áður fyrr og þá með töluvert frábrugðnu sniði og er í dag.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur.
Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano
fyrir Nespressovélar.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
J Ó L AT I L B O Ð
Ekki er sami bragur á jólahaldi um
allan heim og getur verið áhugavert
að kynna sér siði og venjur þessarar
hátíðar annars staðar. Á vefsíðunni
www.whychristmas.com er hægt að
flakka um heiminn í huganum eftir
korti og fjallað er um jólahefðir hvers
staðar. Í Brasilíu, til dæmis, skilja
börn stundum sokk eftir í námunda
við glugga og sé heppnin með þeim
tekur jólasveinninn sokkinn og skilur
eftir gjöf í staðinn. Íslensk börn eru
því eflaust fegin að sveinki taki ekki
skóinn hér á landi heldur stingi ein-
hverju ofan í hann í staðinn. Á síð-
unni segir að í Rússlandi neyti fólk
sjaldnast kjöts eða fisks í jólamáltíð-
inni og þar nefnist jólasveinninn
Frost afi. Iðulega er barnabarn hans
með honum í för og færa þau börn-
unum gjafir. Athyglisvert er að lesa
um íslenskar hefðir á síðunni því þar
er engu sleppt!
Vefsíðan www.whychristmas.com/cultures
REUTERS
Frost Í Rússlandi gegnir Frost afi svipuðum skyldum og jólasveinninn víða.
Jólahefðir um víða veröld
Fram að þrettándanum er sýning á
Torgi Þjóðminjasafnsins um jólin fyrr
og nú. Sýningin er byggð á bók Stein-
unnar Jóhannesdóttur, Jólin hans
Hallgríms, sem fjallað er um hér til
hliðar. Stækkaðar myndir úr bókinni
eru til sýnis ásamt gömlum leik-
föngum og fleiri munum fyrri tíma.
Endilega …
… skoðið jól
fyrri tíma
Morgunblaðið/ Ólafur K. Magnússonar
Jól Margt er svipað í jólahaldinu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Verkefnið Vor í lofti er á vegum Matís
og er styrkt af Rannsóknar- og ný-
sköpunarsjóði Vestur-Barðastrand-
arsýslu og Vöruþróunarsetri sjáv-
arútvegsins. Það hófst á síðasta ári
og lýkur innan skamms en því var
ætlað að styrkja smáframleiðendur á
sunnanverðum Vestfjörðum til að
koma upp fullvinnslu matvæla í
smáum stíl og tóku alls átta aðilar
þátt í verkefninu að einhverju eða
öllu leyti. Út er komin lokaskýrsla
þátttakenda og er hægt að nálgast
hana á vefnum www.matis.is. Í nið-
urstöðum skýrslunnar má meðal ann-
ars lesa um aukinn áhuga neytenda á
að vita um uppruna þeirra vara sem
keyptar eru auk þess sem þeir telja,
að því er fram kemur í verkefninu,
„að bændur og matvælaframleið-
endur í næsta nágrenni séu betur til
þess fallnir að hafa á boðstólum
vandaða vöru sem tengist uppruna
sínum heldur en kæliborð í stórmark-
aði með vöru frá öllum heims-
hornum“. Þennan aukna áhuga neyt-
enda má meðal annars sjá á vin-
sældum ýmissa matarmarkaða á
borð við Matarmarkað Búrsins sem
haldinn hefur verið undanfarin ár.
Verkefnið Vor í lofti
Áhugi á upp-
runa matvara
Vestfirðir Verkefnið Vor í lofti tengist matvælaframleiðslu á Vestfjörðum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kraftaverk Hér má sjá hinn unga Hallgrím ásamt nýbornu lambinu á jóla-
nótt. Teikningarnar í bókinni eru eftir Önnu Cynthiu Leplar.