Morgunblaðið - 19.12.2014, Side 12
BAKSVIÐ
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Það er gríðarleg þörf á að endur-
skipuleggja svæðið til framtíðar,“
segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri
Rangárþings ytra, en úrslit í hug-
myndasamkeppni um deiliskipulag
og hönnun á Landmannalaugasvæð-
inu voru tilkynnt í fyrradag. Tillaga
Landmótunar sf. og VA-arkitekta,
auk Arnar Þórs Halldórssonar arki-
tekts, „Þar sem ljósgrýtið glóir“, sigr-
aði í hugmyndasamkeppninni. Sveit-
arfélagið Rangárþing ytra í samvinnu
við Umhverfisstofnun og Félag ís-
lenskra landslagsarkitekta, Fíla,
efndu til samkeppninnar.
„Það var gefin út skýrsla fyrir ekki
svo löngu um ágang ferðamanna á
svæðinu en þar kom í ljós hversu
brýnt er að endurskipuleggja svæð-
ið,“ segir Ágúst.
Varðveita óspillta náttúru
„Landmannalaugar eru algjör
perla og eign okkar Íslendinga þrátt
fyrir að svæðið tilheyri okkar sveitar-
félagi. Við berum gríðarlega virðingu
fyrir svæðinu og þar sem það tilheyrir
okkar sveitafélagi finnst okkur við
bera mikla ábyrgð. Við viljum meðal
annars rísa undir því með því að
hugsa til framtíðar, svæðið verður að
geta tekið á móti öllum þeim ferða-
mönnum sem þangað munu sækja í
náinni framtíð,“ segir Ágúst en hann
segir vinningstillöguna einmitt ganga
hvað lengst, af þeim tillögum er bár-
ust, í því að varðveita óspillta náttúru
Landmannalauga.
„Það voru fjögur teymi sem unnu
hugmynd að framtíðarskipulagi
Landmannalauga. Við vorum með
sérstaka valnefnd sem fór yfir tillög-
urnar. Formaður dómnefndar var
landslagsarkitektinn Inga Rut Gylfa-
dóttir. „Þar sem ljósgrýtið glóir“ er
sú skipulagshugmynd af þeim fjórum
sem bárust sem gengur kannski hvað
lengst í því að koma Landmannalaug-
um í upprunalegt horf. Hún gengur
meðal annars út á að færa meginum-
ferðina, og allt hið manngerða, aðeins
út fyrir aðalsvæðið. Þjónustuhús og
aðstaða fyrir daggesti verður því
færð að Námskvísl sem er í smáfjar-
lægð frá laugunum,“ segir Ágúst.
Tjaldsvæði í hraunkanti
Í tilkynningu Rangárþings ytra
segir að tjaldsvæðið verði flutt norður
fyrir Námshraun og staðsett í skjóli
við hraunkantinn. Þar verði byggð
upp þjónustuaðstaða og gistiskálar í
um það bil fimmtán mínútna göngu-
fjarlægð frá Laugum. Byggingar
verði lágstemmdar, byggðar úr ljósu
timbri sem fellur vel að líparítinu sem
einkennir landslagið. Lögð verði
áhersla á látleysi, sveigjanleika og
umhverfisvernd. Í umsögn dóm-
nefndar segir einnig að um sterka og
djarfa skipulagshugmynd hafi verið
að ræða sem geti myndað góðan
grunn fyrir áframhaldandi skipulags-
vinnu á svæðinu. Þess má einnig geta
að hús Ferðafélags Íslands verður
látið eiga sig.
„Verðlaunin sem sigurtillagan
hlaut eru auðvitað að fá starfið við að
vinna skipulagið áfram. Við fengum
fjármuni úr Framkvæmdasjóði ferða-
mannastaða til að standa að þessu og
hvert lið fékk greiddar tólf hundruð
þúsund krónur til þess að vinna hug-
myndir sínar. Liðin voru misstór og
það voru til að mynda átta manns sem
komu að sigurtillögunni. Því er einnig
svo farið að þrátt fyrir að „Þar sem
ljósgrýtið glóir“ hafi borið sigur úr
býtum þá er okkur heimilt að nýta
hugmyndir frá hinum tillögunum,“
segir Ágúst en hann segir það ekki
liggja fyrir hvenær vinnu við deili-
skipulagið ljúki og framkvæmdir geti
hafist.
Ljóst timbur fellur vel að líparíti
„Þar sem ljósgrýtið glóir“ sigraði í hugmyndasamkeppni um deiliskipulag og hönnun á Landmanna-
laugasvæðinu Sigurtillagan gengur meðal annars út á að færa svæðið aftur í sitt upprunalega horf
Náttúra Sigurtillagan gengur meðal annars út á að færa Landmannalaugar í sitt upprunlega horf og varðveita þá óspilltu náttúru sem þar má finna.
Sigurvegarar Tillaga hóps Landmótunar sf. og VA-arkitekta, auk Arnar
Þórs Halldórssonar arkitekts, „Þar sem ljósgrýtið glóir“, varð hlutskörpust.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
Snjóblásarar
Bændur - verktakar:
Eigum fyrirliggjandi snjó-
blásara í öllum stærðum
til afgreiðslu strax.
í öllum stærðum
Öflugir blásarar
fyrir öfluga traktora
ÞÓR HF
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Íslandsbanki, Landsbankinn, Arion
banki, Valitor og Borgun hafa gert
sáttir, hvert fyrirtæki fyrir sig, við
Samkeppniseftirlitið vegna rann-
sóknar eftirlitsins á samkeppnis-
hömlum á greiðslukortamarkaði.
Málið hófst með kvörtun Korta-
þjónustunnar ehf. sem beindist að
útgefendum greiðslukorta og
færsluhirðum og taldi Kortaþjón-
ustan þessa aðila hafa gerst brotlega
við samkeppnislög.
Sektir nema 1.620 milljónum
Samkeppniseftirlitið hefur lagt
sektir á félögin sem samanlagt nema
1.620 milljónum króna og hafa fyr-
irtækin jafnframt samþykkt að ráð-
ast í umfangsmiklar aðgerðir sem
eru til þess fallnar að efla sam-
keppni. Meðal annars að hámark
skuli sett á svokallað milligjald,
þóknun sem söluaðilar greiða korta-
útgefendum fyrir alla kortaveltu.
Hámarksmilligjald vegna debet-
kortafærslna skal ekki fara yfir 0,2%
og hámark kreditkortafærslna verð-
ur 0,6%. Á því tímabili sem rannsókn
Samkeppniseftirlitsins var fram-
kvæmd var algeng þóknun 0,75-
0,80% á kreditkortum og 0,35% á de-
betkortum og hljóðar því lækkunin,
ef miðað er við að velta debetkorta
íslenskra heimila hafi verið 341
milljarður í fyrra, kreditkortavelta
277 milljarðar og milligjaldið 0,75%
af öllum færslum, upp á rúmlega 400
milljónir. Lækkunin ætti að skila sér
til söluaðila og svo á endanum til
neytenda í formi lægra vöruverðs.
Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor,
segir milligjöld debetkorta hafa ver-
ið lækkuð í hámark eftirlitsins fyrr á
árinu og milligjöld kreditkorta vera
eitthvað lægri í mörgum tilfellum.
Hann gat þó ekki gefið upp ná-
kvæma tölu yfir meðaltal gjaldsins,
hvorki fyrir debet- né kreditkort.
thorsteinn@mbl.is
Greiðslukort Sektir Samkeppnis-
eftirlitsins nema 1.620 milljónum.
Gerðust brotleg
við samkeppnislög
Sparar neytendum um 400 milljónir