Morgunblaðið - 19.12.2014, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
Fagleg þjónusta í 60 ár
Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 • Finndu HYGEA á facebook
Mikið úrval
af fallegum
fylgihlutum
Leður
33.900
Ull
12.900
4.900
100% silki
12.900
Leður
7.200
14.980
16.150
Þvottabjörn
14.900
16.900
Kanína
16.900
Kimono
19.900
Leður
26.350
Leður
7.200
6.900
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Jórturdýr Íslenska kýrin þarf ekki
gervitennur eins og sú argentínska.
Kýr eyða rúmum 15 klukkutímum
á sólarhring í að tyggja fæðu. Það
er því mikið álag á tennur þeirra
enda eru þær jórturdýr og tyggja
því sama matinn tvisvar og vand-
lega í hvort sinn. Í Argentínu eru
fjölmargar Aberdeen Angus-kýr
og endist kynið frekar illa vegna
mikils tannslits. Algeng skýring
slátrunar er tannslit.
Nýlega fengu vísindamenn við
rannsóknastofnunina INTA í Arg-
entínu þá sérstöku en skemmti-
legu hugdettu að setja gervitenn-
ur í þessar Aberdeen Angus-kýr.
Fannst því vísindamönnunum til-
valið að skella fölskum tönnum,
sem líkjast reyndar hálfgerðri
bitskinnu, í argentínsku kýrnar
og skoða hvaða áhrif þetta hefði.
Niðurstaða rannsóknarinnar
kom mörgum í opna skjöldu en
með gervitönnum lifa kýrnar mun
lengur og geta því alið af sér
fleiri kálfa.
Kýrnar fóðrast jafn vel og áður
og fundu vísindamennirnir enga
annmarka við notkun gervitann-
anna. Bitskinna þessi er sett í
kýrnar eftir tveggja ára aldur og
fest með sérstöku tannlími.
Baldur Helgi Benjamínsson,
framkvæmdastjóri Lands-
sambands kúabænda, segir að
mannskepnan hafi komist ágæt-
lega af án þess að skella fölskum
tönnum í kýrnar hingað til. Hann
sjái það ekki fyrir sér að þessi
nýjung skili sér yfir hafið og alla
leið til Íslands. „Það hefur ekki
komið að sök þessi tíu þúsund ár
sem mannskepnan hefur haldið
nautgripi. Ég held að það væri
töluvert mikið mál að gera þetta
og ég sé ekki alveg hagkvæmnina
í þessu ef ég á að vera hreinskil-
inn.
Svona aðgerðir hafa ekki komið
til tals hingað til en maður á aldr-
ei að segja aldrei – fólki dettur nú
ýmislegt í hug,“ segir Baldur.
benedikt@mbl.is
Falskar tennur bjarga kúnum
Argentínskar kýr lifa lengur með gervitennur Óþarft á Íslandi
Hæstiréttur hef-
ur hafnað kröfu
Hreiðars Más
Sigurðssonar,
fyrrverandi for-
stjóra Kaup-
þings, um að
Ólafur Þór
Hauksson, sér-
stakur saksókn-
ari, og fimm önn-
ur vitni verði
kvödd til skýrslutöku í héraði til að
varpa ljósi á framkvæmd símhlerana
hjá embætti sérstaks saksóknara í
tengslum við áfrýjun Al Thani-
málsins.
Héraðsdómur Reykjavíkur varð
við kröfu Hreiðars 10. desember sl.
en saksóknari kærði úrskurðinn til
Hæstaréttar sem hefur nú kveðið
upp sinn dóm. Hreiðar Már var á
síðasta ári dæmdur í fimm og hálfs
árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun
og umboðssvik fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur. Málinu var áfrýjað til
Hæstaréttar og fer málflutningur
þar fram dagana 26. og 27. janúar
næstkomandi. Hreiðar Már krafðist
þess við rekstur Al Thani-málsins
fyrir Hæstarétti að tiltekin vitni
skyldu gefa skýrslu fyrir héraðs-
dómi í þeim tilgangi að varpa ljósi á
framkvæmd símhlerunar við rann-
sókn málsins. Í dómi Hæstaréttar
kom fram að upptökurnar af símtöl-
um Hreiðars við verjanda sinn
myndu ekki koma á neinn hátt til
álita þegar leyst yrði úr sakamálinu
á hendur honum sem til meðferðar
væri fyrir Hæstarétti og því hefði
það enga þýðingu að upplýst yrði
frekar um framkvæmd upptakanna.
Sérstakur
mun ekki
bera vitni
Ólafur Þór
Hauksson
Kröfu Hreiðars
Más var hafnað
Jólapakkaskákmót Hugins verður
haldið laugardaginn 20. desember
nk. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið
hefst kl. 13 og er þátttaka ókeypis.
Þórgnýr Thoroddsen, formaður
ÍTR, setur mótið og leikur fyrsta
leikinn. Mótið er fyrir börn og ung-
linga og fer nú fram í 17. skipti en
það var fyrst haldið fyrir jólin 1996.
Síðan hefur það verið haldið nánast
á hverju ári og hefur alltaf verið
eitt fjölmennasta skákmót ársins.
Keppt verður í a.m.k. sex flokk-
um: Flokki fæddra 1999-2001,
flokki fæddra 2002-2003, flokki
fæddra 2004-2005, flokki fæddra
2006-2007, flokki fæddra 2008 og
síðar og peðaskák fyrir þau yngstu.
Tefldar verða 5 umferðir með 10
mínútna umhugsunartíma á mann.
Jólapakkar eru í verðlaun fyrir
þrjú efstu sætin í hverjum aldurs-
flokki drengja og stúlkna.
Skráning á mótið er skak.is og á
heimasíðu Hugins: http://
skakhuginn.is/
Jólapakkaskákmót
Hugins í Ráðhúsinu