Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
Bakkaðu upp
veisluna EÐA
NÆSTA FUND.
565 6000 / somi.is
Við bjóðum upp á ferska og ljúffenga
veislubakka og bjóðum ókeypis heim-
sending á höfuðborgarsvæðinu ef
pantaðir eru fjórir bakkar eða fleiri.
Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is.
www.isfell.is
Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is
Ísnet Húsavík s. 5 200 555
Ísnet Akureyri s. 5 200 550
Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565
Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560
Hafðu samband og
kynntu þér vöruúrvalið
og þjónustuna
Vertu viðbúinn vetrinum
Mest seldu snjókeðjur á Íslandi
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Verulegt álag hefur verið á sálfræð-
ingi Skólaþjónustu Árnesþings. Ljóst
er að einn starfsmaður ræður ekki við
að sinna öllum málum sem bíða úr-
lausnar. Mun fleiri mál biðu í byrjun
skólaárs á liðnu hausti en gert hafði
verið ráð fyrir, samkvæmt fund-
argerð nefndar oddvita og sveit-
arstjóra (NOS) í Árnesþingi frá 8.
desember. Markmið starfsins er að
vinna aðallega í forvörnum og
snemmtækri íhlutun. Verkefnastaðan
býður ekki upp á það. NOS leggur til
að ráðinn verði sálfræðingur í hálft
starf til reynslu í eitt ár.
Skólaþjónusta Árnesþings tók til
starfa 1. janúar sl. eftir að Skólaskrif-
stofu Suðurlands var lokað. Þar
starfa tveir kennsluráðgjafar og sál-
fræðingur. Þeir annast sérfræðiþjón-
ustu í 14 leik- og grunnskólum í sjö
sveitarfélögum: Bláskólabyggð, Flóa-
hreppi, Grímsnes- og Grafnings-
hreppi, Hveragerðisbæ, Hruna-
mannahreppi, Skeiða- og
Gnúpverjahreppi og Sveitarfélaginu
Ölfusi.
Bryndís Á. Böðvarsdóttir, formað-
ur skólaþjónustu- og velferð-
arnefndar Árnesþings, sagði að starf
skólaþjónustunnar væri enn í þróun.
Áður en nefndin tók til starfa hefði
lítil starfsemi verið á þessu sviði í
sveitarfélögunum um tíma og verk-
efni safnast fyrir. Hún sagði að vegna
þess að starfið væri svo nýbyrjað
hefðu menn ekki gert sér grein fyrir
umfangi þarfarinnar né heldur hve
marga þyrfti til að sinna henni.
„Við erum í rauninni að fóta okkur
og sjá hver þörfin er. Það hefur sýnt
sig að einn sálfræðingur nær ekki að
anna eftirspurn. Það er okkar vilji að
auka þjónustu á því sviði,“ sagði
Bryndís. gudni@mbl.is
Auka sálfræðiþjón-
ustu við skólana
Skólaþjónusta Árnesþings er í þróun
Morgunblaðið/Golli
Árnesþing Sjö sveitarfélög hafa
samvinnu um skólaþjónustu.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Birgitta Hrönn Halldórsdóttir,
bóndi á Syðri-Löngumýri í Austur-
Húnavatnssýslu, segir mikilvægt,
ekki síst út frá dýraverndarsjónar-
miðum, að bændur fái að eiga lyf
handa skepnum í neyðartilfellum.
Um liðna helgi
var ein af betri
mjólkurkúnum á
Syðri-Löngumýri
komin með júgur-
bólgu, ekki náðist
í dýralækninn
sem var á vakt og
þegar dýralæknir
kom á bæinn á
mánudag var
kýrin dauð. Birg-
itta segir að hefði hún mátt eiga lyf
hefði verið hægt að bjarga skepn-
unni.
Dýrin í mikilli hættu
„Það sem skiptir máli er að geta
brugðist við nógu fljótt,“ segir Birg-
itta og bendir á að samkvæmt reglu-
gerð megi dýralæknar ávísa eiganda
eða umráðamanni dýra lyfjum til
lengri ferðalaga, þegar ætla megi að
erfitt eða ómögulegt verði að ná í
dýralækni. Bændur megi hins vegar
ekki eiga neyðarlyf handa skepnum
sínum heima, þó oft sé erfitt eða
ómögulegt fyrir dýralækna að koma
til þeirra í tíma vegna fjarlægðar og/
eða veðurs. Fyrir bragðið sé mikil
hætta á að gripirnir drepist eða
verði ónýtir til framleiðslu. „Það er
verið að níðast á skepnunum,“ segir
hún.
Birgitta segir að þegar þau hjón
hafi byrjað í búskap hafi bændur
mátt eiga ákveðin lyf í samráði við
dýralækni. Síðan hafi þetta verið
bannað samkvæmt reglugerð og það
bitni á skepnum og bændum. Að
missa kú á þessum tíma geti þýtt
skerðingu á mjólkurkvóta, sem bæt-
ist við tjónið við það að missa grip-
inn, en verð fyrir kvígu hafi verið
240 þúsund krónur í haust.
Tvískinnungur
Hún áréttar að ekki sé við dýra-
lækna að sakast. Þeir vinni sam-
kvæmt settum reglum og vilji allt
fyrir bændur gera. Þeir mættu hins
vegar vera fleiri. Enginn starfandi
dýralæknir sé í Austur-Húnavatns-
sýslu og aðeins fjórir dýralæknar
skipti með sér helgarvöktum á
Norðurlandi vestra. „Aðalatriðið er
að allir bændur fái að eiga neyðar-
lyf,“ segir hún. „Þetta er tvískinn-
ungur í dýravernd,“ heldur hún
áfram og vísar til þess að í sauðburð-
inum á vorin megi bændur eiga eitt
glas af pensilíni komi eitthvað upp á.
Birgitta segir að fyrir nokkrum
árum hafi gamall krabbameinssjúkl-
ingur búið hjá þeim í áratug og þá
hafi hún þurft að sprauta hann dag-
lega með vandmeðförnu lyfi. „Það er
hægt að treysta manni fyrir því að
sprauta fólk en ekki dýr,“ segir hún.
„Ef ekki er hægt að treysta mér fyr-
ir því að misnota ekki lyf fyrir dýrin
þá er ekki hægt að treysta mér fyrir
þeim yfirleitt.“
Vill fá að eiga lyf
handa dýrum í neyð
Skiptir miklu máli að geta brugðist sem fyrst við Verið
að níðast á skepnunum Má sprauta menn en ekki dýr
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Brúsastaðir Kúabúið á Brúsastöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu
er sérhæft bú og var afurðahæsta kúabú landsins á síðasta ári.
Birgitta Hrönn
Halldórsdóttir