Morgunblaðið

Dato
  • forrige måneddecember 2014næste måned
    mationtofr
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 19.12.2014, Side 31

Morgunblaðið - 19.12.2014, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 ✝ Anna Rögn-valdsdóttir fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1953. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 11. desember 2014. Foreldrar henn- ar voru Rögnvald- ur Ragnar Gunn- laugsson kaupmaður, f. 1920, d. 1998, og kona hans Hulda Ósk Ágústsdóttir, f. 1931. Systkini Önnu: Ragna Rögn- valdsdóttir, f. 1957, og Gunn- laugur Rögnvaldsson, f. 1961. Hálfsystur samfeðra: Sigríð- ur Steina, Sigríður Bára og Þórdís. Eiginmaður Önnu: Þórarinn Sigurgeirsson flugvirki, f. 1950. Sonur þeirra: Ragnar Þór- arinsson flugvirki, f. 1980. Anna lauk kenn- araprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1973 og kenndi við ýmsa grunn- og framhaldsskóla fram til 1996. Hún nam list- meðferðarfræði við University of Hert- fordshire frá 1996 og útskrifaðist 1998. Frá 1998 starfaði hún ýmist við kennslu eða listmeðferð fram til 2013 þegar hún varð að hætta störfum vegna veikinda. Söngur og tónlist voru meðal helstu áhugamála Önnu og söng hún meðal annars með Vox feminae. Útför Önnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 19. des- ember 2014, kl. 13. Til minningar um systur mína. Horfið var vaðið í vetrarhörkum forðum, stiklurnar á kafi, krapabólgin áin. Við stóðum á bakka hjá stálgráum skörum: Hinumegin lítil lágreist kennslustofa. Hinumegin myndir af heimsálfum og turnum, skólaljóð, saga, skriftarbækur, grifflar. Þú brást þér úr sokkum, brettir upp skálmar: ennþá man ég kvíslóttar æðarnar á ristum. Þú barst okkur yfir, börnin sem þú unnir: Ennþá man ég grettuna þegar grjótið særði iljar. Grunnstigul óðstu með ungviðið á baki, – þerrðir svo með sokkafit sýlda og dofna fætur. Ennþá man ég hýruna í augnaráði þínu er fræðsla var hafin hjá heimsálfumyndum og lýðir og aldir liðu yfir sviðið og sagnir og kvæði kytruna fylltu. Né ber mig án afláts nær óræðu fljóti. Undarlegan nið þess æ næmar ég heyri. Fengir þú að koma og ferja mig yfir, yrði mér rórra þegar rökkvar hjá straumnum. (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Ragna Rögnvaldsdóttir. Hetjan mín, Anna systir mín, er farin. Síðustu vikurnar var ég svo lánsamur að kynnast sérstak- lega náið hennar viðhorfum til lífsins, tilfinningum, gáfum og draumum. Finna dýpt marg- slungins persónuleika sem Anna systir mín hafði að geyma. Deila með henni gleði og sorg. Upp- lifði ég mjög kærleiksríka mann- eskju, sem lét ekki alvarleg veik- indi brjóta niður lífsviljann. Anna systir mín dró andann þar til öll sund líkamlegrar starfsemi voru henni lokuð. Þar til æðri máttarvöld tóku í taum- anna á sólríkum og fallegum vetrardegi hinn 11. desember á líknardeild Landspítalans. Á táknrænan hátt syntu tveir hvít- ir svanir fyrir framan gluggann hennar á síðasta dvalarstaðnum þennan örlagaríka dag. Í mínum huga var það tákn friðar eins og hvít blómin í glugganum. Tákn um að nú væri tími fyrir Önnu systur að finna innri frið, bóka brottför frá mannlegri tilveru og finna hærri tíðni kærleika, sem stundum skortir á þessum hnetti sem við búum á. Berum ábyrgð á. Skömmu síðar skildi hún við okkar jarðneska heim á friðsæl- an hátt. Anna og Þórarinn Sigurgeirs- son giftu sig í fallegri athöfn á Landspítalanum 24. nóvember á þessu ári. Fögnuðu með indælu og hjálpsömu hjúkrunarfólki á krabbameinsdeild 11e. Ég var stoltur og Ragna systir mín líka, sem ætíð var til staðar fyrir systur sína. Þessi athöfn innsigl- aði taktfastan slátt þeirra hjóna- korna, eftir langa samveru í lífs- ins ólgusjó, þar sem skiptust á skin og skúrir. Þórarinn stóð alla tíð við hlið Önnu eins og klettur. Traustur og yfirvegaður. Gæðanna maður. Enda dásamaði Anna oft gull- hringinn sem hún bar á fingri eftir giftinguna. Hún var hæst- ánægð að vera gift kona. Anna var stolt af syni sínum, Ragnari, og störfum hans og framlagi til lífsins. Sagði þá feðga, Þórarin og Ragnar, mjög samrýnda. Þeir hafa ætíð haft áhuga á flugi og eru báðir flugvirkjar. Færðu þeir systur minni vængi til flugs þegar á þurfti að halda í lífinu. Síðustu vikurnar áttum við systkinin margar fallegar stund- ir og samtöl. Þrátt fyrir erfiða stöðu vegna veikinda fann Anna mín brosið oft leika um andlitið. Hún hélt í góða kímnigáfuna á síðustu ævidögunum og var skörp. Anna ætlaði ekki að játa sig sigraða af sjúkdómi. Þegar mátt- urinn þvarr var það keppikefli hennar að standa samt í fæt- urna, sama hvað tautaði og raul- aði. Síðustu ævidagana var hún sannur víkingur. Ekkert skyldi leggja hana að velli. Á þessum tíma varð hún hetjan mín og fyr- irmynd, en við ofurefli var að etja. Það verður tómlegt að hafa ekki eldri systur mína lengur á lista þeirra sem ég vil heim- sækja um jólin. Hana dreymdi um að eiga jól í faðmi feðganna sinna, að borða hangikjöt og uppstúf. En viss er ég um að næringin sem hún fær núna er henni blessun. Hún hefur fundið frið í nýrri vídd. Við brotthvarf Önnu standa eftir ómetanlegar minningar um indæla manneskju. Ég er þakk- látur fyrir að hafa verið litli bróðir hennar, eins og hún kall- aði mig gjarnan. Þakklátur fyrir að hafa skynjað stórt hjarta Önnu og deilt mínu á innilegan hátt á síðustu vikum í lífi hetj- unnar minnar. Gunnlaugur Rögnvaldsson. Sem barn vissi ég alltaf að heimsókn til Önnu frænku væri skemmtilegt ævintýri þar sem ég gat ráfað um í bakgarðinum í leit að álfum og tröllum og kom- ið svo inn og fengið dýrindis vöfflur og kakó hjá frænku minni. Hún hafði einstakt dálæti á englum og held ég að hún sjálf hafi borið með sér eiginleika slíkra vera með sitt stóra hjarta og kærleik. Þegar ég varð eldri tengdumst við Anna hins vegar á nýjan máta, í gegnum mynd- listina. Hún sat með mér löngum stundum þar sem hún kenndi mér allt það sem hún kunni um myndlist og með endalausri þol- inmæði og ró kenndi hún mér að mála. Það var eins og við ættum leyndarmál saman. Anna var einstakur stuðningur í myndlist- inni og hvatti mig ávallt áfram. Þessir seinustu dagar sem ég átti með henni voru fallegir og birti yfir henni þegar ég ræddi við hana um hvað ég væri að gera í myndlistarskólanum í Bretlandi. Ég veit að Anna mun ávallt vera hjá mér þegar ég teikna og minning hennar mun lifa áfram í gegnum listina sem við áttum saman. Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir. Sönglandi, flögrandi og allt umvefjandi af kærleik og góðum kökum er kannski besta lýsingin sem við getum gefið á Önnu frænku. Hún hefur alltaf verið okkur nærri, stutt við hverja okkar á sinn hátt og boðið okkur velkomnar á heimili sitt. Kaffi- og matarboð voru alltaf stór og rausnarleg, það dugði til dæmis aldrei ein kaka heldur var venj- an að hafa hlaðborð eftirrétta. Hjá henni kynntumst við meðal annars vöfflum með heimagerðri súkkulaðisósu, ávöxtum og rjóma eða ís og eftir að Hulda María komst á bragðið hefur ekki annað verið hægt en að hafa súkkulaðisósuna með þegar vöfflur eru á boðstólum. Huggulegheit og gestrisni var alltaf viðhöfð innan dyra sem ut- an. Upp úr standa góðir dagar í garðinum þar sem hressandi veitingar voru töfraðar fram og við systur og seinna Hörpubörn- in Valur og Heiða rannsökuðu garðinn og sprikluðu í vatni. Tónlistin var alltaf nálæg og söngurinn var Önnu svo eðlis- lægur að hann var í raun á vörum hennar alla tíð. Anna skilur eftir sig stórt gat í okkar litlu fjölskyldu, gat sem við sem eftir stöndum munum reyna að fylla af bestu getu. Birta, gleði, umhyggja og sköp- unarkraftur einkenna sporin sem hún skilur eftir sig og fyr- irmyndin sem hún setti okkur í myndarskap og gjafmildi verður alltaf lifandi í minningunni. Við kveðjum kæra móðursyst- ur með þakklæti í huga og sökn- uð í hjarta. Þegar mér sígur svefn á brá síðastur alls í heimi, möttulinn þinn mjúka þá, Móðir, breiddu mig ofan á, svo sofi ég vært og ekkert illt mig dreymi. (Einar Ólafur Sveinsson) Harpa Ósk, Ragnheiður Ásta og Hulda María Valgeirsdætur. Við Anna kynntumst á fram- haldsskólaaldri og höfum haldið vinskap allar götur síðan. Anna og Þórarinn heimsóttu okkur Ástu síðasta vor til Grundar- fjarðar og þar áttum við góðar samverustundir yfir helgi. Eitt af því sem við fórum yfir með þeim voru teikningar að draumahúsinu þeirra sem þau voru búin að láta teikna fyrir sig í landi Húsabakka í Svarfaðar- dal. Ég veit að framkvæmdir við bygginguna eru komnar vel á veg og þeir feðgar, Þórarinn og Ragnar, eiga eftir að ljúka bygg- ingunni með reisn og vonandi munu þeir ásamt ættingjum og vinum eiga þar góðar stundir í framtíðinni. Nokkrum sinnum eftir þetta heyrði ég í Önnu í síma og alltaf var hún jafn bjart- sýn á að hún væri komin yfir það versta í veikindum sínum. Vorið 1975 tók Anna að sér það verkefni að finna fimm til sex einstaklinga til þess að ferðast saman um Evrópu í ein- ar fjórar vikur. Ég var einn þeirra sem þekktust boðið og ók- um við á Volkswagen-rúgbrauði um hraðbrautir Evrópu sem og götur stórborga. Ég man aldrei eftir að við höfum villst enda var kortabók með í för. Ekki var tímanum eytt í búðaráp, áhuginn lá fyrst og fremst í því að vera saman að ferðast og skoða t.d. kastala í Rínardalnum. Þegar við komum til Mónakó þótti okkur mikið koma til allra þeirra ör- yggisvarða sem gráir fyrir járn- um stóðu vörð um hin miklu spilavíti. Okkur tókst að komast á einum stað í spilakassa án þess að hafa heppnina með okkur. Þegar líða tók að kveldi og við fórum að leita að tjaldstæði þá bar sú leit engan árangur, þeir voru ekki með tjaldstæði í þessu furstadæmi þannig að við þurft- um að snúa aftur til Frakklands til þess að komast í gistingu við okkar hæfi. Hvatamaður að ferð- inni var enginn annar en Þór- arinn Sigurgeirsson og þau Anna rugluðu saman reytum sínum stuttu síðar. Enn í dag er ferðarinnar minnst sem sérstak- lega vel heppnaðrar, þar sem sátt og samlyndi einkenndi hóp- inn sem átti það eitt sameig- inlegt í upphafi ferðar að þekkja Önnu. Foreldrum Önnu, þeim Huldu og Ragnari, kynntist ég á ung- lingsárum og samband okkar var með þeim ágætum að ef ég kom í heimsókn og Anna ekki heima þá heimsótti ég þau, fékk kaffi og með því ásamt því að taka mál líðandi stundar fyrir. Systkini Önnu eru Ragna og Ragnar. Rögnu kynntist ég nokkuð á þessum árum og einnig síðar þar sem við vorum að hluta til á sama tíma í kennaranámi. Elsku Þórarinn, Ragnar, Hulda og systkinin Ragna og Gunnlaugur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð vegna missis ykkar. Jón Eggert Bragason. Við kveðjum Önnu, samferða- konu okkar og starfssystur, með söknuði. Skarð er höggvið í okk- ar hóp. Leiðir okkar lágu saman þegar nokkrar konur hittust árið 1998 og ákváðu að stofna Félag listmeðferðarfræðinga á Íslandi. Við áttum örfáa frumkvöðla, list- meðferðarfræðinga sem voru byrjaðir að ryðja brautina. Á þessum tíma voru nokkrir að koma heim úr námi í Bandaríkj- unum og Bretlandi og við leit- uðum hver aðra uppi. Úr varð góður hópur er hefur staðið saman síðan, sem systur og fag- félagar. Þegar við hugsum til Önnu kemur upp mynd af glæsilegri konu, kletti, í björtum litum, því þannig birtist hún okkur: hávax- in, ljóshærð, tilfinningarík en yf- irveguð. Hún kom inn í hópinn hávaðalaust en var ávallt til staðar. Hún tók virkan þátt í því að kynna listmeðferð, var óhrædd við að fara ótroðnar slóðir og skapa nýjan vettvang. Anna vann með okkur í gegnum ýmis mál, traust og vandvirk. Hún hafði áhuga á því félags- lega; að hitta fólk, tala og mynda tengsl, hvort heldur hér heima eða á ráðstefnum erlendis. Þeg- ar við héldum norræna ráð- stefnu listmeðferðarfræðinga á Íslandi 2006 leituðum við til Önnu til þess að stýra þessari þriggja daga ráðstefnu. Stjórn hennar var styrk og örugg á hennar hógværa hátt. Í gegnum fagvinnuna mynduðust ómetan- leg vinatengsl og áttum við dýr- mætar stundir saman. Við trúum því að þótt ævin sé stutt þá sé lífið langt og við varðveitum minningar okkar um Önnu. Þórarni, Ragnari og öðr- um ástvinum Önnu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. F.h. Félags listmeðferðar- fræðinga á Íslandi, Íris Ingvarsdóttir, Birna Matthíasdóttir og Fjóla Eðvarðsdóttir. Við kynntumst vestur í Okla- homa í Bandaríkjunum síðsum- ars 1977 þar sem öll vorum við komin til náms. Björn og Þór- arinn í Spartan School of Aero- nautic, Anna og Berglind í Tulsa University. Þarna voru bundin vináttubönd sem hafa verið okk- ur dýrmæt. Þótt liðin séu 37 ár þá er samt svo stutt síðan. Því komumst við að þegar setið var, lífshlaupið skoðað og gömlu góðu stundirn- ar rifjaðar upp. Þá var alltaf sól, bæði í sinni og á himni. Nú hefur hún Anna okkar kvatt eftir ströng og erfið veik- indi sem tóku mikið á. Um leið og við óskum henni guðs blessunar sendum við Þór- arni, Ragnari, móður Önnu og systkinum innilegustu samúðar- kveðju. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Berglind og Björn. Anna Rögnvaldsdóttir  Fleiri minningargreinar um Anna Rögnvalds- dóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Kristín Þór-arinsdóttir frá Stóra-Hrauni fædd- ist 22. september 1922. Hún lést á Landspítala- háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 7. desem- ber 2014. Maki hennar var Einar Nikulásson, f. 3.10. 1921, d. 28.5. 2006. Börn þeirra eru Rósa, Ragnar Már, Þórhildur og Nikulás. Kristín starfaði sem píanó- leikari og kenndi byrjendum á píanó hér á árum áður. Hún spil- aði í áraraðir við ballettskóla Sigríð- ar Ármanns og svo um tíma við Ball- ettskóla Þjóðleik- hússins. Hún söng í kirkjukórum alla tíð og einnig í Fíl- harmóníukórnum. Þau hjónin stofn- uðu eigið fyrirtæki 1945, E.N. lampa, sem þau ráku í fjölda ára. Útför Kristínar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 19. desem- ber 2014, og hefst athöfnin kl. 11. Ég kveð þig ástkæra Stína frænka. Mínar dýrmætustu minningar eru þegar við amma heimsóttum þig í Breiðagerðið. Þar voru hlátrasköllin, gleðin og húmorinn ávallt við völd. Þú svo fáguð í fasi og amma, sem finnur enga skömm í orðavali, hlóguð lengi án þess að ná andanum inn á milli. Svo spiluðuð þið á flyg- ilinn sem aldrei fyrr, amma í „boogie woogie“ eins og hún kall- aði það en þú í klassíkinni. Síð- asta sinn sem ég sá þig var einn slíkur fundur. Bernskuminningar mínar eru margar. Hafandi fylgst með ykk- ur ömmu frá því ég var lítil man ég að ég gat eytt heilu kvöld- stundunum í að grúska í ýmsu dóti hjá þér. Oft gluggaði ég í eina eða tvær bækur, þess á milli sem ég klappaði kettinum Kæ- ser. Í minningunni var alltaf mik- ið um að vera, gleðilegir endur- fundir og píanóleikur. Samræður ykkar fannst mér líka áhugaverð- ar; píanóséní fengu veglega við- urkenningu og myndlistarmönn- um var hrósað sömuleiðis. Þá fylgdist ég líka með ykkur skiptast á flíkum og skartgripum, sjaldnast þó skila þeim til baka. Þið rifjuðuð upp gamla tíma úr sveitinni sem hljóðuðu ævintýr- um líkast. Jólagjafirnar frá þér voru allt- af klassískar og þannig fann ég væntumþykju þína til mín. Amma hélt upp á þig og þú varst alltaf uppáhaldsfrænka mín. Í seinni tíð finnst mér fátt skemmtilegra en að heyra ömmu segja sögur af þér, gamlar og nýjar, en reglulega förum við yfir gamlar myndir og ræðum liðna tíma. Þannig mun minning þín lifa og þú munt alltaf fylgja okkur. Þínar elsku Ellur, Dóa og litla, Elín Traustadóttir. Kristín mikla var hún kölluð og það ekki að ástæðulausu svo mörgum og óvenjulegum eðlis- kostum var hún búin. Hún var vinkona okkar. Kynslóðir koma og kynslóðir fara og vissulega er ekkert óeðli- legt við að fara á vit feðra sinna 92 ára. Hún var góðum gáfum gædd, heimspekilega þenkjandi, og skemmtileg með afbrigðum. Stína þuldi ljóð af vörum fram og sagði oft skemmtilegar sögur af draugahræðslu sinni af Snæfells- nesinu þar sem hún ólst upp á menningarheimilinu á Stóra- hrauni. Hún var alla tíð smekkvís heimskona sem gerði víðreist um heiminn og eignaðist vini af ýmsu þjóðerni enda vel að sér á erlend- um tungum. Hún tók sér margt fyrir hend- ur sem var óvenjulegt fyrir henn- ar kynslóð. Settist á skólabekk í mörg ár í MH þegar sá möguleiki opnaðist. Stína var fær píanóleik- ari og lék t.d. undir hjá Íslenska dansflokknum og söng í kórum svo fátt eitt sé nefnt. Hún var allt öðruvísi en allar hinar mömmu- rnar í okkar vinahópi. Góðvild og hjartahlýja var henni eðlislæg og nutum við þess í ríkum mæli, ekki síst þegar við vorum ungar að árum og áttum ávallt aðgang að henni sem sálu- sorgara. Á heimili hennar í Breiðagerðinu þar sem hún bjó lengst af var gestrisni viðbrugðið og samtölin og samverustundirn- ar þar eru dýrgripir á perlubandi minninganna. Skarðið hennar Stínu verður aldrei fyllt og tilveran einhvern veginn snauðari en áður. Við kveðjum hana með virð- ingu og þakklæti. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnígin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson) Ólöf Ágústa Karlsdóttir, Birna Þórisdóttir. Kristín Þórarinsdóttir

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55339
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 297. tölublað (19.12.2014)
https://timarit.is/issue/381085

Link til denne side: 31
https://timarit.is/page/6299929

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

297. tölublað (19.12.2014)

Handlinger: