Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
✝ Haraldur Ólafs-son fæddist í
Reykjavík 20. nóv-
ember 1987. Hann
lést á heimili sínu í
Stokkhólmi 6. des-
ember 2014.
Unnusta hans er
Elín Berg Sigmars-
dóttir, f. 20. maí
1983. Móðir hans er
Svandís Torfadóttir
hárgreiðslumeistari,
f. 17. desember 1960, faðir Ólaf-
ur Þorkell Helgason mat-
reiðslumeistari, f. 30. desember
1959. Bræður Haraldar eru Al-
bert Torfi Ólafsson rafvirkja-
meistari, f. 3. janúar 1979, og
Arnar Ingi Ólafsson, tónlist-
armaður og nemi í rafvirkjun, f.
myndlistarmaður, f. 2. apríl
1935. Foreldrar Ólafar voru
Hulda Haraldsdóttir, f. 28. jan-
úar 1927, d. 1. desember 1993, og
Helgi Þorkelsson, f. 17. sept-
ember 1920, en hann lést 4. mars
síðastliðinn. Systkini Svandísar
eru Hörður Ingi, Kristín, Jóhann
Ludwig og Guðrún Inga. Systk-
ini Ólafs eru Ásta, Haraldur,
Guðrún og Andri Már.
Haraldur stundaði nám við
Myndlistarskólann í Reykjavík
frá 2010 til 2013, fyrst í fornámi
og síðar lauk hann diplómanámi í
sjónlistadeild. Hann sótti að auki
fjölmörg námskeið í myndlist og
nam hjá Torfa Jónssyni afa sín-
um. Þá lærði hann söng um skeið
hjá Sigurði Bragasyni. Haraldur
hóf nám í Atelier Stockholm-
listaháskólanum sl. haust.
Útför Haraldar fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 19. desem-
ber 2014, og hefst athöfnin kl. 13.
6. ágúst 1990. Sam-
býliskona Alberts
Torfa er Steinunn
Lilja Pétursdóttir
leikskólakennari, f.
20. desember 1978.
Sonur Alberts er
Ásgeir Þór, f. 13.
ágúst 2003, og börn
þeirra Steinunnar
Kristján Pétur, f. 5.
desember 2004,
Arnar Óli, f. 28.
mars 2010, og Elva Dís, f. 21.
nóvember 2012. Unnusta Arnars
Inga er Eva Dögg Guðmunds-
dóttir, nemi í Kennaraháskól-
anum, f. 27. nóvember 1984. For-
eldrar Svandísar eru Elsa Heike
Jóakimsdóttir teiknari, f. 28.
mars 1936, og Torfi Jónsson
Fallinn er frá ungur maður í
blóma lífsins. Haraldur stundaði
nám m.a. í Myndlistarskóla
Reykjavíkur. Hann dreymdi um að
ná langt í myndlistinni en þar var
hugur hans bundinn. Hann var
nemandi minn í leturgerð og sýndi
þar sem í öðru miklar framfarir.
Hann var síteiknandi og eru mál-
verk hans fjölmörg af vinum og
módelum. Nú síðast fékk hann inn-
göngu í listaskóla í Stokkhólmi,
Atelier Stockholm. Hann var mikið
í grafík, aðallega dúkristu. Gott
dæmi um færni hans í dúkristunni
er myndskreyting hans fyrir bók-
ina „Nú kveð ég þig Slétta“ eftir
Einar Sigurðsson. Í Stokkhólmi
vann hann mikið með form og lín-
ur. Haraldur var vinsæll meðal
nemenda skólans og litið upp til
hans sem hugmyndaríks nemanda.
Haraldur var mikið ljúfmenni
og einstaklega barngóður. Hann
hafði næmt auga fyrir andlitum
barna og eru frábærar teikningar
til af börnum jafnt sem fullorðnum
eftir hann. Það var einstakt sam-
band milli hans og afans, en það
var ég.
Torfi Jónsson.
Elsku Haraldur.
Það er sárt að hugsa til þess að
ég fái ekki að sjá þig aftur, litla
frænda minn með fallegu brúnu
augun. Við brölluðum ýmislegt
saman á æskustöðvunum í Garða-
bæ, í garðinum hjá ömmu og afa.
Eftir því sem árin liðu tognaði á
samskiptum á milli okkar frænd-
systkinanna eins og gengur og
gerist, en það er merkilegt að
hugsa til þess að ég og þú áttum
óvenju margar og góðar samveru-
stundir á árinu sem er að líða. Allt-
af tókstu utan um mig og fagnaðir
mér svo vel og innilega. Mér þótti
afskaplega vænt um það. Nú eru
þessar stundir dýrmætar minning-
ar sem ég mun ávallt geyma.
Ég hef alltaf dáðst að því hvað
þú varst hæfileikaríkur á myndlist-
arsviðinu, þú bjóst einfaldlega yfir
einhverri snilligáfu. Núna undir
þitt síðasta snerust okkar samtöl
og heimsóknir að mestu um mál-
verkin þín og sérstaklega um fal-
legu myndina sem þú málaðir af
afa sem féll frá fyrr á árinu. Því-
líkur metnaður sem bjó í þér, ég
held að þú hafir málað þrjár mynd-
ir áður en þú varst orðinn sáttur og
lést mér eftir eina mynd. Þessi
mynd er okkur mömmu afskap-
lega dýrmæt í dag og mun ávallt
vera minnisvarði um þig og þá
hæfileika sem þú bjóst yfir. Ég
man svo vel eftir þér í vor heima
hjá afa í Garðó þar sem við
ákváðum með leynd að koma
mömmu á óvart með þessari
mynd. Þú varst heldur betur til í
það, þú með þinn skemmtilega
húmor og yndislega glott. Ekki
leið á löngu þar til ég kíkti í mynd-
listarskólann í Kópavogi þar sem
þú labbaðir með mig um allt til að
sýna mér hvað þú og aðrir voru
með í vinnslu en þar fór fram gerð
myndarinnar meðal annars. Ég
kíkti líka til þín heim í Garðabæinn
og fékk að sjá öll fallegu verkin þín
sem þú varst að vinna að þar. Í síð-
asta skiptið sem ég hitti þig var ég
heima hjá mömmu og þú komst til
að færa henni myndina. Yndisleg-
ur að vanda og lékst á als oddi með
þína skemmtilegu takta og fram-
komu. Öll þessi verk eru fjölskyld-
unni ómetanleg í dag. Ég fann al-
veg hvað þér þótti vænt um þessa
iðju og varst stoltur þegar þú
sýndir mér þetta allt. Ég tala nú
ekki um hvað þú varst spenntur
þegar þú fékkst inngöngu í frá-
bæran skóla sem þú byrjaðir í síð-
astliðið haust úti í Svíþjóð. Ég var
svo ánægð fyrir þína hönd og
hlakkaði til að fylgjast með þér. En
lífið getur verið svo hverfullt og
þungbært. Maður reynir að skilja
af hverju en svörin standa á sér.
Ég vil helst trúa því að þú sitjir
þarna uppi á bólstruðu skýi og
málir fyrir okkur fallegt sólarlag
við hliðina á öllum hinum snilling-
unum, því þú varst sannkallaður
listamaður af guðs náð. Ég mun
hugsa til þín í hvert skipti sem ég
virði málverkið fyrir mér hér eftir
en ég trúi því að einhver æðri til-
gangur bíði þín sem okkur er ekki
ætlað að skilja.
Elsku frændi minn. Ég mun
aldrei gleyma þér og ég skal reyna
að passa upp á fjölskylduna þína
sem á um svo sárt að binda. Ég
sendi þeim öllum, Óla frænda,
Svandísi, Alberti og Arnari og
þeirra fjölskyldum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Ég veit að
elsku afi passar upp á þig ásamt
fleirum sem við söknum þarna
uppi. Megi friðurinn umlykja þig,
elsku frændi.
Matthildur frænka.
Ljúfur drengur hefur kvatt
þennan heim, allt of snemma.
Hann var fimm árum yngri en ég,
móðursystir hans, og því þekkt-
umst við vel þegar við vorum börn.
Ég man hann sem kátan og glaðan
dreng sem lítið fór fyrir, þótt hann
hefði aðhyllst á seinni stigum að
hlusta á rokktónlist á hæsta styrk.
Þegar ég síðar óx úr grasi og erill
náms og lífsbaráttu tók við var
minna um samvistir en ég fylgdist
alltaf með honum þótt fjarlægðin
væri meiri. Ég gladdist yfir því
sem vel gekk en það sem út af bar
hryggði mig og olli mér áhyggjum.
Sem barn, unglingur og ungur
maður var Haraldur afastrákur
mikill. Hann átti athvarf hjá afa
sínum. Saman áttu þeir mynd-
listina en á því sviði var upplag
hans einstakt. Ósjaldan leit ég inn
hjá pabba og hitti þar fyrir Harald,
sem mætti mér með ljúfu og hæg-
látu fasi og kímnu augnaráði. Ég
kann honum mikla þökk fyrir að
hafa verið föður mínum svo mikill
vinur. Enda nutu þeir félagsskap-
ar hvor annars.
Síðustu misserin af alltof stuttu
lífshlaupi Haraldar blómstruðu
hæfileikar hans og þeim sem til
þekktu var ljóst hve burðum hans í
listinni voru lítil takmörk sett. Við-
kvæmni var á hinn bóginn ríkjandi
í persónuleika Haraldar og líkt og
er algengt hjá svoleiðis mönnum
gat hann verið sjálfum sér erfiður
og harður.
Brotthvarf hans minnir okkur
sem eftir stöndum á hve lífið er
brothætt þegar grunnt er á kviku.
Ég horfi til himins og óska þess að
Haraldur hefði mátt líta hina bjart-
ari tóna í meira mæli og náð betri
fótfestu og jafnvægi í lífinu á
grundvelli hæfileika sinna.
Elsku Svandís systir og Óli,
pabbi og Heike, mikill er harmur
ykkar að sjá á eftir barni ykkar og
barnabarni. Elsku Albert Torfi og
Arnar Ingi, þið syrgið kæran bróð-
ur ykkar og félaga. Megi minning
hans vera böðuð í birtu. Far vel
elsku besti drengur.
Hinsta kveðja,
Guðrún Inga Torfadóttir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Mig langar að kveðja hinstu
kveðju kæra frænda minn, hann
Harald, en hann lést laugardaginn
6. desember í Stokkhólmi. Hvern
hefði órað fyrir, mitt í miðjum jóla-
undirbúningi, að það myndi
myrkva snögglega. Minningar um
þennan unga, fallega og hæfileika-
ríka frænda streyma fram, en
þarna var mikill karakter á ferð, já
ljúfur, yndislegur, brosmildur og
kátur, já, alltaf svo bjart í kringum
hann, þannig mætti ég honum allt-
af. Hann byrjaði snemma með
blýantinn og pensilinn á lofti og
ekki svo langt síðan að hann sýndi
mínum strák handtökin. Síðastliðið
haust lagði hann af stað með alla
sína hæfileika og kunnáttu þar
sem hann hóf nám við listaháskól-
ann Atelier í Stokkhólmi. Rosalega
var ég glaður að heyra það, enda
svo mikil hæfileikamaður á ferð
eða hreinlega snillingur. Það eru
ófá listaverkin eftir þig, elsku
strákurinn minn, svo mikið í þau
lagt og eitt verk sem er uppi á vegg
heima hjá mömmu þinni og pabba
hélt ég að væri eftir einn af voða
frægum en nei það varst þú sem
varst svo frægur að gera það verk
og alveg ómetanlegt það sem er til
eftir þig. Annað verk sem þú gerð-
ir af mikilli alúð var málverk af
honum pabba heitnum sem lést
fyrr á árinu, það er svo mikils virði
bæði að sé til mynd af pabba mín-
um og að hún skuli vera eftir þig,
var einmitt alltaf á leiðinni að fara
panta af þér svona málverk og eins
langaði okkur svo mikið til þess að
biðja um eina mynd af litlu stelp-
unni okkar, en maður heldur alltaf
að nægur tími sé framundan, að
það sé svo sjálfgefið að það sé hægt
að geyma hitt og þetta.
Sunnudagskvöldið áður en við
fengum fréttirnar fór ég ásamt
konu minni og sótti pabba þinn og
keyrðum við upp í kirkjugarð til að
vitja leiða ömmu þinnar og afa, það
var svo fallegt yfir að líta, svo frið-
sælt, jólasnjór, jólaljós og við
kveiktum á kerti, tókum svo smá-
rúnt og vorum einmitt að spyrja
svo mikið um þig elsku frændi,
hvernig þér líkaði, hvernig þér
gengi í náminu, hvernig þú hefðir
það og svo var svo mikil tilhlökkun
í honum pabba þínum þar sem
hann átti von á þér heim þrem dög-
um seinna í jólafrí. Minning um
frábæran og hæfileikaríkan
frænda lifir í huga ástvina um allar
ókomnar stundir.
Elsku frændi, hvíl þú í friði, við
horfum til himins og vitum þegar
við sjáum listaverk í skýjunum að
það ert þú, snillingurinn frændi,
sem hefur teiknað í skýin fyrir
okkur.
Elsku Óli bróðir, Svandís, Al-
bert, Arnar og fjölskylda, við vilj-
um votta ykkur og fjölskyldu ykk-
ar innilega samúð okkar við fráfall
fallega Haraldar ykkar og megi
guð veita ykkur styrk á erfiðri
stundu.
Andri Már Helgason, Mar-
grét Huld Guðmundsdóttir.
Elsku besti vinur minn, ekki
datt mér í hug að okkar kveðju-
stund myndi koma svona fljótt.
Missirinn er sárari en orð fá lýst,
en á sama tíma er ég gífurlega
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
vin öll þessi ár. Það sem byrjaði
sem stutt símtal endaði oftast í
klukkustunda samræðum um allt
milli himins og jarðar. Alltaf leynd-
ust gullkorn og sannleikur í því
sem þú sagðir, hugmyndir sem ég
hef getað nýtt mér í mínu daglega
lífi. Þegar við hittumst var fundið
eitthvað að gera, enda ekki vanur
að láta þér leiðast. Þú varst alltaf
að hugsa eitthvað, gera eitthvað
eða búa eitthvað til. Hæfileikarnir
skinu af þér og þú gafst svo mikið
frá þér. Þú hefur kennt mér svo
ótrúlega margt og fékkst mig til að
sjá listina í lífinu eða réttara sagt
að lífið er list. Það er sárt að hugsa
til alls þess sem við áttum eftir að
gera saman en þú munt fylgja mér
í öllu sem ég geri þar til leiðir okk-
ar mætast á ný. Þín eilífðarvin-
kona,
Heiður.
Í dag kveð ég góðan vin, hæfi-
leikaríkan, sjarmerandi, einlægan,
ljúfan, fyndinn, fallegan vin, sem
ég hélt að ég myndi þekkja alla
ævi. Þetta líf getur verið svo skrít-
ið.
Ég er búin að leita að réttu orð-
unum til að skrifa sem kveðjuorð
til þín í nokkra daga en þau er erf-
itt að finna. Ég fann setningu í einu
af okkar löngu orðasendingum á
netinu, þar sagði ég við þig:
„Stjörnurnar verða alltaf til en ég
er hverful.“ Þetta áttu að vera
hvatningarorð til þín til að standa á
eigin fótum, ég gerði ekki ráð fyrir
að ég og stjörnurnar yrðum eftir
og þú myndir hverfa á brott.
Elsku Haraldur, ég sakna þín
og mun aldrei gleyma þér.
Ég hlakka til að hitta þig á öðr-
um stað, í öðru lífi og hlæja með
þér.
Takk fyrir að hafa snert líf mitt.
Elsku Óli, Svandís, Albert,
Steinunn, Arnar, Eva og Torfi,
hugur minn er hjá ykkur.
Ykkar vinkona,
Guðrún.
Ævistarf listmálarans Haraldar
Ólafssonar, hjartfólgins frænda
míns, er rétt að hefjast þegar ljósið
slokknar skyndilega. Félagar
hans, penninn og pensillinn, hreyf-
ast nú ekki lengur og síðasta
skissubókin verður ekki fyllt. Á
auðar síður hennar verður ekki
sett annað en fögur fyrirheit um
glæstan feril.
Myndlistin átti hug hans allan
enda bjó Haraldur yfir þeim kost-
um sem eru lykillinn að góðum
listamanni: hæfileikum og tak-
markalausum áhuga til að kanna
möguleikana sem felast í listrænni
tjáningu. Verkin sem hann skilur
eftir handa okkur bera með sér að
gerandinn var hallur undir kímni
og sprell sem þó felur í sér tilfinn-
ingu fyrir angist og jafnvel lífs-
háska. Haraldur leitaði talsvert í
list þýsku expressjónistanna frá
fyrstu áratugum síðustu aldar, list
sem spratt af samfélagslegum um-
brotum og upplausn heimsmyndar
og kannski var því einmitt þannig
farið hjá Haraldi, sem lifað hafði
brokkgengu lífi, en barðist jafn-
framt hetjulega til að halda veröld-
inni saman.
Eftir nokkurra ára nám við
Myndlistaskólann í Reykjavík var
hann kominn á réttan stað, í lítinn
listaskóla í Stokkhólmi sem sér-
hæfir sig í þjálfun listnema í raun-
særri myndlist. Skýr stefna og það
nána samfélag sem skólinn bauð
upp á hefði gert frænda mínum
gott, hvort heldur í lífi sem í list-
inni. En lengra varð ekki komist.
Haraldur var gæddur persónu-
töfrum og hvers manns hugljúfi,
einlægur, ljúfur og vinmargur.
Samband hans við Torfa afa sinn
var um margt einstakt, þeir voru
miklir félagar þar sem samtal um
myndlist var í öndvegi.
Ég kveð þennan góða og
hugumprúða frænda minn með
sorg og virðingu fyrir því sem
hann lætur eftir sig.
Jóhann Ludwig Torfason.
Haraldur Ólafsson
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN GUÐRÚN EINARSDÓTTIR,
Brautarlandi 9, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
28. nóvember.
Útför hennar fór fram í kyrrþey 10. desember að hennar ósk.
.
Einar Ragnarsson, Gerður J. Pálsdóttir,
Brynhildur A. Ragnarsdóttir, Ólafur Bjarnason,
Jón Ragnarsson, Gyða Þ. Halldórsdóttir,
Þorgerður Ragnarsdóttir, Gísli Kr. Heimisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra
GUNNARS S. GUÐMANNSSONAR,
Nunna,
Kleppsvegi 46,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar Landspítala.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar
á komandi ári.
.
Anna S. Guðmundsdóttir,
Haukur Gunnarsson, Elín J.G. Hafsteinsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir, Bjarni Jóhannesson,
Hildur Gunnarsdóttir, Hjalti Jensson,
Þorgerður Gunnarsdóttir, Guðmundur Kjartansson,
Magnús Gunnarsson, Monika Borgarsdóttir.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ÞÓRS GUÐJÓNSSONAR,
fyrrverandi veiðimálastjóra,
Fjölskylda Þórs.
✝
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar og systur,
LAUFEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Hofstöðum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Dvalarheimilis aldraðra og sjúkrahússins
í Stykkishólmi fyrir einstaka alúð og hlýju
við umönnun hennar. Guð blessi ykkur öll.
Valgerður Gunnarsdóttir, Jón V. Ásgeirsson,
Kolbrún Gunnarsdóttir, Jón Guðmundsson,
Guðmundur Á. Gunnarsson, Erla Þórðardóttir,
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinsemd vegna andláts ástkærs sonar okkar,
bróður, mágs og frænda,
ÁRNA JÓHANNSSONAR
framhaldsskólakennara,
Holtateigi 48,
Akureyri,
sem lést aðfaranótt miðvikudagsins
26. nóvember.
Sérstakar þakkir færum við öllu KA-fólki og starfsfólki VMA.
Jóhann Helgason, Sigríður Árnadóttir,
Stefán Jóhannsson, Karólína Margrét Másdóttir,
Helgi Jóhannsson, Kristín Sólveig Eiríksdóttir,
Hólmfríður Jóhannsdóttir, Unnar Vilhjálmsson,
Sigríður Jóhannsdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Eiríkur S. Jóhannsson, Friðrika Tómasdóttir,
Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Guðmundur Örn Sverrisson,
frændsystkini og fjölskyldur.