Morgunblaðið - 19.12.2014, Page 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er auðvelt að vera vitur eftir á.
Yndisleg manneskja gæti komið í heimsókn í
eftirmiðdaginn. Raðaðu hlutunum svo eftir
mikilvægi þeirra.
20. apríl - 20. maí
Naut Látið ekki blekkjast af sérkennilegri
framkomu. Ekki hafa allir sömu skoðanir og
viðhorf til lífsins og þú.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt þú hafir í mörg horn að líta
máttu ekki gleyma vinum þínum. Þú átt á
hættu að fara yfir strikið í samskiptum við
maka eða náinn vin.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það getur reynst erfitt að greina á
milli þess sem má og hins sem ekki gengur.
Ertu með á nótunum? Ertu við? Þú þarft að
vera vakandi til þess að hreppa svona hnoss.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Lærðu að slappa af, þú vinnusama
fluga! Í stað þess að dreifa þér skaltu ein-
beita þér að einu verki eða manneskju í einu.
Allir hafa gott af tilbreytingu svona öðru
hvoru.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú finnur löngun hjá þér til að gera
eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess
fyrr en síðar. Segðu vinum þínum frá framtíð-
aráætlunum þínum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Áform þín um að bæta heimilið eða fjöl-
skylduna munu fá þann stuðning sem þú hef-
ur óskað eftir. Helgaðu þig gömlu takmarki
upp á nýtt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ættir að eiga betra með að
einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér tak-
mark. Fyrr má nú vera! Á hinn bóginn þarf
ekki öllum að líka við þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að setja hlutina í for-
gangsröð og fylgja þeim fast eftir. Stuð dags-
ins verður frábært umræðuefni á öllum þeim
samkomum sem þér ber að mæta á í náinni
framtíð.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gerðu það eina rétta. Breytingar
breytinganna vegna gefast nefnilega yfirleitt
illa. Segðu já við áhugaverða manneskju sem
þú hittir við skemmtilegar aðstæður.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Notaðu tímann til þess að skoða
hvernig þú getur bætt vinnuaðstæður þínar
eða vinnuaðferðir. Hvers konar verslunar- og
viðskiptaferðir ættu að verða ánægjulegar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt hver dagur virðist öðrum líkur í
vinnunni hefur hver sitt snið ef að er gáð.
Leyfðu óreiðunni að leiðbeina þér í rétta átt.
Í síðustu viku hafði Björn Ingólfs-son orð á því á Leirnum að það
væri stundum verið að auglýsa tví-
reykt fjallkonulær.
Þó að það teljist tvisvar reykt
tönnlast það illa í munni
og líkast til er það ljótt og seigt
lærið af Fjallkonunni.
Ólafur Stefánsson var ekki á
sama máli:
Lærin eru lostamjúk,
en lélegt þitt minni,
og herði stundum frost og fjúk,
að Fjallkonuskinni.
Hjálmar Freysteinsson kvaðst
hafa eytt vísu Björns Ingólfssonar
óvart, en gott væri að fá hana aftur.
Og bætti svo við:
Í hljóði ég bæn mína bið;
bara að losni ég við,
þá götu að feta
að fara að eta
Fjallkonu-magála og -svið.
Þetta kveikti í Jóni Arnljótssyni:
Vísu Bödda óvart eyddi,
aftur svo um hana beiddi.
Hugsaði um svið
og harðreyktan kvið,
þvílíkt af sér læknamistök leiddi.
Jóni þótti veður válynd á þriðju-
dag sem von var:
Loftsins heiði hugsar flátt,
höfðum rósir loki,
norðurljósin dansa dátt,
dregur að leiðu roki.
Og þann hinn sama dag skrifaði
Davíð Hjálmar Haraldsson í Leir-
inn: „„Gufuvitlaust veður“ sagði
Gísli fréttamaður úr síðasta byl.
Hann leitar uppi versta veðrið á
hverjum tíma í fréttir sínar.
Göslast víða Gísli má
og gufuvitlaus segir frá.
Á stórum jeppa og sterkum fer
og stundum veit hann hvar hann er.“
Ágúst Marinósson segir að gefnu
tilefni:
Höfuðborgin hroll mér vekur
hef ég beyg af mörgu þar.
Mammonshöllin Harpan lekur
hundar skíta á göturnar.
Ármann Þorgrímsson á þessa
fallegu vísu, sem hann orti þegar
hann fékk góðan gest í heimsókn –
„bráðum 6 ára“:
Ekki meira um ég bið
á mig sól og stjörnur skína,
langafi nú leikur við
litlu prinsessuna sína.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Fjallkonumagál,
norðurljósum og Hörpu
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVA‘RTA BÚA TIL?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þarna úti einhvers
staðar.
NÚ HEFST
ÞÁTTURINN
„GRÍN OG GABB“
TEDDI HEFUR SETT ÍKORNA Í
HANDTÖSKUNA HJÁ SIGÞRÚÐI KONU
SINNI. SJÁUM HVAÐ GERIST...
ÖÖÖ,
SIGÞRÚÐUR,
ÁTTU NOKKUÐ
TYGGJÓ?
OG NÚMERIÐ
HJÁ GÓÐUM
SKILNAÐAR-
LÖG-
FRÆÐINGI?
VEISTU HVERS
ÉG SAKNA
ALLT Í EINU?
BJÓRS OG HARÐSOÐINNA
EGGJA...
HVERS?
ÉG ER
MJÖG
Á NÁLUM.
ER MIKIÐ FYRIR
SAUMASKAP –
EÐA HANA KLÆJAR.
Víkverji samgleðst þeim sem hafafengið skuldaleiðréttingu. Þeim
líður örugglega flestum betur nú en
áður og það er af hinu góða. Búbót-
inni má líkja við litlu jólin og þá
styttist í sjálf jólin. Hvað þá verður í
pökkunum á eftir að koma í ljós.
x x x
Víkverji hefur alla tíð stigið var-lega til jarðar þegar um fjárfest-
ingar hefur verið að ræða og gætt
þess að vera borgunarmaður fyrir
öllum skuldbindingum. Hann hefur
sniðið sér stakk eftir vexti og í kjöl-
far hrunsins tók hann út séreign-
arsparnað, greiddi af honum skatt
og greiddi upp öll lán.
x x x
Uppgreiðslan kom ekki til af góðu.Þriðjungur sparnaðar Víkverja
í svonefndum peningamarkaðs-
bréfum var hirtur af honum með
einu pennastriki og hann óttaðist að
afgangur sparnaðar færi sömu leið.
Ekki háar upphæðir miðað við töl-
urnar sem voru í umræðunni en
engu að síður munaði Víkverja um
þessar krónur, sem voru teknar af
honum á einni nóttu. Skuldlaus var
hann líka sem fuglinn frjáls.
x x x
Víkverji sótti um leiðréttingu áverðtryggðum íbúðalánum. Með
skuldlausa stöðuna í huga átti hann
ekki von á „happdrættisvinningi“ og
því kom honum ekki á óvart þegar
hann fékk tölvupóst frá ríkisskatt-
stjóra í byrjun nóvember sl., þar
sem slegið var á allar væntingar.
x x x
Í bréfinu kom fram að hjá nokkrumhópi umsækjenda um leiðréttingu
á verðtryggðum fasteignaveðlánum
lægju niðurstöður ekki fyrir.
Lokaorðin gátu ekki verið skýrari.
„Búast má við að niðurstaða vegna
umsóknar þinnar liggi fyrir fljótlega
og þá mun þér verða tilkynnt um það
með tölvupósti“.
x x x
Niðurstaðan kom í vikunni. „Þarsem leiðréttingarfjárhæð heim-
ilisins er 20.000 kr. eða lægri fellur
réttur til leiðréttingar niður.“ Vík-
verji átti svo sem ekki von á neinu og
sefur áfram rólegur. víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er hlutdeild mín, segir sál
mín, þess vegna vona ég á hann.
(Harmljóðin 3:24)