Morgunblaðið - 19.12.2014, Síða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
AbsorBurn®
Kælir brunasár hratt og lengi
Gott að eiga um jól og áramót:
Fæst í öllum apótekum. Umboðsaðili: Celsus ehf.
�Minnkar sársauka strax
� Kaldur gelsvampur & fljótandi gel
� Helst vel á, dettur ekki af
� Lækkar hita í sári um 6-7°C
� Tea Tree & Lavender
- sótthreinsar, róar & deyfir.
Fyrsta hjálp á 1. og 2. stigs
brunasár. Gott að eiga
um jól og áramót
við eldamennsku
og meðferð flugelda.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Í nýrri skáldsögu rithöfundarins
Bjarna Bjarnasonar, Hálfsnert
stúlka, tekst hann á við grundvall-
arspurningar um tengsl mannfólks-
ins sín á milli, um bókmenntahefð og
arf þjóðarinnar um leið og hann leið-
ir lesanda inn í dularfullan heim
skógarstúlku og sálgreinandans sem
reynir að rétta henni hjálparhönd.
„Sagan segir frá því er 12 ára stúlka,
Sylvía að nafni, villist í skógi fyrir ut-
an Darwin í Ástralíu og vafrar út úr
honum 11 árum síðar, þá illa á sig
komin og í annarlegu ástandi. Þegar
menn spyrja hvar hún hafi verið
dregst fátt upp úr henni þangað til
hún kemur til sálgreinanda í Berlín.
Þar segir hún sögu sína og heldur
því fram að hún hafi dvalið hjá
heimsfrægum konsertpíanista, gam-
alli konu, Irenu Kertowitz að nafni.
Þegar á líður skýrist nokkuð hvaða
sannleika sumar fantasíur hennar
geymdu undir niðri.“
Að sögn Bjarna er þetta raunsæ
skáldsaga sögð frá sjónarhóli sál-
greinandans Róberts sem sjálfur
reynir að sálgreina sig eftir áfall í líf-
inu: „Hann hefur sína djöfla að
draga og vill ekki taka við stúlkunni
en neyðist til þess. Þeirra mörgu for-
tíðdjöflar kynnast svo sín á milli og
æxlast í eigin skuggaveröld eins og
gerist oft þegar fólk kynnist. Í gegn-
um samtölin við Róbert og í aðferð
hans má svo greina vissa ást-
ardulhyggju. Ef hjálpa á manneskju,
þarf þá ekki samþjáningu? En hve
langt gengur sú samþjáning? Hverju
ert þú, eða hinn þjakaði og útskúfaði
bættari þegar þú ert kominn inn í
dýpstu þjáningu hans? Hvernig er
umhorfs inni í þjáningu mannsand-
ans? Getur maður eitthvað aðhafst
ef maður kemst þangað inn eða taka
örlögin þar öll völd af manni?“
Vangaveltur um hið sjálfsagða
Að sögn Bjarna veltir sagan upp
spurningum um eitt og annað sem
talið er sjálfsagt.
„Eru til áföll sem aldrei er hægt
Úr hugarheimi sálgreinandans
Morgunblaðið/Kristinn
Bókmenntir Bjarni Bjarnason rithöfundur veltir fyrir sér mannlegum tengslum í nýrri bók sinni Hálfsnert Stúlka.
að komast yfir, sem gera ein-
staklinginn að fórnarlambi til fram-
búðar? Hvað er innst í hugarheimi
slíks fórnarlambs? Ef komast á yfir
áfall sem eyðileggur manneskju, er
það þá aðeins með því að verða ann-
ar? Hefur viðkomandi þá komist yfir
áfallið, eða er um nýja persónu að
ræða? Þetta eru spurningar um
hversu mikil áföll við komumst yfir
og ef við gerum það með aðstoð ann-
arra þá er spurning hvort þeir kom-
ist yfir eigin veittu hjálp.“
Bjarni spyr sig enn fremur í sög-
unni hvort við eigum okkur ekki öll
innri goðsagnir:
„Hér er ég að skoða það sem við
trúum á þótt svo við séum ekki endi-
lega trúuð í hefðbundnum skilningi.
Við eigum okkar eigin dagdrauma
sem safnast saman í okkar innri
draumaheimi sem getur verið goð-
sagnakenndur og innblásinn af fyr-
irmyndum. Skógarstúlkan Sylvía lif-
ir mikið til í slíkum heimi og á þar
fyrirmynd í Díönu prinsessu, en
hennar draumar voru margir skráð-
ir í bókinni Diana’s Dreams. Í sög-
unni er samantekið úrval þeirra þar
til úr verður draumaævi goðsagnar.“
Hér spyr Bjarni lesandann hvort
tilfellið sé að ef einhver geti ein-
angrað innsta kjarna goðsögu,
innsta kjarna einstaklings, hvort
hann hafi þá vald yfir viðkomandi, til
góðs eða ills, og hvort það vald hafi
áhrif á þann sem höndlar það.
Brýtur þjóðleg viðhorf
Hálfsnert stúlka fjallar hvorki um
Íslendinga né gerist hún hér á landi
enda segist Bjarni oft hafa verið
spurður að því hvort verk eftir hann
séu í rauninni þýðingar. Jafnvel hafi
því verið haldið fram í umfjöllun um
verk hans. Bjarni segir enn loða við
suma landsmenn sú þjóðernisróm-
antíska sýn að ef sagan fjallar hvorki
um Ísland né Íslending þá sé hún
ekki um neitt og þá missi tungumálið
veruleikatengingu og svífi út í geim
merkingarleysunnar. „Fyrir löngu
er orðið viðurkennt í myndlist að
myndefnið þarf ekki að vera íslenskt
en málverkið verður samt talið ís-
lenskt listaverk. Ekki mundi hvarfla
að heimspekingi hér á landi að
spyrja hver væri tilgangur Íslend-
ings með lífinu þótt slík spurning
gæti orðið gott uppistand hjá
skemmtikrafti. Skáldsagan er enn á
þeim stað að hún þarf helst að fjalla
um Íslendinga eða gerast á Íslandi,
til að hana megi taka alvarlega.“
Bjarni bendir á að sú frásagn-
artækni sem þróast hefur í íslenskri
hefð segi ekkert um það hvað eigi að
skrifa um, því þá væri hún skilyrt og
ekki verkfæri frjálsrar hugsunar.
„Þegar íslensk frásagnarhefð er tek-
in út úr rammanum: „land, þjóð og
tunga, þrenning sönn og ein,“ og
skrifað er um eitthvað allt annað
losna áhugaverðir kraftar úr læð-
ingi. Í slíkum texta verður gjarnan
bersýnilegra hvað hugsun ein-
staklings úr okkar menningarheimi
hefur upp á að bjóða í sjálfu sér.“
Stoðirnar og tilfinningin
Bjarni segir ferlið að baki bókinni
hafa tekið sjö ár og verið kaflaskipt.
„Það eru nokkrar stoðir undir verk-
inu eins og flestum byggingum. Sú
fyrsta er hugmyndin að draumævi
Díönu, þar sem viðleitnin er að ná
kjarnanum úr lifandi goðsögn. Þegar
ég svo hafði þennan innsta lífsneista
skáldsagnapersónu í höndunum
vaknaði spurningin um hvað ég ætti
að gera við hann, hvar hann ætti
heima. Það var ekki fyrr en ég í brí-
aríi fékk þá hugdettu að skrifa um
rauðhettulega stúlku sem týnist úti í
skógi, að önnur stoð verksins tók á
sig textamynd. Þriðja og síðasta
grunnstoð verksins kom svo þegar
ég hlaut styrk til að skrifa í sex vikur
á 4 stjörnu hóteli í Charlottenburg í
Berlín. Ég mátti panta vín og mat að
vild, og bjóða hverjum sem var í
veislu, kertalogarnir sáu um alla
reikninga. Við þessar allsnægtir tók
mér að leiðast óskaplega og sat mik-
ið við gluggann í hótelherberginu
með hönd undir kinn. Mér varð oft
starsýnt inn um svaladyr handan
götunnar á ábúðarfullan mann við
skrifborð. Óviss um hvort þarna
væri um heimili manns að ræða eða
vinnustað var mér þó ljóst að hann
átti í samræðum við einhvern. Senni-
legt þótti mér að þarna væri sál-
greinandi á ferð og gerði mér upp
samræður við hann um verk mitt og
vandræðin sem ég hafði ratað í með
það. Smám saman tók rödd hans yfir
mína og þar með fæddist sögu-
mannsröddin.“
Þegar stoðirnar þrjár voru komn-
ar varð sagan svo til í samtali Bjarna
við sjálfan sig:
„Öll þessi undirstöðuatriði sem ég
hef nefnt kveiktu margar ágengar
raddir innra með mér sem ég þurfti
að hleypa út án þess að nokkur fatt-
aði að ég hefði misst vitið. Þá var
gott að vera í Læknishúsinu á Eyr-
arbakka og ganga í hringi þar til
húsið fylltist af röddum og dagurinn
leið hratt í samtölum við svipmyndir
af fólki. Ég hló hátt með sumum, átti
í háværum rifrildum við aðra, henti
sumum út sem voru leiðinlegir, og
lenti í að vera hent út af öðrum. Þeg-
ar það gerðist endaði ég í snautleg-
um göngutúrum um bæinn með
vinalegum lausagangshundum sem
stöppuðu í mig stálinu þar til ég
hætti mér inn í hávaðann aftur. Það
má segja að lokaferlið hafi verið
langt samtal við sjálfan mig og innri
persónur þar til lesandinn sagði
þeim og mér að steinþegja og reif af
mér bókina.“
Hálfsnert stúlka er glæný skáldsaga rithöfundarins Bjarna Bjarnasonar Sagan fjallar um stúlku sem
vafrar út úr skógi 11 árum eftir að hafa týnst Bjarni leitar svara við grundvallaspurningum í bókinni
geyma níu lög
sem Ragga
hefur sagt
innblásin af
ljóði Kristínar
Jónsdóttur frá
Hlíð, Svefn-
ljóð, sem hún
syngur við glæsilegt titillag plöt-
unnar. Fínasta tónsmíð hjá Röggu
og útsetningin skemmtilega
drungaleg.
Flest lögin eru hæg og ljúf en
misgrípandi og platan minnir um
margt á hina ágætu plötu Röggu,
Vetrarljóð. Eitt lag af þeirri plötu,
„Landgang“, má finna á þessari í
heldur ólíkri útsetningu. Hvers
vegna Ragga ákvað að taka það
aftur fyrir er á huldu en lagið er
gott við tregafullt ljóð Hallgríms
Helgasonar og fellur vel að plöt-
unni í heild. Ragga syngur lögin
af mikilli tilfinningu, söngurinn
ægifagur og seiðandi á köflum og
hætt við að hlustanda renni í
brjóst. Enda eru þetta svefnljóð,
kjörin til þess að sofna út frá.
„Lifandi vatnið“ er t.a.m. undur-
fallegt, þar nær söngur Röggu
hvað mestum hæðum og dimmar
raddir karlatríós óma undir og
veita laginu góða fyllingu. Mæli
Platan er ljóðrænn seiður áíslenskri tungu sem leiðirhlustandann inn í ástandhvílunnar. Þó að ókyrrð
heimsins og myrk öfl tilverunnar
séu innan seilingar þá fljóta þau
um í sefjandi andrými þar sem
hlustandinn er ávallt umvafinn
móðurlegum faðmi.“ Þannig er
Svefnljóðum, áttundu hljóðvers-
skífu Röggu Gröndal, lýst á vefn-
um Tónlist.is og nær lýsingin
ágætlega utan um stemninguna á
plötunni. Svefnljóð hefur að
Í móðurlegum
faðmi Röggu
Rólegheitapopp
Ragga Gröndal – Svefnljóð
bbbmn
Áttunda hljóðversskífa Röggu Gröndal.
Tónlist og textar eftir Röggu fyrir utan
ljóð eftir Hallgrím Helgason, Sigurð
Pálsson og Kristínu Jónsdóttur frá Hlíð.
Guðmundur Pétursson, Haukur Grön-
dal, Claudio Spieler, Birgir Baldursson,
Matthías Hemstock og Pálmi Gunn-
arsson leika á plötunni. Sena gefur út.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
TÓNLIST