Morgunblaðið - 19.12.2014, Page 46

Morgunblaðið - 19.12.2014, Page 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014 Þegar þú kaupir bökunardropa frá Kötlu, styður þú fjölfötluð börn til náms. Sunnusjóður hefur í meira en 30 ár aukið námsmöguleika fjölfatlaðra barna. Katla er helsti bakhjarl sjóðsins. DROPAR SEM LOFA GÓÐU www.sunnusjodur.is www.katla.is/dropar Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi diskur er hugsaður fyrir þá sem hafa áhuga á skapandi tónlist, nýjum hugmyndum og skýrri hugs- un,“ segir saxófónleikarinn Sigurðar Flosasonar um nýjan geisladisk sinn sem nefnist Tveir heimar. Titillinn vitnar til samruna ólíkra tónlist- arstíla, en diskurinn er á mörkum klassískrar tónlistar og djass. Diskurinn geymir þrjú stór tón- verk sem öll hafa verið skrifuð sér- staklega fyrir Sigurð á 30 ára tíma- bili. Verkin eru Changing times eftir Árna Egilsson, samið 2009, tekið upp sama ár og flutt af Sigurði, Kjartani Valdemarssyni og Einari Scheving; Skuggar af skýjum eftir Áskel Másson, samið 2013, tekið upp 2014 og flutt af Sigurði og Caput- hópnum undir stjórn Guðna Franz- sonar og loks Að leikslokum eftir Gunnar Reyni Sveinsson, samið 1982, tekið upp 1993 og flutt af Sig- urði, Reyni Sigurðssyni, Þórði Högnasyni og Matthíasi Hemstock. Að sögn Sigurðar á útgáfan sér langan aðdraganda, sem hófst þegar Gunnar Reynir skrifaði fyrir sig Að leikslokum þegar Sigurður útskrif- aðist út Tónlistarskólanum í Reykja- vík árið 1983. „Þó að ég sé nú að- allega að fást við djasstónlist sjálfur er ég menntaður á sviði klassískrar tónlistar líka og hef svolítið fengist við það. Verkið hans Gunnars Reyn- is gekk út á samtvinnun þessara tveggja tónlistarstíla,“ segir Sig- urður og bendir á að Gunnar Reynir hafi verið frumkvöðull í slíkum stíl- samruna hérlendis. „Ég fékk þá hugmynd að gaman gæti verið að halda áfram í þá átt og reyna að gera eitthvað sem tengdi saman þessa ólíku strauma. Þannig að með einhverra ára millibili laum- aði ég þessari hugmynd að bæði Ás- keli og Árna. Smám saman mótaðist þetta,“ segir Sigurður og tekur fram að hann sé mjög ánægður með út- komuna. „Þetta er að mörgu leyti viðamikið og metnaðarfullt verkefni og að sama skapi dýrt og flókið. Þetta á sjálfsagt litla sölumöguleika miðað við margt annað sem ég hef gert, en mér þykir mjög vænt um þetta verk- efni. Ég veit að bæði Árni og Áskell eru mjög glaðir með þessa útgáfu og ef Gunnar Reynir horfir á okkur ein- hvers staðar af himnum þá er ég al- veg viss um að þetta myndi gleðja hann líka, að sjá að einhver sé að skoða þessar hugmyndir hans meira.“ Spurður nánar um hvernig heim- arnir tveir mætast í tónverkunum segir Sigurður spunann vera lyk- ilatriðið. „Þetta gengur út á það að setja spunann inn í samhengi skrif- aðrar klassískrar tónlistar. Mitt hlutverk í þessu er að vera spinnandi einleikari. Ég spila líka nótur sem eru skrifaðar, en stór partur af því sem ég geri í öllum verkunum er spuni og það er þannig sem heim- arnir tveir mætast,“ segir Sigurður og bætir við: „Mér finnst svolítið heillandi að láta þessa tvo heima mætast skarpt í stað þess að reyna að búa til djassaða klassíska tónlist eða klassíska djasstónlist. Þannig mætast þessir tveir heimar ákveðið sem það sem þeir eru og hvorugur er að reyna að vera hinn.“ „Skapandi tónlist“ Morgunblaðið/Einar Falur Spuni „Mitt hlutverk er að vera spinnandi einleikari,“ segir Sigurður.  Tveir heimar eru á mörkum klassískrar tón- listar og djass Gunnlaugur Halldórssonarkitekt (1909-1986) hefurverið nefndur fyrsti mód-ernisti íslenskra sjónlista. Í þessari vönduðu bók er gefið ít- arlegt yfirlit yfir allar helstu bygg- ingar sem hann teiknaði, auk þess sem fjallað er um bakgrunn hans, nám, feril og hugmyndir að baki hús- unum sem hann teiknaði og risu eftir teikn- ingum hans víða um land, þar sem þau hafa haft varanleg áhrif á íslenska menningu og umhverfi. Meðal þekktustu verka Gunn- laugs má nefna hönnun þyrpingar verkamannabústaða við Hringbraut austan Hofsvallagötu sem Pétur segir hafa markað tímamót hér sem „fyrsta dæmi um heilsteypta íbúða- þyrpingu í anda módernisma“; íbúð- arhúsin Garðastræti 37, Smáragötu 7, Laufásveg 64-64a og Dyngjuveg 6; (hina umdeildu) viðbyggingu við Landsbankann í Reykjavík; Engla- borg við Flókagötu; endurbætur og viðbyggingar á Bessastöðum; Bún- aðarbankann í Austurstræti; bygg- ingar á Reykjalundi; Amts- bókasafnið á Akureyri; stöðvarhús Búrfellsstöðvar og Háskólabíó (þrjú síðastnefndu ásamt Guðmundi Kr. Kristinssyni). Saga Gunnlaugs er merkileg og afar vel skrifuð, eins og vænta má af hálfu höfundar. Pétur Ármannsson hefur lagt sig fram við að kynna fyrir þjóðinni helstu verk arkitekta, hug- myndir þeirra og gildi góðrar hönn- unar fyrir umhverfið. Hann hefur komið að ritun margra bóka og er þessi um Gunnlaug sannkölluð rós í hnappagat hans. Pétur dregur ekki dul á að honum finnst þessi merki arkitekt ekki vera nægilega kunnur. Í eftirmála hans segir: „Í ljósi sög- unnar er Gunnlaugur Halldórsson óumdeilanlega einn merkasti frum- kvöðull í íslenskri byggingarlist 20. aldar. Staða hans sem fyrsta sjón- lista-módernistans skipar honum við hlið formbyltingarmanna myndlistar á borð við Sigurjón Ólafsson, Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason, sem allir eru þjóðkunnir fyrir verk sín. Þegar íslenska byggingarlist ber á góma kannast flestir við Guðjón Samúelsson. Ýmsir arkitektar eft- irstríðsáranna eru einnig nafnkunnir fyrir vel unnin verk. Gunnlaugur Halldórsson er minna þekktur en margir þeirra og yngra fagfólk í arkitektastétt kannast vart við nafn hans og verk. Hvers vegna hefur hann ekki notið verðskuldaðrar at- hygli fyrir framlag sitt?“ (154) spyr Pétur og vandlætingartónninn er skiljanlegur eftir lestur á þessari vönduð bók um ævistarf Gunnlaugs. Gunnlaugur hélt kornungur til náms við Arkitektaskóla listakadem- ísins í Kaupmannahöfn, þar sem hann komst í kynni við alþjóðlegan funksjónalisma, og þótti standa sig afar vel. Gunnlaugur var á Íslandi sumarið 1930, þá 21 árs gamall og var strax farinn að láta að sér kveða í byggingarlistinni. Þremur árum síð- ar var það fréttaefni í Danmörku þegar hann varð yngsti útskrift- arnemi deildarinnar frá upphafi. Gunnlaugur kaus að halda heim að námi loknu, í stað þess að starfa í Danmörku, þar sem hann hefði að mati Péturs án efa átt glæsta fram- tíð. Hann tókst á við að kynna hug- myndir sína um arkitektúr og skipu- lag fyrir Íslendingum, greinilega oft við lítinn skilning, en Gunnlaugi var til að mynda aldrei falið að teikna hér kirkju. En eftir hann standa reisuleg og markverð hús af ýmsu tagi, þótt einnig sé vissulega sárt að sjá teikningar og módel af bygg- ingum sem hann vann að en risu aldrei. Honum stundum til mikilla sárinda. Er það miður því um er að ræða mun heilsteyptari og stíl- hreinni verk en mörg önnur sem risu. Bókin er afar stílhrein, í anda hönnunar Gunnlaugs. Bundin í grófa strigakápu og fagmannlega brotin um, þar sem breiður megindálkur fyrir megintextann liggur að kili og breið spássía út að jaðrinum, þar sem tilvitnanir eru birtar sem og minni ljósmyndir og teikningar en stærri myndir eru flestar í sömu breidd og meginmálið. Fjöldi ljós- mynda af byggingum Gunnlaugs frá ýmsum tímum, auk teikninga og módela af húsum sem ekki risu, gæða verkið tilhlýðilegu lífi og sýna verkin vel. Ef að einhverju má finna hefðu enn fleiri myndir mátt vera stærri en raun er á – þótt úrvalið sé vissulega vandað og byggingar afar vel ljósmyndaðar af fagmönnum. Bókin um Gunnlaug Halldórsson er glæsilegur minnisvarði um merk- an listamann og hönnuð, mikilvægan arkitekt sem kom að hönnun sumra best lukkuðu bygginga hér á landi á sínum tíma. Þetta er bók sem allir áhugamenn um hönnun, umhverfi og skipulag eiga að lesa – og skyldueign allra sem starfa á þessu sviði. Arkitektúr Gunnlaugur Halldórsson arkitekt bbbbm Höfundur og ritstjóri: Pétur Ármannsson. Hið íslenska bókmenntafélag, 192 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson Stölluð húsaröð Hús Gunnlaugs við Hofsvallagötu „mörkuðu tímamót“. Mikilvæg bók um merkan arkitekt Gunnlaugur Halldórsson Pétur Ármansson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.