Morgunblaðið - 19.12.2014, Page 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2014
ásamt hljómsveit skipaðri Grími
Atlasyni stórbassaleikara, Kristjáni
Frey trommara og Guðmundi Birgi
Halldórssyni gítarleikara. Ég hef
heimildir fyrir því að á efnisskránni
verði lög S.H. Draums og Bless
ásamt lögum Dr. Gunna. Það má því
búast við einhverju nostalgíukasti.
Steinunn Harðardóttir ætlar svo að
flytja lög Dj. Flugvélar og geimskips
eins og henni einni er mögulegt. Að
lokum stígur prinsinn á svið ásamt
hirð sinni en nú standa yfir viðræður
við ýmsa leynigesti til þess að stela
þrumunni af prinsinum milli laga,“
segir Svavar.
Gætu orðið rík
– Og hvað ætlar Hulli að gera,
ætlar hann að vera með uppistand
eða annars konar sprell? Ætlar hann
kannski að teikna myndir af ykkur á
staðnum?
„Mér þætti vænt um ef Hulli feng-
ist til að teikna af okkur mynd. Við
gætum þá kannski boðið hana upp
og orðið rík. Annars ætlar hann að
líma dagskrána saman, tilkynna
áhorfendum hver sé næstur á svið
og hvar klósettin eru og hvaða tilboð
eru á barnum hverju sinni. Það má
nú vera að einhverjum þyki það
sprell en ég þekki Hulla af engu
öðru en fúlheitum.“
– Ertu búinn að kaupa allar jóla-
gjafir?
„Það fá allir plötur með prinsinum
í jólagjöf, Sorrí.“
Hljómsveitin Prins Póló býður
nokkrum af sínum uppáhalds-
listamönnum að troða upp með sér í
Iðnó í kvöld, tónlistarmönnunum Dj.
Flugvél og geimskipi, Dr. Gunna og
teiknaranum Hugleiki Dagssyni.
Stuðprinsinn Svavar Pétur
Eysteinsson, herra Prins Póló, er
maðurinn á bak við viðburðinn og
segir hann að þeir sem mæti
snemma fái fordrykk. Húsið verður
opnað kl. 21.
Prinsinn er kátur, sendi á árinu
frá sér plötuna Sorrí sem hefur hlot-
ið prýðilega dóma, samdi tónlist við
kvikmyndina París norðursins sem
einnig var vel tekið og hlaut fyrir
skömmu fjórar tilnefningar til Ís-
lensku tónlistarverðlaunanna sem
afhent verða á næsta ári. Hann hef-
ur því ástæðu til að fagna vel í kvöld
með vinum sínum. Blaðamaður
baunaði nokkrum léttum spurning-
um á Svavar í vikunni.
Nostalgíukast?
– Hvað kemur til að þið bjóðið upp
á þetta sprell í kvöld?
„Það vill svo heppilega til að við
erum í bænum rétt fyrir jól og Iðnó
var laust og því ekki úr vegi að koma
fólki saman undir einu þaki og hrista
af sér jólastressið eina kvöldstund.“
– Ætla Dj. Flugvél og geimskip og
Dr. Gunni að spila með Prins Póló og
þá lög prinsins eða verður lögum
allra hrært saman í einn jólagraut ?
„Dr. Gunni stígur fyrst á svið
„Þekki Hulla af engu öðru en fúlheitum“
Jólastuð Svavar Pétur Prins Póló er kominn í hátíðarskap, eins og sjá má.
Prins Póló treður upp með sínum
uppáhaldslistamönnum í Iðnó í kvöld
Jonathan Jones, myndlistar-
gagnrýnandi dagblaðsins Guardi-
an, gefur sýningu Ólafs Elíasson-
ar, Contact, sem nú stendur yfir í
safni Louis Vouitton í París, fullt
hús stiga, fimm stjörnur af fimm
mögulegum. Jones segir m.a. að
með innsetningu sinni sýni Ólafur
fram á að rómantísk myndlist lifi
enn góðu lífi, skíni í logandi sjón-
deildarhring verksins. Jones rifjar
upp eftirminnilega innsetningu
Ólafs í Túrbínusal Tate Modern-
listasafnsins í Lundúnum fyrir ell-
efu árum, The Weather Project,
og segir Contact ekki síðri og
jafnvel betri. Með Contact hafi
Ólafur skapað „himneskan og jóla-
legan undrahelli“ og „sprengi upp
dyr skynjunarinnar“.
Morgunblaðið/Kristinn
Lofsunginn Innsetning Ólafs
heillar gagnrýnanda Guardian.
Ólafur fær
fullt hús
Night at the Museum:
Secret of the Tomb
Þriðja myndin í syrpunni um Larry
Daley, næturvörð á sögu- og nátt-
úruminjasafni, sem lendir endur-
tekið í því að bæði dýr og persónur
á safninu lifna við að næturlagi. Í
þetta sinn kemst hann að því að
töfrarnir sem vakið hafa safngrip-
ina til lífsins eru brátt á þrotum. Til
að bjarga málunum þarf Daley að
fara til Lundúna með nokkrum fé-
lögum sínum úr safninu. Reynist
það viðburðaríkt, ævintýralegt og
hættulegt ferðalag. Leikstjóri er
Shawn Levy og með aðalhlutverk
fara Ben Stiller, Robin Williams,
Owen Wilson, Ben Kingsley, Dick
Van Dyke, Rebel Wilson, Steve
Coogan, Mickey Rooney og Ricky
Gervais. Metacritic: 42/100
Horrible Bosses 2
Félagarnir Nick, Dale og Kurt, sem
kynntir voru til sögunnar í gaman-
myndinni Horrible Bosses, snúa aft-
ur og stofna að þessu sinni fyrir-
tæki saman til að markaðssetja
eigin uppfinningu. Þeir kynnast
vafasömum athafnamanni sem
pantar af þeim hundrað þúsund
stykki af uppfinningunni en hættir
svo við kaupin. Félagarnir sitja
uppi með risastóran lager og við
þeim blasir gjaldþrot. Þeir grípa til
vafasamra aðgerða til að bjarga sér
og fara úr öskunni í eldinn.
Leikstjóri er Sean Anders og með
aðalhlutverk fara Jason Bateman,
Jason Sudeikis, Charlie Day, Jenni-
fer Aniston, Kevin Spacey, Jamie
Foxx, Chris Pine og Christoph
Waltz. Metacritic: 40/100
Bíófrumsýningar
Töfranótt og svikahrappar
Hrakfarir Félagarnir í Horrible
Bosses 2 með uppfinningu sína.
12
16
-EMPIREJÓLAMYNDIN 2014
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
L
L
NIGHT AT THE MUSEUM 3 Sýnd kl. 4:30 - 5:50 - 8
EXODUS 3D Sýnd kl. 7 - 10
MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 10:10
BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 4:30
MÖRGÆSIRNAR 2D Sýnd kl. 3:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
7