Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 19.12.2014, Qupperneq 52
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 353. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Svikalogn í miðri lægð 2. Missti 52 kíló og 99 kíló án þess … 3. Stigahlíðarhöllin föl fyrir … 4. „Brjálaður gröfumaður“ ruddi … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kammersveitin Camerarctica held- ur árlega kertaljósatónleika sína í fjórum kirkjum í kvöld og næstu þrjá daga. Hópinn skipa að þessu sinni Ár- mann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryn- dís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sig- urður Halldórsson sellóleikari. Þau munu leika tvær af perlum Mozarts, Eine kleine Nachtmusik og Klarin- ettukvintettinn, og að venju lýkur tónleikunum á jólasálminum Í dag er glatt í döprum hjörtum, úr Töfraflaut- unni. Þrír drengir úr Drengjakór Reykjavíkur syngja á tónleikunum: Benedikt Gylfason, Kjartan Örn Styrkársson og Tryggvi Pétur Ármannsson. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og fara þeir fyrstu fram í kvöld í Hafnarfjarðarkirkju, aðrir á morgun í Kópavogskirkju, þriðju á sunnudag- inn í Garðakirkju og þeir fjórðu í Dómkirkjunni í Reykjavík á mánudag. Kertaljósatónleikar í fjórum kirkjum  Nýtt íslenskt leikverk, MAR, verður frumsýnt í Frystiklefanum á Rifi í kvöld kl. 20 og er sýningin jafnframt fyrsta jólafrumsýning Frystiklefans. Verkið er byggt á tveimur sjóslysum sem urðu við strendur Snæfellsness á síðustu öld, á árunum 1962 og 1997. Texti verksins er byggður á við- tölum við aðila sem tengjast slys- unum og raunverulegum upptökum frá talstöðvasam- skiptum á neyðar- bylgju útvarpsins. Leik- arar eru Kári Viðarsson og Freydís Bjarnadóttir, sem segir sína eigin sögu í verkinu. Leik- stjóri er Árni Grétar Jóhanns- son. Fyrsta jólasýningin Á laugardag Gengur í suðaustan 18-23 m/s með snjókomu eða slyddu en síðar rigning, fyrst á Suðvesturlandi. Hægara og úr- komulítið á Norðausturlandi. Hlýnandi veður og hiti 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 10-18 m/s og fer að snjóa fyrir norð- an og á Austurlandi, hvassast á annesjum. Annars hægari og dálítil él. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum á Norðausturlandi. VEÐUR Valur og ÍR fara í vetrar- fríið jöfn að stigum á toppi Olís-deildar karla í hand- knattleik. Valsmenn stein- lágu fyrir meisturum ÍBV í Eyjum en ÍR vann HK örugglega. Fram vann Stjörnuna í æsispennandi fallslag, Afturelding vann dramatískan sigur á Hauk- um í Hafnarfirði og FH- ingar lögðu laskaða Akur- eyringa að velli í Kapla- krika. »2-3 Valur og ÍR fara jöfn í vetrarfríið Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, valdi í gær tutt- ugu leikmenn til æfinga fyrir loka- keppni heimsmeistaramótsins í Kat- ar. Aron má tefla fram 16 leikmönnum í hverjum leik á HM en heimilt er að gera tvær breytingar á milli leikja ef þörf verður á vegna meiðsla og hann gæti því tekið átján með sér þangað. »1 Fer Aron með átján leik- menn á HM í Katar? KR og Tindastóll juku forskot sitt á önnur lið í Dominos-deild karla í körfuknattleik með stórsigrum á botnliðum Fjölnis og Skallagríms. Njarðvík vann ótrúlega auðveldan sigur á Þór frá Þorlákshöfn en mesta spennan var í Breiðholti þar sem Stjarnan vann nauman sigur á ÍR, 79:78. Þá er Grindavík að rétta úr kútnum eftir slæma byrjun. »4 Ótrúlegir yfirburðir Njarðvíkinga gegn Þór ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sjómaðurinn Jón Elíasson er jafn- framt kertameistari Fjölskyldu- hjálpar Íslands og hafði í gær steypt um 4.800 kerti á aðventunni en ráð- gerir að þau verði orðin um 6.000 áð- ur en klukkurnar hringja inn jólin. „Það veitir ekki af til styrktar góð- um málstað,“ segir hann um kær- leiksljósin, sem eru til sölu víða um land. Jón hefur verið sjómaður í um 50 ár og er nú sjálfboðaliði hjá Fjöl- skylduhjálpinni fyrir jólin fimmta veturinn í röð. „Mig vantaði eitthvað að gera á milli vertíða,“ segir hann og bætir við að til að byrja með hafi hann unnið einn til tvo daga í viku hjá Fjölskylduhjálpinni við að pakka matvælum og úthluta þeim. Hann hafi síðan byrjað að steypa kerti úr mör fyrir jólin í fyrra. „Við erum í hinu og þessu og skiptum á milli okkar verkum en þegar við fórum út í kertaframleiðsluna vildi enginn vera í henni, því þetta er óþverra- vinna með mikilli fýlu þegar mörinn er bræddur. Ég festist í þessu og hef fengið hjálparkokka dag og dag eða hluta úr degi.“ Úr leiðindatíð í hitann Trillukarlinn er ekki óvanur því að vinna einn og er ánægður með fram- leiðsluna en segir að sumarvertíðin hafi verið léleg. „Ég lenti í bilunum og svo var helvítis leiðindatíð, en breytingarnar á veðurfarinu eru efni í annað viðtal. Það er allt öðruvísi veður núna en var hérna í gamla daga.“ Hann gerir trilluna út frá Bolungarvík og vonast til þess að geta byrjað aftur á sjónum í mars og þá fyrir sunnan. „Ég fer til Kan- aríeyja í tvær vikur í febrúar og reikna svo með að koma með trilluna suður og byrja að róa fyrir sunnan. Ég hef gert það undanfarna vetur enda tíðin skárri hérna.“ Hitinn er nægur í vinnuskúrnum, þar sem öllu er haganlega fyrir kom- ið, og þegar bræðslan stendur sem hæst er fýla og þá þarf að lofta út. „Ég þarf að hafa opið til þess að loft- ræsta þegar eldavélin er á fullu,“ segir kertameistarinn, sem byrjar á því að hakka mörinn, svo skellir hann mörnum í pott og bræðir hann, sigtar síðan hamsana frá, hellir tólg- inni í safnpott og lætur hana svo renna í dollurnar. „Ég hafði aldrei séð kerti steypt þegar ég tók það að mér, en það er alltaf gaman að prófa og læra eitthvað nýtt. Það kunni þetta enginn hérna og því var um til- raunastarfsemi að ræða, en árang- urinn var ágætur og kertin hafa dugað vel, 12 til 15 tíma.“ Vinnan er markviss og ekkert slegið af. „Ég er alltaf með þrjá um 20 til 25 lítra potta í gangi á eldavél- inni í einu,“ segir kertameistarinn. Kærleiksljós Fjölskylduhjálpar  Ráðgerir að steypa um 6.000 útikerti fyrir jólin Kertameistarinn Jón Elíasson kann vel til verka og var búinn að steypa um 4.800 kerti í gær. Kerti Fyrst þarf að hakka mörinn áður en hann fer í pottinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.