Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kaldur desembermánuður hefur gert fæðuleit erfiðari fyrir íbúa Tjarnarinnar í Reykjavík. Frost er í jörðu og ís yfir nærri allri tjörninni. Nokkrir hugulsamir einstaklingar tóku til sinna ráða og færðu gæsum tjarnarinnar nýtt og gott brauð í jólamatinn á sjálfan jóladag. Jólaglaðningur við Reykjavíkurtjörn Morgunblaðið/Ómar Allir fá eitthvað gott í gogginn um jólin – einnig hungraðar grágæsir Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íslenska skammdegið getur verið erfitt til lengdar og þrátt fyrir nýaf- staðnar vetrarsólstöður er enn langt í almennilegar sólarstundir. Fæstir landsmenn hafa þó upplifað skamm- degið eins og Erla Jóhannsdóttir en hún hefur ekki séð sólina síðan 11. nóvember. „Ég flutti til Svalbarða til að búa með kærastanum mínum en hann rekur fyrirtæki hérna sem sér- hæfir sig í kvikmyndatöku fyrir æv- intýramenn, sjónvarpsstöðvar og ferðaþjónustu. Frá því að ég kom til Svalbarða 11. nóvember hef ég ekki séð sólina því hér er myrkur fram í miðjan ferbrúar,“ segir Erla en hún starfar á hóteli rétt utan við bæ- inn Longyear- byen. Hótelið er í gömlu fjarskipta- stöðinni en búið er að breyta henni í lúxushótel. Áður en Erla flutti til Svalbarða taldi hún sig þekkja skammdegið vel enda löngu orðin vön því á Íslandi. Skammdegið á Svalbarða kom henni þó verulega á óvart og segist hún ekki hafa getað undirbúið sig fyrir það. „Það munar alveg gífurlega um þessar örfáu sól- arstundir sem Íslendingar fá í mesta skammdeginu. Hér er myrkur allan sólarhringinn,“ segir Erla en hún lét sig hafa það og fór í ljós í fyrsta skipti síðan hún var 16 ára gömul til þess að fá smá lit á skrokkinn. Meðan myrkrið liggur yfir Sval- barða er eins og allt leggist í dvala en eyjarskeggjar halda engu að síð- ur jólin hátíðleg. Segir Erla það hafa verið lán í óláni að ekki var hægt að koma um 20 manna hópi að hótelinu sem hún starfar á. Fór hópurinn á annan stað og hún fékk því kærkom- ið frí um jólin. Hátíð ljóss og friðar í myrkri  Erla Jóhannsdóttir hefur ekki séð sólina síðan 11. nóvember  Sólin lætur ekki sjá sig fyrr en í febrúar á Svalbarða  Jólin eru samt haldin hátíðleg Svalbarði Gamla fjarskiptastöðin sem nú er búið að breyta í hótel. Erla Jóhannsdóttir Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Þrátt fyrir mikinn snjó alls staðar um landið gekk jólaverslunin vel fyr- ir sig. Kalkúnninn verður vinsælli með hverju árinu en sala á reyktu kjöti fór fram úr áætlunum. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir jólaverslunina hafa verið með hefðbundnu sniði. „Þetta var bara með hefðbundnu sniði eins og í fyrra en fólk er kannski meira að gera tilraunir. Margar skemmtilegar vörur eru nefnilega komnar inn, t.d. villibráð, eins og strútar, dádýr og fleiri teg- undir. Jólaverslunin fór þó seinna í gang en venjulega. Við þurftum að vinna upp þennan veðurofsa sem var fyrir jól. Heilt yfir gekk þetta samt vel og ekkert var um það, eins og stundum kemur fyrir, að það hafi sárlega vantað eitthvað, og er það sérlega ánægjulegt,“ segir Gunnar. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, segir sölu sætra kart- aflna hafa margfaldast milli ára. „Við áttum nóg til af öllu fyrir jólaösina en við seldum miklu meira af reyktu kjöti en við áætluðum, þá sérstak- lega seldist hamborgarhryggurinn vel. Síðan vorum við með mikið af innfluttu fersku grænmeti frá Am- eríku og það gerði gríðarlega mikla lukku hjá okkur. Svo er ferskur kal- kúnn að sækja í sig veðrið auk sætra kartaflna sem eru alltaf að koma sterkari inn. Áður fyrr voru sætar kartöflur bara yfir jólin og hátíðir en núna eru allir í sætum kartöflum og salan hefur margfaldast á milli ára,“ segir Kristinn. Strútar, dádýr og kalkúnn meðal rétta í jólaboðunum Morgunblaðið/Arnaldur Jólaveisla Ferskur kalkúnn er að sækja í sig veðrið sem jólamatur.  Reykt kjöt seldist mjög vel Íbúar í Breiðholti og Fossvogi eru ekki sáttir með sorphirðu Reykja- víkurborgar en ekki tókst að ljúka sorphirðu í þessum tveimur hverfum fyrir jól. Í Fossvogi segja íbúar að sorp hafi ekki verið hirt síðan 12. desember sl. og var íbúum sagt að sækja sorphirðupoka á bensín- stöðvar N1. Ingimundur Ellert Þorkelsson, flokkstjóri hjá Sorphirðu Reykjavík- ur, sagði við mbl.is að allt hefði verið á kafi í snjó í eina og hálfa viku og að það hefði áhrif á svona vinnu. Ruslið yrði tekið um leið og færi gæfist, en sorphirða heldur áfram í dag. „Ekki hefur verið gerð grein fyrir þessu máli í umhverfis- og skipu- lagsráði en ég mun leita eftir skýr- ingum á þessari stöðu sem upp er komin á fyrsta fundi ráðsins, sem haldinn verður 6. janúar. Við verðum auðvitað að fara yfir það með hvaða hætti megi koma í veg fyrir að svona gerist, ef það er hægt. Auðvitað geta ytri aðstæður verið erfiðar en við verðum auðvitað að búast við því á Íslandi að slíkar aðstæður geti kom- ið upp og við verðum að vera við því búin,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. isb@mbl.is Sorpið ekki sótt fyrir jól Sorphirða Sorpbíll frá borginni festist í Breiðholti á Þorláksmessu.  Íbúar Breiðholts og Fossvogs ósáttir Jarðskjálftahrina hófst í Bárðar- bungu um hádegi á jóladag. Stærsti skjálftinn var 5,0 að stærð og átti hann upptök við norðurbrún öskj- unnar. Alls hafa mælst 40 skjálftar í Bárðarbungu frá hádegi jóladags, þar af 7 á stærðarbilinu 3 til 4. Þá heldur áfram smáskjálftahrina sunnan Langjökuls um 10 km norð- vestur af Geysi. 50 jarðskjálftar hafa mælst á þeim slóðum frá morgni jóladags. Jólakippir í Bárðarbungu Jólabörnin eru orðin alls 17 um þessi jól en starfsfólk fæðingarvaktar- innar á Landspítalanum tók á móti fimm börnum á aðfangadag, fimm á jóladag og sjö börnum annan í jól- um, áður en blaðið fór í prentun. Það er því ekki útilokað að jólabörnin verði fleiri. Heilsast bæði mæðrum og börnum vel, enda jólalegt um að litast á spítalanum. Á Landspítalanum tekur fólk sér aldrei frí enda gera slys og veikindi ekki boð á undan sér. Þá koma bless- uð börnin í heiminn þegar þau eru tilbúin en hjúkrunarfræðingur á vakt segir að allt sé gert til að mynda jólastemningu á spítalanum svo allir fái að njóta jólanna. Hamrahlíðarkórinn fór milli deilda og söng fyrir fólk en það er ekki amalegt að koma í heiminn und- ir fögrum tónum kórsins. Sungið fyrir nýfædd börn á Landspítalanum Morgunblaðið/Kristinn Börn Jólastemning á fæðingarvakt- inni á Landspítalanum um jólin.  Sautján jóla- börn voru komin í heiminn í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.