Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi Ingvar Jónasson, víóluleikari, lést á Landakotsspítla á jóladag, 25. desember, 87 ára að aldri. Ingvar fæddist á Ísafirði 13. október 1927. Hann starfaði með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands frá því hún var stofnuð árið 1950 til 1972 að frá- töldum tveggja ára námstíma í Austurríki. Árið 1972 fluttist Ingvar til Svíþjóðar og lék þá með sinfóníuhljómsveitinni í Malmö. Var þar til 1983 en réðst þá til Konunglegu óperunnar í Stokk- hólmi og var þar til 1989. Flutti Ingvar þá aftur til Íslands og starf- aði með Sinfóníuhljómsveit Íslands til starfsloka. Ingvar kenndi við Tónlistarskóla Reykjavíkur til fjölda ára og síðar við tón- listarháskólana í Malmö og Gautaborg til ársins 1983. Starf- aði hann mikið með kammersveitum, stærri og minni, kom til Íslands með sænska listamenn og var ötull við kynningu á íslenskum tón- skáldum í Svíþjóð. Í Svíþjóð annaðist hann kennslu á ýmsum námskeiðum. Stuttu eftir heimkomuna frá Sví- þjóð, árið 1989, stofnaði Ingvar Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og stjórnaði henni lengi. Eftirlifandi kona Ingvars er Stella Margrét Sigurjónsdóttir og eignuðust þau þrjú börn; Sigurjón Ragnar, Vigfús og Önnu. Andlát Ingvar Jónasson Jarðskjálftahrina sem á upptök sín um 10 km norður af Geysi hófst á jóladag. Frá hádegi á jóladag þar til síðdegis í gær mældust þrjátíu skjálftar. Skjálftahrina hefur staðið yfir frá því um helgina og rétt fyrir klukkan 6 á jóladagsmorgun mæld- ist skjálfti upp á 3,2 stig. Hann fannst við Geysi í Haukadal, í Mið- dal austan við Laugarvatn og við Syðri-Reyki í Biskupstungum. Um 560 jarðskjálftar mældust í vikunni, þar af um 340 í Bárðar- bungu. Á jóladag mælist þar skjálfti upp á 5 stig. vidar@mbl.is Skjálftahrina við Geysi í Haukadal Ingimar Jóhannsson, BS-nemi í um- hverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið viður- kenningu úr Minningarsjóði Þor- valdar Finnbogasonar stúdents. Frú Vigdís Finnbogadóttir, systir Þorvaldar, afhenti styrkinn við há- tíðlega athöfn á Háskólatorgi um síðustu helgi. Tilgangur minn- ingarsjóðsins er að styrkja efnilega nema í verkfræði við skólann til framhaldsnáms í verkfræði. Nem- andi sem er með hæstu meðal- einkunn eftir annað ár í grunnnámi fær styrkinn hverju sinni. Viðurkenning fyrir afburðaárangur Verkfræði Ingimar Jóhannsson fékk styrkinn úr hendi Vigdísar Finnbogadóttur. Morgunblaðið/Kristinn ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Kátir jólasveinar koma alltaf í byggðina á aðfangadag og bera út jólapóst Þórshafnarbúa. Björg- unarsveitin er þeim innan handar og keyrir þá á milli húsa með póst- inn. Galsi getur hlaupið í sveinkana ef þeir finna hangikjötsilm, eins og tvíburarnir Sæmundur og Mikael komust að, þegar Ketkrókur og Gáttaþefur komu heim til þeirra með jólapóstinn. Þeir horfðu stór- eygir á eftir jólasveinunum sem stukku inn í eldhúsið hjá mömmu þeirra og þrifu hangikjötspottinn af eldavélinni. Þótt bæði Kóngulóarmaðurinn og Hulk væru viðstaddir þá höfðu þeir ekkert í Ketkrók að gera og máttu horfa á eftir honum út í snjó- skafl með fullan hangikjötspottinn. Ekki tókst þó betur til en svo að sveinki datt í snjónum og pottur, hangiflot og hangikjötsbitar þeytt- ust um allt. Drengjunum ofbauð meðferðin á jólahangikjötinu og báðu föður sinn að taka sveinkana fasta en hann var bílstjóri jólasveinanna og lét þá fara sínu fram. Hangikjötinu var bjargað úr snjónum en þá höfðu þessir fjörugu jólasveinar komist í konfektið og dreifðu því um garðinn svo börnin hlupu á eftir og tíndu upp molana í snjónum. Þeim fannst að Grýla hefði átt að ala þessa stráka betur upp og ætti að flengja þá með vendi þegar þeir kæmu heim.    Jólaverslun hófst hér með fyrra móti en stór jólamarkaður er hald- inn í íþróttahúsinu í nóvemberbyrj- un. Þetta er fimmta árið sem slíkur jólamarkaður er haldinn og við- tökur heimafólks hafa verið góðar og kærkomið að fá vörur og þjón- ustu heim í hérað. Verslanir komu víða að með vörur sínar; frá Ak- ureyri, Húsavík, Neskaupstað og ýmsir þar á milli, auk heimafólks. Kaffihús og lifandi tónlist var á staðnum og í þetta sinn voru lifandi hænuungar til sölu en ungabásinn var vinsæll hjá börnunum. Þessi viðburður verður árlegur í nóv- ember og er fólk sammála um að gott sé að taka mesta kúfinn af jóla- innkaupunum á einum stað, enda fjölbreyttur varningur í boði, allt frá handverki að heimilistækjum og flatskjám, sem hafa selst vel. Smá- kökusamkeppni var haldin í fyrsta sinn og voru veglegir vinningar fyr- ir bestu kökurnar og búast má við enn fleiri þátttakendum á næsta ári.    Bændur í byggðinni una vel sínum hag eftir einmuna sum- arblíðu og gott haust. Fé er vel fram gengið, fallþungi yfir með- allagi og hey voru mikil og góð. Féð var tekið fremur seint inn til rún- ings í þessari góðu tíð þar sem úti- beit hélst óvanalega lengi og hey- sparnaður því töluverður.    Ekki hefur gefið vel til róðra hjá smábátum en tveir bátar eru á línuveiðum. Bræla hamlar sjósókn en afli er fínn þegar gefur á sjó. Nóvember og desember voru fá- dæma lélegir, einn eða tveir róðrar í desember í vindi og brælu. Áfram verður þó haldið á línunni eftir ára- mót með von um betri tíð. Ketkrókur tók með sér hangikjötspottinn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Ketkrókur og Gáttaþefur stálu hangikjötspotti húsfreyju á Hálsveginum en hvorki Hulk né Kóngulóarmaðurinn gátu stöðvað það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.