Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 11
Píslarvottar Víða mátti sjá á veggjum verk til að minnast þeirra píslarvotta sem látið hafa lífið fyrir föðurlandið. og allt „barbikjúið“ farið af stað þannig að það er dálítið spes lykt sem kemur með kvöldinu,“ segir hún. Íbúar Sarajevó eru um 300.000 talsins. „Maður finnur voðalega mik- ið fyrir stríðinu ennþá. Íslendingar gera allt út á náttúruna í ferða- mennskunni en þarna er stríðið not- að og það er dálítið sérstakt.“ Hún segist hafa fundið að unga fólkið væri komið með nóg af stríðsferða- mennskunni. „Unga fólkinu finnst það ekkert hafa með stríðið að gera. Ég segi þetta út frá sjónarhorni þess sem hefur bara verið þarna í þrjá daga,“ segir Yrsa. Fólkið segir hún að sé afar vingjarnlegt og á því megi greina vissa þrautseigju. Það kom Yrsu á óvart hve víða voru alls kyns sölubásar. „Á hverju götuhorni var fólk að selja nánast hvað sem var, eins og maðurinn með blöðrurnar sem ég tók mynd af.“ Áhugavert er að í þessari borg þar sem eitt sinn var hörmulegt stríð virðist fólk nú geta búið í sátt og samlyndi. „Þarna búa gyðingar, kaþólikkar, ortódoxar og múslimar. Öll búa þau saman í borg og virðast gera það í sátt, sam- lyndi og friði,“ segir Yrsa. Saklausa gamla filmuvélin Næsti áfangastaður á eftir Sa- rajevó var Teheran og um leið og Yrsa steig út úr flugvélinni setti hún upp slæðuna, eins og lög gera ráð fyrir. „Í Teheran er lítil ánægja með að maður taki myndir og fullt af hlutum sem bannað er að taka myndir af. Geri maður það er von á að einhver hermaður komi og það getur verið rosalegt vesen,“ segir Yrsa sem lenti þó ekki í nokkrum vandræðum þrátt fyrir fjölda óskrif- aðra reglna sem ómögulegt er að læra á fáeinum dögum. „Lífið úti á götu er náttúrlega allt öðruvísi en líf- ið fyrir innan luktar dyr. Þar eru konurnar ekki með slæður og fötin eru önnur hjá millistéttinni en yf- irstéttinni.“ Alþjóðlega heimildamyndahá- tíðin í Teheran, Cinema Vérité, var haldin í áttunda skipti og er að sögn Yrsu ákaflega mikilvæg fyrir heima- menn. Hátíðin er ríkisstyrkt og hald- in með leyfi yfirvalda. Hún væri ekki haldin ef ekki væri fyrir það fé og því mikilvægt að hún fari vel fram til að unnt sé að halda hana í framtíð- inni. „Það er líka verið að sýna myndir sem eru á mörkunum, til dæmis sumar pólitískar myndir. Þetta er einstakt tækifæri fyrir marga til að hitta aðra kvikmynda- gerðarmenn og þannig skiptir hátíð- in miklu máli fyrir fólk sem býr þarna.“ Þegar Yrsa fór út til að taka myndir var iðulega einhver sendur með henni til að gæta þess að allt færi vel fram. „Honum leiddist alveg hræðilega á meðan ég var að mynda einhverja ketti úti á götu. Svo var ég að taka mynd af einhverju mót- orhjóli og fyrir aftan það var einhver bygging sem mátti mynda þannig að þar kom maður út og vildi sjá mynd- ina en þegar maður tekur á filmu er náttúrlega svolítið erfitt að sýna myndina,“ segir Yrsa sem slapp í þetta skiptið. „Svo er það líka þann- ig að ef maður er með gamla filmu- vél þá er hún álitin saklaus. Þeir eru fyrst og fremst hræddir við frétta- menn og þessar stóru aðdrátt- arlinsur,“ segir kvikmyndagerð- arkonan Yrsa Roca Fannberg um þetta áhugaverða ferðalag þar sem hún festi ýmislegt óvenjulegt á filmu. Fleiri ljósmyndir er að finna á síðu Yrsu, www.yrsarocafannberg- .info. Fuglar Víða í Teheran sá Yrsa vegglistaverk og hafa mörg þeirra prýtt veggina í fjölda ára og sum þeirra meira að segja staðið af sér stríð. Teheran Ekki mátti mynda hvað sem var í Teheran og oft er betra að færa mótífið, sé það hægt, til að breyta bakgrunni. Það er lítið mál sé það á hjólum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Til 15. janúar geta nemendur við HÍ sótt um styrk úr Watanabe- styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands. Um er að ræða styrki til náms- dvalar fyrir nemendur í HÍ á Íslandi eða í Japan og ferða- og dvalarstyrki til nýdoktora, kennara og fræði- manna. Styrkirnir standa bæði nem- endum í grunn- og framhaldsnámi til boða, auk þess sem sjóðnum er ætl- að að stuðla að kennaraskiptum. Þetta er í fimmta sinn sem veitt er úr sjóðnum. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.sjodir.hi.is. Watanabe-styrktarsjóðurinn Morgunblaðið/Kristinn Nám Nú er lag að sækja um styrk. Styrkir til náms í Japan Frekari upplýsingar: Sími 585-9300 | aldis@naustavor.is www.naustavor.is Jökulgrunn Njótum lífsins á efri árum LEIGUÍBÚÐIR FYRIR 60+ VIÐ HRAFNISTU Í REYKJAVÍK Naustavör er starfrækt af Sjómannadagsráði • Góð staðsetning • Nálægð við Hrafnistu • Þjónustusími 24/7 • Fjölbreytt afþreying - DAS klúbbur • Aðgengi að mat og kaffi alla daga vikunnar • Hárgreiðsla og fótsnyrting • Púttvöllur Nýuppgerðar 50 fm smáíbúðir við Jökulgrunn í Reykjavík Hentar vel fyrir einstaklinga öryggi | afþreying | þjónusta Nýr kostur fyrir eldri borgara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.