Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 16
VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun, sunnudag, og stendur til klukkan fjögur síðdegis á gamlárs- dag. Salan er langstærsta tekjulind sveitanna, með um 90% hlutdeild, og ekki veitir af að fá eitthvað í kassann eftir þann fjölda útkalla sem hefur verið í óveðrinu í desember. Ljóst er að landsmenn munu skjóta upp rak- ettum fyrir hundruð milljóna króna. Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, heldur utan um flugeldasöluna, tíunda árið í röð. Hann hefur síðustu vikur verið á ferð- inni um landið og aðstoðað björgunar- sveitir við að undirbúa söluna, kynna helstu nýjungar og fara yfir öryggis- málin. Gleymdum okkur fyrir hrun „Við erum alltaf með einhverjar nýjungar, aðallega í kökunum. Kaka ársins er flottari en áður. Hún er í minna formi og er 100 skota. Á kök- unni er skopmynd eftir Halldór Bald- ursson teiknara. Við höfum verið að breyta línunni töluvert hjá okkur, haft úrvalið þéttara og fleiri minni flugeldapakka. En að sjálfsögðu erum við líka með það allra stærsta á mark- aðnum og því með eitthvað fyrir alla,“ segir Jón Ingi en viðurkennir að fyrir hrun hafi flugeldarnir orðið stærri og stærri. „Við gleymdum okkur öll í gleðinni en núna er þetta smærra í sniðum og úrvalið meira,“ segir Jón Ingi. Nýjar reglur hafa tekið gildi þar sem allir flugeldar þurfa að hafa evópska CE-vottun samkvæmt viður- kenndum stöðlum. Hafa flugeldarnir þá verið prófaðir og teknir út, til að koma í veg fyrir að gölluð sending berist hingað frá Kína, en þaðan eru áramótasprengjurnar að langmestu leyti keyptar. Jón Ingi segir fríverslunarsamn- inginn við Kína gera það að verkum að verð á flugeldum mun haldast óbreytt frá í fyrra, þrátt fyrir hækk- andi flutningskostnað og hækkandi verð í Kína vegna verðbólgu þar í landi. „Fáir vilja flytja flugelda til Evrópu og við höfum bara eina höfn til að fara í gegnum með þetta. Magn- ið er svipað og hefur verið síðustu fimm árin.“ Að sögn Jóns Inga leggur Lands- björg enn meiri áherslu á öryggisat- riði í meðhöndlun á flugeldunum. Í því skyni hafa verið unnin sérstök mynd- bönd sem verða birt á YouTube, sjón- varpsstöðvum og í kvikmyndahúsum. „Eins og flugeldar eru skemmtilegir þá geta þeir verið mjög hættulegir og við viljum að allir njóti áramótanna í gleði en ekki sorg,“ segir hann en Landsbjörg mun einnig dreifa, í sam- starfi við Póstinn, Blindrafélagið og Odda, um 15 þúsund gjafabréfum til ungmenna fyrir hlífðargleraugum. Þrjár milljónir gleraugna „Frá því að við byrjuðum á þessu fyrir nokkrum árum höfum við gefið um þrjár milljónir gleraugna þannig að þau ættu að vera til staðar inni á nær öllum heimilum í landinu,“ segir Jón Ingi en björgunarsveitirnar bjóða jafnframt sérstakan poka til að geyma gleraugun á góðum stað á milli hátíða. Mikilvægt sé að allir noti gler- augun þegar skotið er upp, jafnt full- orðnir sem börn. Óbreytt verð með fríverslun  Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun  Langstærsta tekjulindin  Fríverslun við Kína hefur áhrif  Skotið upp fyrir hundruð milljóna króna Flugeldasalan » Björgunarsveitirnar hefja flugeldasöluna á morgun, sunnudag, og stendur hún fram á gamlársdag. » Sölustaðir á öllu landinu eru um 120 talsins, þar af um 40 á höfuðborgarsvæðinu. » Upplýsingar um sölustaði má finna á vefnum www.lands- bjorg.is/flugeldar. Morgunblaðið/Kristinn Áramót Ljósadýrðin á himni verður mikil þegar landsmenn skjóta upp flugeldunum á gamlárskvöld og nýársnótt. Allt stefnir í rauð áramót að þessu sinni. Morgunblaðið/Þórður Flugeldar Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Landsbjargar, stýr- ir flugeldasölu björgunarsveitanna. Hér er hann með flugeldaköku ársins. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 REDKENONLY SALON SALON VEH HÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI S. 568 7305 • SALONVEH.IS TÍMAPANTANIR HJÁ SALON VEH Í SÍMA 568-7305 Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. VERTU VINUR OKKAR Á - PANTAÐU TÍMA Á Simbi Hildur Róbert Alda Sigurveig Bjarki StefánSalóme Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, forsætisráð- herra, var sæmdur stór- krossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 13. desember og Einar K. Guð- finnsson, forseti Alþingis, stór- riddarakrossi fálkaorðunnar 12. desember. Hefð er fyrir því að handhöfum forsetavalds sé veitt fálkaorðan. Vegna umfjöll- unar um orðu- veitinguna hefur skrifstofa for- seta Íslands sent frá sér tilkynn- ingu þar sem bent er á að venju samkvæmt fari orðuveitingar fram á þjóðhátíðardaginn og 1. janúar og fjölmiðlum sé gert viðvart. Á þessu séu þó undantekningar og gildi þær um orðuveitingar til sendiherra erlendra ríkja, hand- hafa forsetavalds, ræðismanns Ís- lands á erlendri grund, vísinda- manna og fræðimanna sem helgað hafa krafta sína íslenskum við- fangsefnum o.fl., og hefur ekki verið tilkynnt sérstaklega um þær orðuveitingar en þær skráðar jafn- harðan á lista yfir orðuhafa. Fylgja hefð í orðu- veitingum  Handhafar for- setavalds fá orðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Einar K. Guðfinnsson Annríki var í sjúkraflutningum á höfuð- borgarsvæðinu yfir jólin en engir alvarlegir brunar höfðu átt sér stað er blaðið fór í prentun. „Það er mitt mat að tilfellum vegna hjarta- og lungnasjúkdóma fjölgi yfir hátíð- isdaga. Einnig eiga sér stað þó nokkrir flutningar sjúklinga af deildum, heim í mat á aðfanga- dagskvöld og síðan til baka aftur. Snemma aðfangadags fór að bera á útköllum vegna beinbrota í hálk- unni,“ sagði Sigurbjörn Guðmunds- son, varðstjóri hjá slökkviliðinu, og bætti við að sjúkraflutningar eru u.þ.b. tvöfalt fleiri á hverri vakt yfir jólahátíðirnar. Tvöfalt meiri flutningar Sjúkraflutningum fjölgar um jólin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.