Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 Sendum landsmönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Tilfinning fyrireinkaeignarrétt-inum hefur veriðræktuð vandlega með lagasetningu og í dómskerfinu. Það ríkir eng- inn ófriður í samfélaginu um að einstaklingar hafi rétt á að eiga það sem þeir eiga og njóta góðs af því. Það sé jafnvel til bóta fyrir eignina að vera í einkaeigu. Hún ávaxtist betur og spill- ist síður. Friðurinn um þetta atriði byggist að sjálf- sögðu á þeirri forsendu að jafnvægi ríki í því hvað hver eigi mikið; að meira en 50% áþreifanlegra eigna sé til dæmis ekki í höndum 5% landsmanna. Um leið og einkaeignarrétturinn er metinn að verðleikum er hitt ekki síður mikils vert að huga að sameigninni og rétti okkar til henn- ar: tungutakinu og allri menningunni sem er iðkuð með tunguna á vörum, að því er virðist ókeypis og áreynslulaust. Það villir þó mörg- um sýn hvað það er auðvelt að tala. Það er svo vandalaust að börn eru ekki ómálga nema rétt fyrstu misserin og komast eftir það fljótt upp á lagið með að tjá sig með tungunni – og stjórna foreldrum sínum. Lykillinn að því að tungu- málið virki í samskiptum er að við eigum það saman og að við komum okkur saman um merkingu orðanna. Stundum finnst manni eins og ófriðurinn í samfélaginu stafi einkum af því að fólk kýs að leggja allt aðra merkingu í orðin en áður hefur verið gert, ræna tungumálinu og rífa þannig niður það sem byggt hefur verið upp. Líkt og í hinni fornu heimsmynd Eddunnar þar sem drekinn Níðhöggur nagar í sífellu eina rót heimstrésins á meðan það er verk- efni guðanna að næra tréð svo það megi dafna og halda áfram að bera heiminn uppi – þrátt fyrir stöðugt starf niðurrifsafla. Sagan og samtíðin geyma gnótt dæma þess að ofbeldis- og ofstæk- ismenn hafa náð yfirhöndinni í samfélögum manna, yfirleitt í nafni einstrengingsháttar sem nærist á stjórnmála- eða trúarhugmyndum. Slíkum öflum er jafnan mest í nöp við frelsi annarra til sameign- arinnar sem við tjáum með orðum, menningarinnar og fágunarinnar sem kostar aldalanga þjálfun að ná tökum á og beita svo sómi sé að. Miðað við hvað það er erfitt og seinlegt að byggja upp tungutak og menningu sætir það furðu hvað menningarsnauðir Níðhöggar heims- ins geta oft náð miklum árangri við niðurrifið á skömmum tíma. Óskandi væri að sem flest leyfðu boðskap jólanna um frið og fögn- uð að ná tökum á hugsun sinni. Jólin marka upphaf nýrrar hring- ferðar um sólu, eins og við skiljum nú vegna vísindanna. Til forna sáu menn fyrir sér að sólin væri sífellt að setjast sunnar og sunnar á sjón- deildarhringnum, alla leið í Keili frá landnámsbænum í Reykjavík séð, áður en hún byrjaði að þoka sér norðar á ný. Þetta var tilefni til fornrar hátíðar ljóss og gleði sem hefur nú í þúsund ár verið tjáð hér á landi með sögunni af þeirri eilífu guðs jólagjöf sem börnin eru: ljós heimsins sem við sameinumst um í einni sögu af einu barni sem við eigum öll saman. Sameignarrétturinn Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Flest af því sem gerist í kringum okkur snýstum dægurmál en stundum tekur vegferðmannfólksins nýja stefnu og þá vaknaspurningar um hvort grundvallarbreytingar séu framundan. Það er ekki óhugsandi að við lifum slíka tíma nú. Þeir sem hafa reynt að horfa fram á veg síðustu áratugi hafa flestir verið þeirrar skoðunar að þunga- miðja efnahagslegra umsvifa á heimsbyggðinni muni flytjast í austur til Asíu og enn er það líklegast. Þó eru þeir til sem halda því fram að hún muni ekki síð- ur færast til norðurs og að í „Nýja norðrinu“, eins og einn fræðimaður kallaði norðurslóðir verði vaxtar- broddur framtíðarinnar. Um þau tækifæri, sem þar gætu opnast fyrir Ísland hefur Heiðar Már Guð- jónsson fjárfestir skrifað merkilega bók sem gæti verið eins konar stefnuskrá fyrir Ísland í málefnum norðursins. Nú eru miklar sviptingar á olíumörkuðum sem geta haft áhrif á þessa þróun og svonefnda „geópólitíska“ stöðu lykilríkja. Sumir íslenzkir fræðimenn hafa not- að orðið landfræðipólitík yfir þetta hugtak sem nær því nú kannski ekki alveg. Olían leikur þar lykilhlutverk eins og hún gerir í daglegu lífi okkar. Hvers vegna hefur orðið hrun á olíuverði á heims- markaði? Er það vegna þess að framboð hefur aukist svo mikið vegna vaxandi olíuframleiðslu úr leirsteini í Bandaríkjunum og því sem kallað er olíusandar í Kanada? Eða er það vegna þess að Sádi-Arabar vilja kippa fótunum undan þessari olíuframleiðslu í Norður- Ameríku með því að gera hana svo óarðbæra að henni verði hætt? Eða er það vegna þess að Sádi-Aröbum mislíki við- leitni Bandaríkjastjórnar til að ná samkomulagi við Íran um kjarnorkumál af ótta við að það mundi styrkja efnahagslega stöðu Írans í kjölfar aukins út- flutnings á olíu þaðan og gera Íran að þeim mun öfl- ugri andstæðingi Sádi-Araba í Mið-Austurlöndum? Eða eru Bandaríkjamenn og Sádi-Arabar að end- urtaka leikinn frá níunda áratug síðustu aldar, þegar Sovétríkin voru brotin á bak aftur efnahagslega með því að auka stórlega framboð á olíu og knýja með því fram mikla verðlækkun, sem Sovétríkin þoldu ekki. Er með öðrum orðum verið að koma Pútín á kné með efnahagslegu stríði? Við þessum spurningum fást engin alvöru svör en nokkrar staðreyndir um afleiðingarnar blasa við: Bandaríkin og Kanada verða sameiginlega sjálfum sér nóg um olíu í kringum 2020 og meira en það ef Mexíkó bætist í þeirra hóp. Þetta þýðir að Bandaríkin munu ekki hafa jafn mikinn áhuga á að hafa afskipti af málefnum Miða- Austurlanda og þau hafa haft fram að þessu vegna þeirra hagsmuna að tryggja sér aðgang að olíu. En slíkt afskiptaleysi Bandaríkjamanna mundi hugs- anlega kalla á frekari afskipti Kína, sem er í vaxandi mæli háð olíu frá þessum heimshluta. Olían er grundvallarþáttur í tekjuöflun rússneska ríkisins. Það olíuverð, sem nú er ríkjandi mundi þýða, standi það til frambúðar, stórfellt efnahagslegt áfall fyrir Rússland sem við slíkar aðstæður hefði ekkert bolmagn til að heyja nýtt kalt stríð við Vesturlönd eða halda uppi ófriði á landamærum nágrannaríkja eins og Rússar gera nú. Verði Rússar fyrir verulegum skakkaföllum vegna verðhruns á olíu getur það haft pólitísk áhrif heima fyrir. Annars vegar á þann veg að ólígarkarnir hætti stuðningi við Pútín þar sem hann geti ekki varið hagsmuni þeirra og hins vegar vegna þess að al- menningur í landinu taki illa gífurlegri kjaraskerð- ingu, sem fólk kann að kenna Pútín um. Vandi þeirra sem stjórna einræðisríkjum eins og Rússlandi og Kína (Rússlandi er augljóslega stjórnað af bandalagi leynilögreglu og hers) er sá að bjáti eitthvað á efna- hagslega með alvarlegum hætti getur það leitt til uppreisna. Við ekkert eru ráða- menn í Kína hræddari en einmitt það. Þess vegna leggja þeir sig fram um með góðu eða illu að koma í veg fyrir það. Dragi Bandaríkjamenn sig í hlé frá Mið-Aust- urlöndum kann það að veikja mjög stöðu Ísraels gagnvart arabaríkjunum. Og eins og pólitíkinni er háttað í Bandaríkjunum gæti það eitt út af fyrir sig orðið til þess að þeir haldi viðveru sinni þar en láti minna fara fyrir sér en áður. Þegar horft er á þessa stóru mynd er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að Bandaríkin standi með pálmann í höndunum næstu áratugi. Árásargirni Pútíns sé eins konar dauðateygjur hins rússneska heimsveldis og stóra spurningin sé sú hvort það markaðskerfi sem er að verða til í Kína muni að lokum ryðja kommúnistastjórninni úr vegi. Hvað þýðir þetta fyrir okkur eyjarskeggja hér norður í höfum? Það er ekki hægt að segja neitt til um það hvort olíudraumar Íslendinga og þar með Færeyinga og Grænlendinga verði aldrei meira en draumar. En eins og staða mála er nú stendur olíuverðið ekki und- ir frekari olíuleit í Norðursjó hvað þá norður í höfum. En uppbyggingin sem framundan er í Grænlandi snýst ekki bara um olíu heldur líka um málmvinnslu og vatnsaflsvirkjanir. Eftir sem áður þurfa Græn- lendingar á þjónustu að halda vegna þeirrar upp- byggingar. Og það stendur óbreytt að siglingaleiðir milli Evrópu og Asíu eru styttri og hagkvæmari yfir hin norðlægu hafsvæði. Og svo vikið sé að dægurmálum: Miðað við núverandi olíuverð verða Norðmenn ekki jafn miklir keppinautar um vinnuafl frá Íslandi og þeir hafa verið. Er olían að breyta heimsmyndinni? Bandaríkjamenn standa með pálmann í höndunum. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Fræg eru orð Árna Magnússonarhandritasafnara: „Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gáng, og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa svo hverir tveggja nokkuð að iðja.“ Því miður má finna dæmi um fyrrnefndu iðj- una í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu, sem kom út 2010. Af einhverjum ástæðum eru þar ýmsar fullyrðingar settar á blað, án þess að þær séu sann- reyndar eða prófaðar saman við annað efni úr skýrslunni. Til dæmis er á 40. bls. í 20. kafla þetta haft eftir Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni um samtöl bankamanna á öndverðu ári 2008: „Á öðrum stað í heiminum, miklu sunnarlegra, var haldin veisla þar sem var skipulagt ákveðið módel sem var það að Landsbankinn og eigendur Lands- banka og Kaupþings voru komnir að niðurstöðu um það, það væri í raun ekki hægt að gera neitt af viti nema að Glitni væri skipt upp á milli þeirra.“ Þessum stóru orðum er hvergi fylgt eftir í skýrslunni. Ég hef rætt við ráðamenn Landsbank- ans og Kaupþings á þessum tíma, og enginn kannast við þetta. Hins vegar kemur einmitt fram í skýrsl- unni, að þeir Sigurjón Þ. Árnason, Hreiðar Már Sigurðsson og Jón Ás- geir Jóhannesson (sem var raunar hvorki bankastjóri né bankaráðs- maður í Glitni) ræddu eitt sinn sam- an um þann möguleika, að Kaup- þing og Landsbankinn keyptu saman Glitni, en fundurinn leystist upp í hávaðarifrildi um, hver ætti að kaupa hvað. Þessi saga Jóns Ás- geirs um veislu suður í löndum er bersýnilega hugarórar, og má velta því fyrir sér, hvort hið sama eigi við um fleiri samsæriskenningar hans. Annað dæmi er, að á 140. bls. í 20. kafla er þetta haft eftir Össuri Skarphéðinssyni um fund aðfara- nótt mánudagsins 6. október: „Þar eru þrír prúðbúnir og vel mæltir yf- irstéttar Bretar frá J.P. Morgan sem hafði verið ráðinn sem sér- stakur ráðgjafi Seðlabankans.“ En af þessum þremur mönnum var að- eins einn breskur, Michael Ridley, og hann var ekki úr neinni yfirstétt, þótt hann talaði óaðfinnanlega ensku. Einn var Svíi, Johan Berg- endahl, og einn bandarískur, Gary Weiss. Ýmislegt annað er haft eftir Össuri í skýrslunni, og má spyrja, hvort það sé eins óáreiðanlegt. Í þessum tveimur dæmum hefur rannsóknarnefndin hjálpað „errori- bus“ á gang, og verða síðan aðrir að leitast við að „útryðja aftur þeim sömu erroribus“. Hafa þá hvorir tveggja nokkuð að iðja. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Nokkuð að iðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.