Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Tómas Árnason, fyrr- verandi ráðherra og seðlabankastjóri, lést á aðfangadag jóla, 24. des- ember, 91 árs að aldri. Tómas fæddist á Há- nefsstöðum við Seyð- isfjörð 21. júlí 1923. For- eldrar hans voru Árni Vilhjálmsson útgerð- armaður og Guðrún Þorvarðardóttir. Tómas stundaði nám í Alþýðu- skólanum á Eiðum og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1945. Lauk laga- próf frá Háskóla Íslands á fjórum árum og stundaði framhaldsnám í al- þjóðaverslunarrétti við Harvard Law School í Bandaríkjunum 1951- 1952. Tómas rak málflutningsskrifstofu á Akureyri á árunum 1949-1953 en það ár hóf hann störf í utanríkis- ráðuneytinu sem deildarstjóri varnarmáladeildar og sinnti því til 1960. Hóf þá aftur lögfræðistörf og rak málflutningsskrifstofu í Reykja- vík ásamt Vilhjálmi bróður sínum 1960-1972. Þá var Tómas fram- kvæmdastjóri Framkvæmdastofn- unar ríkisins 1972-1978 og aftur 1983-1984. Snemma voru Tóm- asi falin ýmis trún- aðarstörf á vegum Framsóknarflokksins, svo sem erindrekstur og framkvæmda- stjórn Tímans 1960- 1964. Hann var þing- maður Framsókn- arflokksins í Austur- landskjördæmi 1974-1984. Á árunum 1978 -1979 var Tómas fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra 1980 til 1983. Árið 1985 var Tómas skip- aður bankastjóri við Seðlabanka Ís- lands og gegndi því embætti til starfsloka árið 1993. Tómas var alla tíð mikill áhuga- maður um íþróttir og stundaði ung- ur ýmsar íþróttagreinar, m.a. frjáls- ar íþróttir, knattspyrnu og fimleika. Tómas var áhugasamur um fjall- göngur, skíði, veiði og skák, en frá miðjum aldri var golfíþróttin hans helsta tómstundagaman. Árið 1949 kvæntist Tómas Þóru Kristínu Eiríksdóttur frá Norðfirði sem andaðist 2007. Þau hjón eign- uðust fjóra syni; Eirík, Árna, Tómas Þór og Gunnar Guðna. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin níu. Andlát Tómas Árnason VIÐTAL Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Bryndís Kristjánsdóttir leiðsögu- maður féll í sprungu skammt frá Þrí- hnúkagíg fyrir þremur mánuðum. Ótrúlegt þykir að hún hafi lifað fallið af en eftir þrotlausa endurhæfingu frá slysinu er hún á góðum batavegi. Það eina sem Bryndís man eftir frá föstudeginum 26. september sl. er að hafa rætt við bróður sinn í síma snemma um morguninn. Það næsta sem hún man er þegar hún lá á Land- spítalanum viku síðar. Bryndís, sem er leiðsögumaður að mennt og starfar hjá 3H travel sem er með ferðir í Þríhnúkagíg, var með hóp ferðamanna á leið að gígnum gegnum hraunið í Bláfjöllum þegar slysið varð. Enn er óljóst hvers vegna hún féll í sprunguna og ekki er Bryn- dís sjálf til frásagnar þar um því minnið hefur ekki komið til baka. Heppni dauðans Um fremur fámennan hóp var að ræða enda ein síðasta skipulagða ferðin þetta haustið hjá 3H travel í gíginn. Flestir þeirra voru Banda- ríkjamenn en það var lán í óláni að þrjár íslenskar konur, sem starfa við ferðaþjónustu, voru meðal farþega því þær hringdu strax í neyðarlínuna eftir hjálp. „Það var í raun heppni dauðans því þær þekktu símanúm- erið 112, en aðrir í hópnum hefðu vætanlega hringt í 911,“ segir Bryn- dís, sem þekkir þetta svæði eins og lófann á sér eftir að hafa starfað við leiðsögn þarna í tvö sumur. Ein þeirra var líka með símanúm- erið á skrifstofu 3H travel og hringdi beint þangað til að láta vita af slysinu. Bryndís segir að það hafi greinilega verið fremur kalt þennan dag og blautt miðað við öll þau föt sem voru klippt utan af henni eftir slysið. Hún hafði gengið með hópinn frá skál- anum í Bláfjöllum og var að lýsa fyrir fólkinu aðstæðum og jarðfræðinni á þessum slóðum. Brynjar Guðjónsson svaraði í sím- ann á skrifstofu 3H travel og hringdi strax í starfsmenn fyrirtækisins sem biðu eftir hópnum við gíginn, þá Björn Ólafsson og Víði Pétursson, sem eru þrautþjálfaðir fjallgöngu- menn og hjálparsveitarmenn og vel að sér í skyndihjálp. Þeir stukku beint á hjól sín og komu á slysstaðinn innan fárra mínútna. Þessi snöggu viðbrögð allra valda því að allt frá því slysið verður er allt gert rétt og getur Bryndís væntan- lega þakkað þessum viðbrögðum það að komast jafn vel frá slysinu og raun ber vitni. Tók 62 mínútur „Frá því ég steypist ofan í sprung- una og þar til þyrlan kemur með mig á Landspítalann í Fossvogi líða ekki nema 62 mínútur. Þetta verður til þess að skaðinn er mun minni en hann hefði annars orðið,“ segir Bryn- dís. Hún reyndist með margháttaða áverka á höfði, hálsi og andliti og mikla blóðsöfnun í höfuðkúpunni. Hún var strax sett í aðgerð, hluti höf- uðkúpunnar losaður frá og blóð og vökvi fjarlægt þannig að blóðið náði ekki að fara í gegnum heilahimnuna og olli því ekki frekari skaða en raun- in er. Að sögn Bryndísar veit hún ekki enn í dag hvað gerðist. „Ég hef farið þessa leið svo oft áður og er ekki vön að fara yfir sprunguna á þessum stað.“ Eldri maður féll einnig í sprunguna á eftir Bryndísi en hann stóð hinum megin við sprunguna. Hvað olli því að hann fór einnig ofan í sprunguna er einnig óútskýrt. Bryn- dís féll sex metra og væntanlega hafa fæturnir farið á undan en bakpoki sem hún var með á bakinu snúið Bryndísi þannig að hún lenti á höfð- inu og svo fylgdi maðurinn á eftir. Bryndís var ekki með hjálm enda ekki komin að gígnum sjálfum og ein- ungis í sakleysislegri gönguferð með ferðamenn í hrauninu. Kraftaverk á hverjum degi Bryndís fékk stórt gat á höfuðið, fjölmargar sprungur í beinum í hnakkanum og sprungu í augnbotn- inn hægra megin og fleiri brot í and- liti. Eins brotnuðu hálsliðir á þremur stöðum. „Ég lenti beint á höfðinu þannig að það varð eitthvað að gefa eftir,“ segir hún. Bandaríski ferða- maðurinn slasaðist mun minna og var fljótlega útskrifaður af sjúkrahúsinu. Brotin sem slík eru gróin segir Bryn- dís en hún er mjög heppin með hversu hrein brotin voru og ekki þurfti að setja plötu í andlitið til þess að láta brotin þar gróa rétt. Henni var haldið sofandi í öndunarvél á ann- an sólarhring og var á gjörgæslu í nokkra daga. Batinn hefur verið með ólíkindum og þann 17. október var Bryndís útskrifuð af sjúkrahúsinu sjálfu en flutt á Grensásdeildina og var þar eina viku inniliggjandi. Eftir það hefur hún verið á dagdeild Grensásdeildarinnar fimm daga vik- unnar allan daginn. Enn er töluvert í að Bryndís sé reiðubúin til þess að standa á eigin fótum hvað alla þjálfun varðar. Hún er full aðdáunar þegar hún talar um starfsfólkið á Grens- ásdeildinni. „Það eru gerð kraftaverk á Grensás á hverjum degi og alveg ljóst að starfsfólkið er ekki þarna vegna launanna heldur er þetta köll- un fyrir flesta,“ segir Bryndís en ít- arlegra viðtal birtist við hana á mbl.is í dag. Rétt viðbrögð björguðu lífi hennar  Bryndís Kristjánsdóttir hlaut margháttaða áverka þegar hún féll sex metra ofan í sprungu við Þrí- hnúkagíg  Batinn verið með ólíkindum  Veit ekki enn í dag hvað gerðist  Sakleysisleg gönguferð Morgunblaðið/Ómar Leiðsögumaður Bati Bryndísar Kristjánsdóttur hefur verið með ólíkindum en hún man enn ekki hvað gerðist dag- inn örlagaríka þegar hún féll í sprunguna. Skjót viðbrögð samstarfsmanna skiptu sköpum og björguðu lífi hennar. Morgunblaðið/Ómar Endurhæfing Bryndís hefur verið á dagdeild Grensáss fimm daga vikunnar við endurhæfingu. Hún segir starfsfólk vinna kraftaverk á hverjum degi. Sigurður Bogi Svarsson sbs@mbl.is Íslensk þjóð þarfnast í dag máttugs leiðtoga, sem þorir, vill og getur tal- að máli sannleikans. Þarf sömuleiðis stóra jólagjöf sem felur í sér lausn- ir, svo sem á skuldavanda heim- ilanna og læknadeilunni. Haldi sú deila áfram er ekki spurt hvort heldur hvenær við missum líf. Þjóð sem getur ekki lengur varðveitt lífið og varið það er í miklum vanda. Þetta sagði séra Pálmi Matthías- son, sóknarprestur í Bústaðakirkju, í predikun sinni á aðfangadags- kvöld. Þar lagði hann út af boð- skapnum um fæðingu frelsarans, en deildi um leið á stjórnvöld og ríkjandi ástand. Þjóðin gengur í myrkri „Sú þjóð sem er ekki lengur fær um að viðhalda menntunarstigi og heilbrigðisþjónustu mun ekki gera neitt annað en að hnigna. Sú þjóð gengur í myrkri. Óttatilfinning þeirra sem þurfa á læknisþjónustu að halda og þurfa að geta reitt sig á hana gerir ekkert gott. Óttinn er alltaf lamandi afl og eyðandi og við þurfum á allt öðru að halda,“ sagði Pálmi. Í predikun sinni varpaði Pálmi fram spurningu um þá stefnu Reykjavíkurborgar að fullur að- skilnaður skuli vera milli skólastarfs og kirkna auk þess sem kristin við- horf séu jaðarsett í umræðu og áherslum. „Veröld í trú er önnur en veröld í trúleysi. Í lýðfrjálsu og kristnu landi, þar sem menning okkar og löggjöf er byggð á kristn- um gildum og kristin trú lögvarin í stjórnarskránni, þá eru réttindi brotin ef nálgun þessara gilda er heft,“ sagði Pálmi og bætti við: „Vilt þú flytja þangað sem trúin er og þangað sem trúin er leyfð? Verður það þannig í framtíðinni að það fari eftir pólitík hvort iðka megi trúna og hringja klukkum til helgi- halds? Er það framtíð okkar höf- uðborgar?“ Krepptir hnefarnir rúma ekki neitt Sóknarprestur Bústaðakirkju segir að aldrei hafi jafn margir leit- að aðstoðar kirkjunnar fyrir jólin og nú. Öllum hafi verið hægt að veita einhverja aðstoð, enda hafi margir verið tilbúnir að leggja lið. „Íslenskt þjóðfélag þarf að læra upp á nýtt að opna lófana. Ekki að- eins til að þiggja heldur til að gefa. Krepptir hnefar rúma ekki neitt. Þeir geta hvorki gefið né þegið. Opnir lófar opna líka faðminn, opna hjartað, létta á sálinni, næra lífið og gæða það þrótti kærleikans.“ Tímaspursmál hvenær við missum líf vegna læknadeilu  Þurfum máttugan leiðtoga, segir prestur Bústaðakirkju Morgunblaðið/Ómar Trúin Óttinn er alltaf lamandi afl, sagði sr. Pálmi í jólaræðu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.