Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stundum verð-ur gagnrýnitrúverðugri þegar hún kemur innan frá, þótt ekki sé þar með sagt að á hana verði hlust- að. Sýrlenska skáldið Adonis, sem nokkrum sinnum hefur ver- ið orðað við bókmenntaverðlaun Nóbels, talar tæpitungulaust um arabíska vorið og stöðu ísl- ams í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel fyrr í þessum mán- uði. Þar segir hann að þegar fólk reis upp í arabalöndunum fyrir fjórum árum hafi vaknað í hon- um miklar vonir um að þessu „hrópi eftir frelsi“ myndi fylgja lýðræði, borgaralegt samfélag, réttaríki, frelsi og jafnfrétti. „Þetta hefði getað orðið formáli nýrra tíma upplýsingar í araba- heiminum,“ segir hann. „Í stað þess braust út barátta um völd.“ Adonis er þeirrar hyggju að „nútíminn“ sé eins og utan- aðkomandi hlutur í arabaheim- inum, tæknilegt fyrirbæri. Í hinum ríku arabaríkjum sé „nú- tíminn“ neyslufyrirbæri, en sköpunarkrafturinn, sjálfræði skynseminnar, greindin sem máttur sköpunar, séu skilin eft- ir úti á hlaði. „Arabar neyta „nútímans“ án þess að vera hluti af honum,“ segir hann. „Þeir tileinka sér hann ekki.“ Hann heldur áfram og segir að íslam og lög trúarbragðanna komi lýðræði ekkert við. „End- urreisn, siðaskipti, upplýsing eru sögulegar vörður á vegferð hinnar húmanísku byltingar vestursins,“ að sögn skáldsins. „Þær vantar í sögu araba og íslams. Þetta snýst um að stíga út úr hinum himnesku, heild- rænu og guðlega tíma inn í jarð- neskan, einstaklingsbundinn og mannlegan tíma. Þetta skilyrði lýðræðis verður bara uppfyllt ef það verður að raunveruleika, sem svo margir arabískir hugs- uðir og skáld óska sér og krefj- ast: róttækur aðskilnaður hins trúarlega frá hinu pólitíska.“ Adonis segir að í íslam sé að- eins horft aftur, en engar fram- farir verði nema haldið verði fram á við. Jack Straw setti fram sam- bærilega gagnrýni í samtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum þegar hann var utanrík- isráðherra Bretlands. Hann sagði að í íslam hefði ekki átt sér stað siðbót eins og í krist- inni trú á 16. öld og bætti við að slíkt uppgjör yrði íslam til góðs: „Án hennar hefði kapítalisminn aldrei orðið. Múslímaheimurinn var vagga algebrunnar, algórit- mans og annarra fræða, en hann hefur ekki átt sambæri- legt blómaskeið síðan, fyrir ut- an kannski Íran.“ Oft er dregin upp einsleit mynd af íslam í vestrænum fjöl- miðlum. Þó bendir margt til að íslam sé í blindgötu. Þau öfl, sem nú ráða mestu innan íslams þar sem tekist er á, hvort sem það er meðal súnníta eða sjíta, ýta ekki beinlínis undir opin skoðanaskipti í eigin röðum. Og markmið þeirra afla er hvorki opið né frjálst samfélag. Skilyrði lýðræðis er aðskilnaður hins trúarlega frá hinu pólitíska} Íslam í blindgötu Byltingar verðameð ýmsum hætti. Um þessar mundir er verið að þróa nýja aðferð til þess að ofurkæla fisk sem í fréttaskýringu Ágústs Inga Jónssonar í blaðinu fyrr í vik- unni var sagt „á margan hátt byltingarkennt“. Matís og IceProtein á Sauð- árkróki hafa unnið að þessu verkefni, sem vonir eru bundn- ar við að muni ekki aðeins auka líftíma fisksins á leið á markaði með ferskfisk, heldur einnig bæta gæði og nýtingu. Þá verði hægt að spara verulega með því að losna við ís úr veiðiskipum og flugvélum og skipum, sem flytja fisk. Aðferðin hefur verið prófuð á rannsóknarstofum, en nú stendur til að kanna hvernig tekst til með búnað til að ofur- kæla fisk um borð í Málmey SK 1. Þessi tilraun hefur vakið at- hygli utan landsteinanna og fengu Matís, IceProtein og samstarfsaðilar þeirra nýlega styrk að upphæð fjórar millj- ónir norskra króna úr samnorrænum sjóði til rannsókna á ofurkælingunni. Sjávarútvegur er einn af hornsteinum íslensks atvinnulífs. Miklar breytingar hafa orðið í greininni á und- anförnum áratugum og nýting hráefnisins verður sífellt betri. Það gefur auga leið að verð- mæti sjávarfangsins verður meira eftir því sem það er ferskara. Gunnar Þórðarson, umdæm- isstjóri Matís á Ísafirði, segir í fréttaskýringunni að bætt nýt- ing vegna ofurkælingar hafi skilað lítilli fiskvinnslu á Vest- fjörðum 900 þúsund krónum á dag. Þar lýsir hann ferlinu þannig að í raun sé verið „að iðnvæða hugmyndir vísinda- manna og nýta nýja þekkingu fyrir fiskiðnaðinn“. Fyrirheit þessarar nýju tækni eru gríðarleg og til marks um það hvað mikilvægt er að hlúa að rannsóknum og framförum í þessari mikilvægu atvinnugrein fyrir þjóðarbúið. Hugmyndir vísinda- manna iðnvæddar}Bylting í sjávarútvegi? D agbækur Björns Þórðarsonar, forsætisráðherra í utanþings- stjórninni svonefndu á árunum 1942 til 1944, voru nýlega af- hentar Borgarskjalasafni til varðveislu. Dagbækurnar varpa ljósi á bak- svið íslenskra stjórnmála í aðdraganda lýð- veldisstofnunar og eru einnig góð heimild um persónu Björns, vinnubrögð hans og viðhorf. Þá draga þær upp forvitnilegar myndir af samráðherrum hans, Birni Ólafssyni, Einari Arnórssyni og Vilhjálmi Þór, og ríkisstjór- anum og síðar forsetanum, Sveini Björns- syni. Um dagbækurnar og efni þeirra birti ég grein í nýútkomnu jólahefti vikuritsins Vísbendingar og vísa til hennar vilji menn fræðast nánar um þær. Ekki er hægt að segja að efni dagbókanna breyti miklu um þá mynd sem dregin hefur verið upp af utanþingsstjórninni. Hún kom fáu í verk þrátt fyrir góðan ásetning, enda algjörlega háð vilja Alþingis þar sem hver höndin var upp á móti annarri. Dýrtíð og ókyrrð á vinnumarkaði var helsta vandamálið á þessum tíma, en stærsta viðfangsefni stjórnmálanna var þó undirbúningurinn að skilnaði við Danmörku og stofnun lýðveldis. Björn Þórðarson var í hópi þeirra sem vildu fara varlega í því efni, helst bíða til stríðsloka í von um að Danir yrðu þá lausir úr prísund Þjóðverja og skiln- aðurinn gæti farið fram í friði og sátt. En að mati þeirra sem hraðar vildu fara, meirihlutans á Alþingi, kallaði slík kurteisi á of mikla áhættu; Ís- land hefði getað orðið skiptimynt í frið- arsamningum, en slík örlög smáþjóða eru ekki óalgeng að loknum stríðsrekstri stærri þjóða. Björn var hins vegar nógu raunsær til að átta sig á því að ekki væri skynsamlegt að streitast á móti þegar hin þverpólitíska lýðveldisnefnd skilaði vorið 1943 tillögum sínum um stofnun lýðveldis 17. júní 1944. Hann segir berum orðum í dagbókunum að hann hafi ekki viljað fastbinda lýðveld- isstofnunina með þessum hætti, en ákvað að fylgja þeirri stefnu sem meirihluti Alþingis markaði. Fyrir vikið komst hann á spjöld sögunnar sem forsætisráðherrann sem lýsti yfir stofnun íslenska lýðveldisins á Þingvöll- um. Dagbækurnar sýna Björn sem einrænan mann sem flíkar ekki tilfinningum sínum og einka- málum, hefur lítinn áhuga á því að sækja boð og sam- kvæmi og er fámáll við slík tækifæri. Hann sóttist ekki eftir sviðsljósinu, leit ekki á sig sem stjórnmálamann, en vildi vinna fósturjörðinni gagn þegar eftir því var leitað. Síðustu orðin í dagbókum hans eru rituð þegar stjórn hans fór frá 21. október 1944: „Er þá þessu stjórnarævintýri mínu lokið. Fáar hefi ég átt skemmti- stundir þennan tíma, en ég hefi eignast nokkra góða vini, sem ég ekki hafði þekkt áður og trúi ég því, að þeir muni reynast mér tryggir.“ guðmundur@mbl.is Guðmundur Magnússon Pistill Dagbækur Björns Þórðarsonar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Svæðisskipulagsnefnd höfuð-borgarsvæðisins hefur lagtfram tillögu að nýju svæðis-skipulagi fyrir höfuðborg- arsvæðið til ársins 2040. Mun það leysa af hólmi eldra skipulag sem gilti til ársins 2024. Um er að ræða stefnumótandi áætlun um þróun höfuðborgarsvæð- isins næsta aldarfjórðunginn eða svo. Þar eru sett fram leiðarljós, markmið og aðgerðir um þau við- fangsefni sem snerta sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna. Til- lagan ásamt fylgigögnum liggur frammi til og með 2. febrúar nk. á skrifstofu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, í Hamraborg 9 í Kópavogi, hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, og á skrifstofum sveitarfélaganna. Á sama tíma rennur út frestur til að skila inn athugasemdum. Einnig verða haldnir opnir kynningarfundir fyrir íbúa á svæðinu. Um 209 þúsund íbúar í dag Fjöldi greinargerða er lagður fram með tillögunni, m.a. um mann- fjöldaspá og íbúaþróun á höfuðborg- arsvæðinu til ársins 2040, eftir þau Ingunni S. Þorsteinsdóttur og Sig- urð Snævarr. Sjö sveitarfélög eru á höfuðborgarsvæðinu með alls tæp- lega 209 þúsund íbúa. Í greinargerð sinni framreikna þau mannfjöldann á svæðinu samanlagt, sem og hjá einstökum sveitarfélögum, bæði til ársins 2025 og einnig til 2040. Upp- haf tímabilsins miða þau við árið 2012 en þá voru ríflega 203 þúsund íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Á með- fylgjandi töflu er birt spáin frá 2012- 2040 og þar sést m.a. að íbúum gæti fjölgað um allt að 60 þúsund næstu 25 árin, miðað við svonefnda miðspá. Lágspá gerir ráð fyrir allt að 50 þúsund manna fjölgun. Búist er við fjölgun í öllum sveitarfélögum, nema í Kjósarhreppi. Þar er talið að íbúum muni fækka úr 220 í 171 til ársins 2040. Hlutfallslega er reiknað með mestri fjölgun í Hafnarfirði, eða um 46%. Íbúar þar voru um 26.500 árið 2012 en 2040 gætu þeir verið orðnir um 39 þúsund talsins, ef miðspá gengur eftir. Sama spá gerir ráð fyr- ir 24% fjölgun í Reykjavík, 37% í Kópavogi, 35% í Garðabæ, 40% í Mosfellsbæ en aðeins um 6% á Sel- tjarnarnesi. Í miðspá til 2025 er spáð fjölgun á Nesinu um 60 íbúa en lágspá sýnir fækkun um einn íbúa á sama tímabili. Í greinargerð Ingunnar og Sig- urðar er m.a. bent á að fólksfjölgun hafi verið mun meiri á höfuðborg- arsvæðinu en landsbyggðinni und- anfarin 25 ár, eða nærri því 90% fólksfjölgunarinnar. Tekið er dæmi um tímabilið 2009-2014 en þá fækk- aði íbúum á landsbyggðinni um 1.200 en höfuðborgarbúum fjölgaði um 7.500. Þróunin er rakin til búferla- flutninga en skýrsluhöfundar segja borgarlífið draga að ungt fólk, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um heim allan. Samanburður við t.d. aðrar norrænar þjóðir sýni svipaða þróun og hér. 77% á suðvesturhorninu Íbúaþróunin er einnig skoðuð í nágrannasveitarfélögum á suðvest- urhorninu, eins og í Borgarfirði, Ár- nessýslu og á Suðurnesjum. Þar hef- ur orðið meiri fólksfjölgun en annars staðar á landsbyggðinni, eða um tólf þúsund á árunum 1991-2014. Um er að ræða ellefu sveitarfélög og með höfuðborgarsvæðinu búa um 77% landsmanna á SV- horninu. Skýrsluhöfundar taka fram að spár um íbúafjölgun séu mikilli óvissu undirorpnar, t.d. sé horft framhjá skipulags- og lóða- málum og því beri að tala öllum tölum með þeim fyrir- vara. 60 þúsund gætu bæst við til ársins 2040 Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu 2012-2040 Lágspá Miðspá Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðabær* Hafnarfjörður Mosfellsbær Kjósarhreppur Samtals * Álftanes meðtalið 2012. Íbúar 2012 118.814 31.205 4.313 13.702 26.486 8.854 220 203.594 Fjölgun 21.587 9.874 90 4.106 10.852 3.016 -52 49.473 % á ári 0,6 1 0,1 0,9 1,2 1,1 -1 0,8% Fjölgun 28.295 11.709 261 4.700 12.388 3.527 -49 60.831 % á ári 0,8 1,1 0,2 1,1 1,4 1,2 -0,9 0,9% Heimild: Ingunn S. Þorsteinsdóttir og Sigurður Snævarr/Hagstofan Í greinargerðinni um íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Seltjarnarnes skeri sig úr. Aldurssamsetning íbúa sé sérstök, hlutfallslega séu margir á aldrinum 15-24 ára, það fækki mjög í árgöngum fram að fertugu og hlutfalls- lega séu margir á aldrinum 50- 64. „Samfélagið eldist hratt,“ segir þar meðal annars. Ásgerður Halldórsdóttir bæj- arstjóri segist ekki hafa áhyggjur af þessari þróun. Íbú- um sé að fjölga á ný með fleiri barnafjölskyldum og fjölgun í grunnskólanum. „Stækk- unarmöguleikar okkar eru litlir en við eigum óbyggð svæði við Bygggarða þar sem nú er iðnaðarhverfi sem búið er að deiliskipuleggja og fer í bygg- ingu á næstu misserum. Hvernig skipan sveitarfélaga verður á höfuðborgarsvæðinu árið 2040 er erfitt að segja til um, rekstur bæjarins gengur mjög vel og því lítil hvatning til að sameinast öðru bæjarfélagi í dag,“ segir hún, aðspurð hvort sveitarfélagið muni sameinast Reykjavík í náinni framtíð. Samfélagið eldist hratt SELTJARNARNES Ásgerður Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.