Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 361. DAGUR ÁRSINS 2014  Hljómsveitirnar Rökkurró, Oyama og Tófa halda tónleika á Kex Hostel í dag en bæði Rökkurró og Oyama gáfu út breiðskífur á árinu og því hlaðnar nýju efni. Rökkurró hefur ekki verið iðin við spilamennsku undanfarið og hefur ekki spilað á tónleikum síðan á Iceland Airwaves. Því er tilvalið að sjá hljómsveitina spila áður en hún held- ur í tónleikaferð um Evrópu í byrjun næsta árs. Oyama sendi frá sér í haust sína fyrstu breiðskífu í fullri lengd og heitir hún Coolboy og Tófa er ný hljómsveit að stíga sín fyrstu skref. Morgunblaðið/Eggert Rökkurró, Oyama og Tófa spila á Kex  Hildur Guðnadóttir og Olivier Ma- noury spila um helgina á Mengi en Hildur hefur samið verk fyrir margs konar hljóðfærasamsetningar og raddir ásamt því að semja hreina raf- tónlist. Hún hefur samið tónlist við leikrit, dansverk og kvikmyndir. Sin- fóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleik- húsið, breska listasafnið Tate Mod- ern, Breska kvikmyndasamsteypan, Metropolitan-safnið í New York og Þjóðleikhús Gautaborgar eru á meðal þeirra stofnana sem hafa ráðið Hildi sem tónskáld. Olivier Manoury er þekkt- ur bandóneonleikari í Frakklandi en hann hefur samið tónlist fyrir kvik- myndir, leikhús og dans- sýningar og spilað inn á fjölda geisladiska og leik- ur reglulega á tón- leikum og á tónlist- arhátíðum í Evrópu, Japan og Suður-Ameríku. Einstakt tækifæri í Mengi um helgina „Nú fórum við inn í tímabilið með öðru- vísi hugarfar. Við erum með nýjan þjálf- ara og ákváðum bara að sjá hvað við gætum áður en við hugsuðum lengra. Væntingarnar voru minni og þá gekk þetta betur. Við pössuðum okkur á því að setja okkur ekki háleit markmið,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aft- ureldingar, um gott gengi nýliðanna í Olís-deild karla í handbolta. »4 Afturelding með öðruvísi hugarfar Gullmoli frá Gylfa Þór Sigurðssyni réð úrslitum í leik Swansea og Aston Villa í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gær. Swansea hrósaði sigri og skoraði Gylfi sigurmarkið með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 13. mín- útu leiksins. Þetta var þriðja mark Gylfa í deild- inni á tímabilinu. » 1 Gullmoli frá Gylfa réð úrslitum KR finnur alltaf vinningsleiðina. Hve lengi heldur Tindastóll fluginu? Haukar halda áfram að vinna reglu- lega. Stjarnan getur hæglega blómstrað í vor. Njarðvík þarf beittari sóknarleik. Keflavíkurliðið er drekkhlaðið af reynslu. Seinni grein Kristins Friðriks- sonar um stöðu mála í Dominos- deild karla í körfubolta og fimm manna úrvalslið deildarinnar valið. » 2-3 Fimm bestu leikmenn- irnir og sex bestu liðin Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt í vetur. Ég vissi að kór- inn væri góður en þetta eru flottir söngmenn með góðar raddir og vel þjálfaðir. Þetta er nánast eins og að ýta á takka og allt fer í gang, ég vissi að ég tæki við góðu búi,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akra- neskirkju, sem í vetur stýrir Karla- kórnum Heimi í Skagafirði í stað Stefáns R. Gíslasonar, sem er í leyfi frá störfum. Sveinn Arnar stýrir kórnum fyrst opinberlega á árlegri þrettándagleði Heimis í Menningarhúsinu Miðgarði laugardaginn 3. janúar nk. Gistir á Hótel mömmu Sveinn Arnar býr og starfar á Akranesi og ekur norður einu sinni í viku til að stjórna mánudagsæfing- unni. Thomas R. Higgerson undir- leikari sér um raddæfingarnar á fimmtudögum. „Ég vil helst geta verið á báðum æfingunum en þetta er í góðum höndum hjá Higgerson og þeim Heimismönnum,“ segir Sveinn Arn- ar en ráðgert er að hann stjórni kórnum fram yfir árlega Sæluviku- tónleika í vor. Hann stjórnar jafn- framt kór Akraneskirkju og fleiri sönghópum og annríkið því mikið. „Þetta hefur gengið ágætlega til þessa. Mánudagur kallast frídagar hjá organistum þannig að ég hef get- að nýtt hann í ferð norður. Álagið hefur verið mikið í desember en það getur verið gott að nota ferðina til að hugsa og skipuleggja. Þetta er ekki svo löng keyrsla þegar færið er í lagi. Ég hef yfirleitt gist fyrir norðan eftir æfingar og gott að geta hallað sér á „Hótel mömmu“ eða í bústaðn- um mínum,“ segir Sveinn Arnar en hann er fædd- ur og uppalinn á bænum Syðstu-Grund í Blönduhlíð. Segja má að hann standi núna í sömu sporum og sömu stöðu fyrir framan kórinn og afi hans gerði, Gísli Magnússon frá Eyhildarholti, sem var fyrsti stjórnandi Karlakórsins Heimis við stofnun í lok desember árið 1927, eða fyrir 87 árum. „Ég hugsa að það hafi nú verið erf- iðara fyrir afa að komast á æfingar í Varmahlíð en fyrir mig, þó að aðeins nokkrir kílómetrar séu í Eyhildar- holt. Hann þurfti að sundríða eða svamla yfir Héraðsvötn til að fara á æfingar og ganga í vetrarveðrum en ég mæti alltaf skraufþurr,“ segir Sveinn Arnar en níu móðurbræður hans, synir Gísla, sungu einnig í kórnum. Formaður Heimis í dag, Gísli Árnason frá Eyhildarholti, er einnig barnabarn Gísla Magnússonar og annar söngmaður til, Kolbeinn Konráðsson. Tvíburabróðir Kol- beins, Þorleifur, kallaður Leifi, er í leyfi frá söngstörfum! Þannig að skyldleiki kórmanna er mikill þvers og kruss. Mætir skraufþurr á æfingar  Fetar í fótspor afa síns sem stjórnandi Heimis Ljósmynd/Hjalti Árnason Stjórnandi Sveinn Arnar Sæmundsson á æfingu með Karlakórnum Heimi. Í sömu fótsporum stóð afi hans, Gísli Magnússon frá Eyhildarholti, fyrsti stjórnandi kórsins sem stofnaður var árið 1927, eða fyrir 87 árum. Á þrettándagleði Heimis í Miðgarði 3. janúar nk. verða einsöngvarar þeir Þór Breiðfjörð og Ari Jóhann Sigurðsson, sem er Heimismaður og aðdáendum kórsins að góðu kunnur. Þór hefur víða getið sér gott orð fyrir söng sinn. Hann sló t.d. í gegn í Vesalingunum í upp- færslu Þjóðleikhússins 2012 og fékk Grímu-verðlaunin það ár sem söngvari ársins í klassískri tónlist. „Þetta verður fjölbreytt dagskrá hjá okkur, hefðbundin karla- kórslög fyrir hlé og þegar ræðumaður kvöldsins hef- ur skemmt okkur þá tekur léttklassíkin við. Við munum taka allt frá Finlandia eftir Sibelius upp í Elvis Presley, eða niður, allt eftir því hvernig menn horfa á þetta,“ segir Sveinn Arnar, en ræðumaður kvöldsins verður Agnar Gunn- arsson á Miklabæ í Blönduhlíð, oddviti Akrahrepps og annálaður húmoristi. Sem fyrr leikur Thomas R. Higg- erson á píanó en hann hefur verið undirleikari kórsins frá árinu 1991. Einnig mæta í Miðgarð þeir Jón Þorsteinn Reynisson á harm- onikku og Pétur Ingólfsson á kontrabassa. Pétur er Þingeyingur en Jón Þorsteinn er skagfirskur í húð og hár, stundar núna nám í Kaupmannahöfn. Að söngveislu lokinni verður slegið upp dansleik í Miðgarði við undirleik Hilmars Sverrissonar tónlistarmanns. Frá Sibelius til Elvis Presley HEIMIR MEÐ ÁRLEGA ÞRETTÁNDAGLEÐI Í MIÐGARÐI Þór Breiðfjörð 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sá kærustuna aldrei aftur 2. Keyrt yfir grafir í Gufunesi 3. Unnusta Karls í stífri þjálfun 4. Hélt hún væri í Amazing Race FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan 2-8 m/s. Léttskýjað sunnan- og vestan- lands, en styttir að mestu upp nyrðra og eystra. Frost 1-10 stig, kaldast í innsveitum. Á sunnudag Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og bjart með köflum austantil, en þykknar upp á Vesturlandi. Hlýnandi veður, hiti 0 til 6 stig síðdegis, en um frostmark norðaustan- og austanlands. Á mánudag Sunnan 13-20 m/s og rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnandi veður, hiti 3 til 10 stig síðdegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.