Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands FARÐU Í JÓLAKNÖTTINN FLUGFELAG.IS FÍ DEILDARBIKAR HSÍ – FYLGDU ÞÍNU LIÐI FLUGFÉLAG ÍSLANDSMÆLIR MEÐ því að fylg ja sínu liði gegnum æsispennandi lokamínútur ársins og láta í sér heyra. Við stöndum við bakið á íslenskum handbolta og sendum baráttukveðjur í Hafnarfjörðinn yfir hátíðarnar. Koma svo! Leikið verður um FÍ deildarbikar HSÍ í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði dagana 27.–28. desember. Miðaverðið er 1.000 kr. yfir daginn. ÍS LE N SK A SÍ A. IS FL U 72 05 9 12 /1 4 BOLTINN FLÝGUR MILLI JÓLA OG NÝÁRS Í ÍÞRÓTTAHÚSINU VIÐ STRANDGÖTU. Grótta Stjarnan Laugard. 27. des. kl. 12:00 Deildarbikar kvenna Fram ÍBV Laugard. 27. des. kl. 13:45 Deildarbikar kvenna Valur FH Laugard. 27. des. kl. 15:30 Deildarbikar karla ÍR Afturelding Laugard. 27. des. kl. 17:15 Deildarbikar karla Úrslit Úrslit Sunnud. 28. des. kl. 13:00 Deildarbikar kvenna Úrslit Úrslit Sunnud. 28. des. kl. 15:00 Deildarbikar karla Kammerkórinn Schola cantorum heldur jólatónleika í Hallgríms- kirkju á morgun, sunnudaginn 28. desember, kl. 17. „Tónlistin er úr ýmsum áttum en einkennist öll af hátíðlegum andblæ jólahátíðarinnar þar sem kórinn mun syngja lög allt frá þýskum meisturum 16. aldar til nýrra verka, auk vel þekktra jóla- laga. Af íslenskum verkum tónleikanna ber hæst frumflutning á fjórum jóla- lögum eftir Hafliða Hallgrímsson en undanfarið hafa jólalög hans fyrir kóra vakið athygli í Englandi þar sem hann er búsettur. Vel þekkt lög, bæði íslensk og erlend, munu hljóma og má þar nefna Betlehemsstjörn- una eftir Áskel Jónsson, Jólagjöfina eftir Hörð Áskelsson og Ó, helga nótt eftir Adams,“ segir m.a. í til- kynningu. Einsöngvarar eru Fjölnir Ólafs- son barítón, Hildigunnur Ein- arsdóttir alt og Thelma Hrönn Sig- urdórsdóttir sópran, auk þess sem aðrir einsöngvarar úr röðum kór- félaga syngja einsöngsstrófur. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson og stjórnandi Hörður Ás- kelsson. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum kemur Schola can- torum fram í 24. skipti á þessu ári ásamt stjórnanda sínum á tónleik- unum á morgun. „Að venju hefur víða verið komið við í tónlistarflutn- ingi á árinu. Kórinn hélt síðast tón- leika í Storkyrkan í Stokkhólmi í nóvember síðastliðnum þar sem hann söng meðal annars verk eftir Arvo Pärt, James MacMillan, Eric Withacre og kórfélagana Sigurð Sævarsson og Hreiðar Inga Þor- steinsson. Að auki hélt kórinn kynn- ingu á íslenskum tónlistararfi í Kon- unglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi. Schola cantorum hefur jafnan sinnt fjölbreytilegum verkefnum fyrir utan hefðbundið tónleikahald. Kórinn söng meðal annars á Listahátíð í Reykjavík verk Ragnars Kjartanssonar og Kjartans Sveins- onar, Der Klang der Offenbarung des Göttlichen. Einnig má nefna upptökur á tónlist eftir Ben Frost fyrir BBC og nú síðast um miðjan desember söng kórinn í upptökum fyrir kanadíska raftónlistarmanninn Tim Hecker og Bedroom Comm- unity,“ segir í tilkynningu og á það minnt að á komandi ári muni Schola cantorum halda tónleika í mars þar sem endurreisnartónlist verði í önd- vegi. Jól með Schola cantorum  Gamlir og nýir söngvar jólanna Hátíðleiki Hörður Áskelsson með Schola cantorum. Vaxmynd af leikkonunni Jennifer Lawrence í hlutverki Katniss Ever- deen, söguhetju bókanna og kvik- myndanna um Hungurleikana, hef- ur nú bæst í vaxmyndasafn Mad- ame Tussaud í Lundúnum. Síðasta kvikmyndin í Hungurleika-syrp- unni verður frumsýnd í Bretlandi í nóvember á næsta ári og verður vaxmyndin í safninu fram að því og jafnvel lengur, skv. frétt dagblaðs- ins Guardian. Söguhetja Starfsmaður Madame Tussaud greiðir Katniss Everdeen. Everdeen í safni Madame Tussaud

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.