Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014
Raðauglýsingar 569 1100
Tilboð/útboð
Óskað er eftir rekstraraðila
fyrir Gistiskýlið
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir
áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur
neyðargistiskýlis fyrir karla - Gistiskýlisins. Um er
að ræða úrræði sem rekið hefur verið í Reykjavík á
undanförnum árum, en samningur við núverandi
rekstraraðila rennur út þann 28. febrúar 2015.
Hlutverk Gistiskýlisins er að veita húsnæðislausum
körlum næsturgistingu á grundvelli kröfulýsingar
sem fyrir liggur um þjónustuna. Þjónustusamningur
til 3ja ára verður gerður við þann aðila sem valinn
verður til að reka þjónustuna.
Leitað er eftir einstaklingum eða félagasamtökum
sem hafa reynslu af þjónustu við fólk sem á við
margháttaða félagslega erfiðleika að stríða með
sérstakri áherslu á reynslu af vinnu með fólki sem á
við áfengis- og vímuefnavanda að etja.
Daglegur rekstur og þjónusta er í höndum
þjónustusala, en til daglegs reksturs teljast t.d.
starfsmannamál, almennur rekstur húsnæðis og
eldhúss, þvottur og skipting rúmfata á hverjum
degi auk annarrar þjónustu.
Reykjavíkurborg leggur til húsnæði fyrir rekstur
Gistiskýlisins. Gert er ráð fyrir því að 20 karlar gisti
í einu að meðaltali yfir árið. Sturtu- og hreinlætis-
aðstaða er fyrir notendur Gistiskýlisins og aðstaða
í þvottahúsi er til að þvo föt sín.
Þjónustutími Gistiskýlisins er a.m.k. frá kl. 17:00
– kl. 10:00 næsta dag, alla daga ársins og þarf
þjónustusali að tryggja að starfsemin sé ætíð
mönnuð nægilega mörgum starfsmönnum svo
unnt sé að veita þá þjónustu sem skilgreind er í
kröfulýsingu. Að lágmarki eru tveir starfsmenn á
vakt á opnunartíma.
Frekari upplýsingar veitir Sigtryggur Jónsson,
framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar
og Hlíða, sigtryggur.jonsson@reykjavik.is.
Kröfulýsingu er að finna á vefslóðinni http://reykja-
vik.is/stadir/thjonustumidstod-midborgar-og-hlida
Áhugasamir skili inn umsókn um verkefnið fyrir lok
starfsdags þann 14. janúar 2015.
Óskað er eftir að taka á leigu fullbúið
skrifstofuhúsnæði fyrir hluta af
Stofnun Árna Magnússonar
15773 - Ríkiskaup f.h. Framkvæmdasýslu
ríkisins óska eftir að taka á leigu skrif-
stofuhúsnæði fyrir hluta af Stofnun Árna
Magnússonar. Miðað er við að húsnæðið verði
tekið á leigu til 5 ára, fullbúið til notkunar, án
lausabúnaðar. Óskað er eftir húsnæði í grennd við
háskólasvæðið í Vatnsmýri. Þá þurfa almennings-
samgöngur og aðkoma að húsnæði að vera góðar
og næg bílastæði.
Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 620
fermetrar. Húsnæðið skal vera hefðbundið
skrifstofuhúsnæði.
Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið
verður að uppfylla eru aðgengilegar á heimasíðu
Ríkiskaupa www.rikiskaup.is
Fyrirspurnir varðandi verkefni nr. 15773 skulu
sendar á netfangið www.utbod@rikiskaup.is og
verða svör birt á vef Ríkiskaupa.
Fyrirspurnarfrestur rennur út þriðjudaginn
20. janúar, en svarfrestur er til og með
23. janúar 2014.
Leigutilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni
7, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 12.00
þriðjudaginn 27. janúar 2015 merkt:
15773 – Leiga á húsnæði fyrir Stofnun Árna
Magnússonar.
Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið
tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út
frá fyrirhugaðri starfsemi, afhendingartíma,
staðsetningu, aðkomu og bílastæðum.
Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undan-
skilin lögum um opinber innkaup nr. 84/2007, sbr.
1. mgr. 6a. gr.
Gögn sem fylgja tilboði þurfa m.a. að inni-
halda eftirfarandi:
1. Afhendingartíma
2. Stærð húsnæðis og tillöguteikningar
3. Staðsetningu húsnæðis
4. Fjölda bílastæða sem tilheyra húsnæðinu
5. Leiguverð pr. fermetra og heildarleiguverð
6. Húsgjöld
ÓSKAST TIL LEIGU
Tilkynningar
Kynning á verkefnislýsingum:
Deiliskipulag Þingvallavegar og
Selholt - aðalskipulagsbreyting
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar tvær verkefnislýsingar skv.
30. og 40. gr. skipulagslaga:
Fyrir gerð deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal og næsta
umhverfi hans, frá stað skammt vestan Suðurárbrúar og austur
fyrir Gljúfrastein. Markmið með deiliskipulaginu er að er að móta
og ákveða gerð umferðarmannvirkja og umhverfis þeirra með þeim
hætti að stuðlað sé að auknu öryggi allra þátttakenda í umferðinni
á svæðinu og ásættanlegri sambúð byggðar og vegar.
Fyrir breytingu á aðalskipulagi í landi Selholts í Mosfellsdal, þ.e.
að landnotkun á um 15 ha reit sunnan Leirtjarnar þar sem nú er
landbúnaðarsvæði og opið óbyggt svæði breytist í afþreyingar- og
ferðamannasvæði. Fyrir liggur viljayfirlýsing Mosfellsbæjar og
félagsins Stórsögu um leigu á landi í því skyni að þarna verði byggð-
ur upp víkingabær með fornu lagi, sem veiti ferðamönnum innsýn
í aðstæður og lifnaðarhætti landsmanna á þjóðveldisöld. Áformað
er að samhliða aðalskipulagsbreytingunni verði gerð tillaga að
deiliskipulagi reitsins.
Í verkefnislýsingum kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveit-
arstjórn hefur við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og
fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og
samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Fyrirhuguð er sér-
stök kynning fyrir íbúa Mosfellsdals á lýsingu fyrir Þingvallaveg og
verður hún auglýst síðar.
Verkefnislýsingarnar liggja frammi í Þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2.
hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ, og á heimasíðu bæjarins á slóðinni:
mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar
Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsingarnar má skila til
þjónustuversins eða undirritaðs og er æskilegt að þær berist fyrir lok
janúar 2015.
22. desember 2014,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
finnur@mos.is
Smáauglýsingar 569 1100
Smáauglýsingar
fasteignir
Gisting
AKUREYRI
Sumarbústaður til leigu.
Sumarbústaður til sölu
Orlofshus.is
Leó 897-5300
Sumarhús
Eignarlóðir í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgangi að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi, ca 45 km frá Reykjavík. Vaxta-
laust lán í allt að 1 ár.
Allar nánari upplýsingar gefur Jón í
síma 896-1864.
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Ódýr blekhylki og tónerar
Verslun í Hagkaup, Smáralind og
Fjarðargötu 11, Hafnarfirði
Blekhylki.is, sími 517 0150
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Þjónustuauglýsingar 569 1100
mbl.is
alltaf - allstaðar