Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari fagnar fertugsafmælisínu eftir viðburðaríkt ár. Hann gaf út tvær hljómplötur,nótnahefti með verkum sínum og var útnefndur bæjar- listamaður Hafnarfjarðar. Í dag fer hann með börnin á jólaball og opið hús verður hjá honum fyrir vini og vandamenn frá kl. 5 til 8. En hvað er fram undan á nýju ári? „Þá ætla ég að halda áfram að gera músík og fylgja betur eftir þeim hljómplötum sem ég gerði í fyrra. Önnur var með ASA-tríóinu sem Agnar Már Magnússon og Scott McLemore eru einnig í og við förum í tónleikaferð til Banda- ríkjanna næsta sumar. Hin platan sem ég gerði var með Andrés Thor Nordic Quartet, en í henni eru einnig Dani, Svíi og Norðmaður sem búsettir eru í Ósló. Við spiluðum fyrst saman á Jazzhátíð Reykjavíkur 2012 og eitthvað small saman hjá okkur og við höfum verið að gera tónlist síðan þá. Við förum einnig í tónleikaferð á næsta ári. Svo verð ég að spila í Borgarleikhúsinu í söngleiknum Billy Elliot.“ Þegar tónlistinni sleppir finnst Andrési gaman að fara á skíði. „Ég er nýbyrjaður á því aftur en afi og amma voru dugleg að fara með mig á skíði þegar ég var gutti. Ég tók mig til og græjaði fjöl- skylduna upp og við konan og börnin erum saman í þessu.“ Eig- inkona Andrésar er Sigríður Dröfn Jónsdóttir matvælafræðingur og þau eiga fjögur börn: Þórdísi Dröfn 17 ára, Árna Dag 12 ára, Bjarka Dan 11 ára og Sölku Guðrúnu 4 ára. Andrés Þór Gunnlaugsson er fertugur í dag Morgunblaðið/RAX Fyrir utan Bæjarbíó „Menningarlífið í Hafnarfirði er blómlegt og ég stefni á að halda tónleika í bænum á nýju ári,“ segir bæjarlistamaðurinn. Heldur áfram að búa til tónlist á nýju ári Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Selfossi Íris Embla Örvarsdóttir fæddist 24. janúar 2014 kl. 9.19. Hún vó 3.690 g og var 50,5 cm löng. For- eldrar hennar eru Sólveig Kristjana Sigurðardóttir og Örvar Þór Arason. K ristín fæddist í Reykja- vík 27.12. 1944 og ólst þar upp í Hlíðunum. Hún var í Ísaksskóla, Austurbæjarskóla, Gagnfræðaskóla Austurbæjar og lauk stúdentsprófi frá MR 1965. Hún lauk síðan prófum í lífeindafræði við Tækniskólann. Kristín var í sveit á sumrin að Staðarhrauni í Mýrasýslu frá sex ára aldri og þar til hún varð tíu ára: „Þarna var ég ásamt mörgum öðrum börnum hjá barnlausum hjónum sem voru farin að reskjast. Þau voru mér afskaplega góð en maður varð auðvit- að að vinna eins og krakkar gerðu til sveita á þessum árum, gefa hænsn- unum, þrífa og hjálpa til við ýmis verk. Þetta var mjög þroskandi því þarna lærði maður að vinna.“ Kristín vann á lögmanns- og end- urskoðunarskrifstofu föður síns á sumrin og var flugfreyja hjá Flug- félagi Íslands tvö sumur á mennta- skólaárunum. Eftir að Kristín lauk prófum í líf- eindafræði starfaði hún hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins á Keldnaholti í tvö ár. Hún gifti sig 1969 og flutti með manni sínum til Providence Rhode Island í Banda- ríkjunum þar sem hann stundaði doktorsnám í verkfræði. Þar starfaði Kristín einnig á rannsóknarstofu um nokkurt skeið. Eftir heimkomuna hóf Kristín störf á Landakoti 1973 og starfaði þar í 15 ár. Þá hóf hún störf á Land- spítalanum við Hringbraut og vann þar til 2009. Kristín var formaður Foreldra- félags Hlíðaskóla um skeið og hefur starfað með Hringnum. Kristín og eiginmaður hennar Kristín Ragnarsdóttir lífeindafræðingur – 70 ára Á suðrænni strönd Hjónin Kristín og Geir Arnar í Torrevieja á Costa Blanca ströndinni á suðaustur Spáni. Vann á Landakoti og Landspítala í 36 ár Slakað á Kristín í sólinni í Altea á Costa Blanca strönd á Spáni sl. sumar. Í ferðalagið Á vinnustaðinn Í sumarbústaðinn Í eldhúsið • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum og Byko Engar flækjurEkkert vesen www.danco.is Heildsöludreifing Wrapmaster Skammtari fyrir plastfilmur Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma Reykjavík Hrafnhildur Katrín fæddist 23. janúar 2014 kl. 4.47. Hún vó 3.288 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristrún Anna Óskarsdóttir og Eyþór Smári Heiðarsson. Nýir borgarar Hjónin Sólveig Jónsson og Jón Hjör- leifur Jónsson, áður Lyngrima 15 í Reykjavík, nú á Hrafnistu í Hafnarfirði, Hraunvangi 7, fagna 60 ára brúð- kaupsafmæli sínu í dag, 27. desember. Þau munu verja deginum í faðmi fjöl- skyldunnar. Árnað heilla Demantsbrúðkaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.