Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 35
stofnuðu, ásamt góðum vinum, gönguklúbbinn Geirfuglana fyrir um 30 árum: „Þessi hópur sem hefur ver- ið mjög náinn og samrýndur alla tíð byrjaði að fara í lengri gönguferðir löngu áður en slíkar ferðir komust í tísku. Ég man að fæstir vissu um Laugaveginn þegar við fórum hann í okkar fyrstu ferð. Síðan gengum við á hverju sumri, víða um land. Auk þess gengum við í Austurríki, Slóveníu, Frakklandi og á Spáni. Nú erum við hætt að fara í lengri göngur en hitt- umst samt alltaf einu sinni á sumrin og tökum styttri göngutúra. Svo höfum við hjónin verið í golfi sl. áratug, bæði hér heima og á Spáni þar sem við eigum hús.“ Fjölskylda Kristín giftist 1969 Geir Arnari Gunnlaugssyni, f. 30.7. 1943, fyrrv. prófessor við HÍ, forstjóra Marels, Sæplasts og Promens, nú stjórn- arformanni Landsnets. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Guðmunds- son, f. 24.7. 1914, d. 1.5. 1994, toll- gæslumaður í Hafnarfirði, og Sig- urrós Oddgeirsdóttir, f. 24.7. 1917, d. 13.9. 1992, póstafgreiðslumaður á Reyðarfirði og síðar í Reykjavík. Stjúpfaðir Geirs var Jens Pálsson, f. 9.3. 1916, d. 20.1. 2000, loft- skeytamaður. Börn Kristínar og Geirs eru Arnar Geirsson, f. 9.10. 1971, hjartaskurð- læknir við LSH, búsettur í Reykjavík en kona hans er Sigríður Benedikts- dóttir, dr. í hagfræði og fram- kvæmdastjóri í Seðlabankanum og eru synir þeirra Benedikt Jens, f. 2000, Kristján Geir, f. 2002, og Arnar Helgi, f. 2005; Ragnhildur Geirs- dóttir, f. 9.3. 1971, verkfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Landsbank- ann, búsett í Kópavogi en maður hennar er Ágúst Þorbjörnsson, hag- verkfræðingur og rekstrarráðgjafi, í doktorsnámi og eru börn þeirra Geir Þór, f. 2009, og Kristín Steinunn, f. 2011; Heiður Rós, f. 8.8. 1975, kenn- ari, búsett í Reykjavík. Systkini: Oddný M. Ragnarsdóttir, f. 16.3. 1941, hjúkrunarfræðingur, bú- sett í Reykjavík; Ólafur H. Ragn- arsson, f. 16.3. 1941, hrl., búsettur í Reykjavík; Ragnar Ragnarsson, f. 27.12. 1944, verkfræðingur í Reykja- vík. Foreldrar Kristínar voru Ragnar Ólafsson, f. 2.5. 1906, d. 7.6. 1982, hrl. með eigin lögmanns- og endurskoð- unarskrifstofu í Reykjavík, og k.h., Kristín Sigríður Hinriksdóttir Ólafs- son, f. 31.1. 1905, d. 25.3. 1995, hús- freyja. Úr frændgarði Kristínar Ragnarsdóttur Kristín Ragnarsdóttir Ragnhildur Ólafsdóttir húsfr. á Lundum Ásgeir Finnbogason bókbindari og b. á Lundum Oddný Ásgeirsdóttir húsfr. í Lundum og Ebor Hinrik Jónsson Johnson b. á Lundum og Ebor í Manitoba í Kanada Kristín Sigríður Hinriksdóttir Ólafsson f. Johnson húsfr. í Rvík Ingbjörg Pálsdóttir húsfr. á Mosfelli Jón Jónsson b. á Mosfelli í Önundarfirði Jakob Finnbogasson pr. í Steinnesi Þorvaldur Jakobsson pr. í Sauðlauksdal Finnbogi Þorvaldsson verkfr. í Rvík Vigdís Finnbogadóttir fjórði forseti lýðveldisins Sigríður Ásgeirsdóttir húsfr. í Hjarðarholti í Stafholtstungum Ragnhildur Ólafsdóttir húsfr. í Engey Guðrún Pétursd. húsfr. og kven- réttinda- frömuður í Rvík Valdís Gunnarsdóttir húsfr. á Hala Þórður Guðmundsson hreppstj. oddviti og alþm. á Hala í Holtahreppi Margrét Þórðardóttir húsfr. í Lindarbæ Ólafur Ólafsson búfræðingur og hreppstj. í Lindarbæ í Holtum Ragnar Ólafsson hrl. og lögmaður í Rvík Ragnhildur Ólafsdóttir húsfr. í Lundum Ólafur Ólafsson hreppstj. á Lundum á Mýrum í Borgarfirði Kristjana Benediktsd. Blöndal húsfr. í RvíkBenedikt Blöndal hæstaréttar- dómari Karl Blöndal aðstoðarritstj. Morgunblaðsins Halldór Blöndal fyrrv. ráðherra og forseti Alþingis Pétur Blöndal forstjóri Samáls Sveinn Benediktsson framkvæmdastj. í Rvík Benedikt Sveinsson hrl. og stjórn- arform. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Björn Bjarnason fyrrv. alþm. og ráðherra. Áslaug Jónsdóttir húsfr. í Rvík Ragnhildur Jónsdóttir húsfr. í Rvík Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt Jón Ingvarsson lögfr. í Rvík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 415 4000 Gunnar fæddist í Reykjavík26.12. 1909, sonur Ragnhild-ar Magnúsdóttur og Guðjóns Sigurðssonar úrsmiðs sem stofnaði kammermúsíksjóð sem bar nafn hans. Hann fórst í eldsvoðanum í miðbænum 1915 en Ragnhildur lést 1920. Gunnar ólst upp hjá eldri systur sinni, Guðmundu, og manni hennar, Gunnari Kvaran stórkaupmanni. Önnur systir Gunnars sammæðra var Jóhanna Guðmundsdóttir sem Tómas Guðmundsson mun hafa ort til kvæðið „Hanna litla“. Kona Gunnars var Unnur, dóttir Magnúsar guðfræðiprófessors Jóns- sonar og Benníar Lárusdóttur. Börn þeirra: Ragnhildur, Unnur, Berg- ljót, Hanna og Magnús. Að loknu stúdentsprófi frá MR 1928 sótti Gunnar verslunarnám í Þýskalandi og Englandi og árið 1933 stofnaði hann skipamiðlun sem hann rak til ársins 1980. Hann tók þátt í rekstri og stjórnun ýmissa fyrir- tækja, var framkvæmdastjóri Eim- skipafélagsins Ísafoldar hf. 1934-41, Hvalveiðifélagsins Kóps hf. 1938-40 og framkvæmdastjóri og einn aðal- eigenda Sænsk-íslenska frystihúss- ins 1961-68. Gunnar sat í stjórn VSÍ og Cold- water Seafood Corporation, og var stjórnarformaður Verzlunarráðs Ís- lands og SH. Gunnar var músíkalskur, lærði á píanó og endurlífgaði árið 1940 kammermúsíksjóð föður síns, sem síðar rann inn í byggingu Hörpu. Hann var meðal stofnenda Golf- klúbbs Reykjavíkur, virkur í Litla skíðafélaginu og konsúll Belgíu. Gunnar hafði forystu meðal sjö ungra Íslendinga sem urðu innlyksa í Danmörku 1940 um að gera upp lít- ið vélskip, Frekjuna, og sigla á henni heim til Íslands í ágúst 1940. Gunnar var höfðinglegur á velli, svipmikill og karlmannlegur í fram- göngu, enda vakti hann hvarvetna virðingu og athygli. Mánudagsblaðið nefndi hann best klædda mann á Ís- landi, og sagt var að Halldór Lax- ness tæki hann sér til fyrirmyndar í klæðaburði. Gunnar lést 22.12. 1992. Merkir Íslendingar Gunnar Guðjónsson Annar í jólum 95 ára Baldvin Ólafsson Karín Kristín Blöndal 85 ára Guðmunda Jónsdóttir Jakob Hólm Hermannsson Svanhildur Sigurðardóttir 80 ára Eiður Ragnarsson Guðlaug Helgadóttir Guðmundur Ásgrímsson Kristjana Kristjónsdóttir Þórarna Ólafsdóttir 75 ára Ásgeir Sumarliðason Elín Ólafsdóttir Erich Hermann Köppel Guðmundur Þórðarson Halla S. Þorvaldsdóttir Hannes Oddsson Helga S. Ágústsdóttir 70 ára Bragi Guðjónsson Guðgeir Einarsson Gunnar A. Sigurjónsson Jóhann Sigurðsson Katrín Sigurgeirsdóttir Sigríður Tómasdóttir Sveinn F. Jóhannsson 60 ára Benedikt Ásmundsson Elín Una Friðfinnsdóttir Elvar R. Jóhannesson Finnur Sigurgeirsson Guðmundur Sigurbjörnsson Guðríður Ólafsdóttir Hafdís Brandsdóttir Ingi Ólafsson Jóhann Óli Hilmarsson Pálmi Breiðfjörð Einarsson Steinunn R. Hauksdóttir Steinunn Þrúður Hlynsdóttir Svanhildur I. Hauksdóttir Sveinbjörn Jónsson Sveinn Haukur Pétursson 50 ára Agron Sulollari Ásgeir Þór Agnarsson Hafþór H.F. Valdimarsson Inita Zamoreva Jan Apanowicz Magnús Jónsson Milina Haseta Óðinn Þórisson Ólafur Grétar Gunnarsson Páll Gústaf Arnar Rut Haraldsdóttir Salbjörg Sigurðardóttir Þorsteinn Magnússon 40 ára Anna María Róbertsdóttir Bryndís Hrönn Sveinsdóttir Elzbieta Niescier Guðmundur Rúnar Árnason Kothamoly Aliyampurath P. Nair Malgorzata Urszula Hundt Margrét Gígja Þórðardóttir Pétur Eyfjörð Sigurðsson Sigurbjörn Birkir Björnsson Súsanna Guðlaug Hreiðarsdóttir 30 ára Aliona Litovcenco Einar Guðmundsson Elsa Valborg Sveinsdóttir Gunnlaug Hólm Rúnarsdóttir Herdís Anna Ingimarsdóttir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir Þórarinn Ólason Laugardagur 27.12. 95 ára Sigrún Hermannsdóttir 90 ára Bryndís Jónsdóttir 85 ára Helgi Ingimundarson Ingibjörg Egilsdóttir Kristín Ingibj. Friðriksdóttir 80 ára Róslín B. Jóhannesdóttir Sjöfn Björg Kristinsdóttir Soffía Zophoníasdóttir 75 ára Ásgrímur Jónasson Katrín Helga Karlsdóttir Málfríður Helga Jónsdóttir Ragnheiður Kristín Benediktsson 70 ára Ágústa Guðlaugsdóttir Bryndís H. Sigurðardóttir Gerður Guðríður Sigurðardóttir Kristín Ragnarsdóttir Margrét Gunnarsdóttir María Lilja Halldórsdóttir Ólafur Tryggvason Ragnar Ragnarsson Þórólfur Þórlindsson Örn Ægir Óskarsson 60 ára Björg Kristín Kristjánsdóttir Ester Friðriksdóttir Georg Þorvaldsson Gísli Georgsson Guðný Jónsdóttir Guðrún Matthíasdóttir Gungör Gunnar Tamzok Gunnar Ingibergsson Hjörleifur Sveinsson Hörður Geir Björnsson Ingi Þór Hafsteinsson Jens Guðjón Einarsson Kristbjörg Guðmundsdóttir Kristmundur Valberg Rebekka Sigr. Friðgeirsdóttir Sigríður Hróðmarsdóttir Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson Þorvaldur Ingi Magnússon 50 ára Bergljót Leifsdóttir Bylgja Rúna Aradóttir Erna Hávarðsdóttir Gestur Hreinsson Guðný Eysteinsdóttir Guðrún Hreinsdóttir Hanna Lára Steinsson Sigríður Þorsteinsdóttir Þórunn Guðrún Þorsteinsdóttir 40 ára Andrés Þór Gunnlaugsson Anna Steinunn Hólmarsdóttir Hildur Ýrr Jóhannsdóttir Hlín Eyglóardóttir Páll Georgsson Ragnhildur Halla Bjarnadóttir 30 ára Birgitta Fanndal Gunnarsdóttir Edith Þóra Pétursdóttir Fríða Bogadóttir Gísli Snorri Rúnarsson Guðmundur Snær Guðmundsson Guðrún G. Axfjörð Elínardóttir Jesus Blazquez Barrado Jón Elías Kolbeinsson Lora Elín Einarsdóttir Margrét Anna Huldudóttir Pálmar Þór Hlöðversson Stefanía Benediktsdóttir Tómas Arnar Emilsson Vytautas Baltrimas Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.