Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við. Ef þú ætlar að kynna einhverja hugmynd, vertu þá alveg viss um að hún sé samkvæm þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að hafa augu á hverjum fingri í fjármálum því það er aldrei að vita hvenær gefur á bátinn. Gefðu þér tíma til þess og leyfðu þeim sem málið varðar að láta álit sitt í ljós. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú nýtur óvenjumikillar athygli og ættir því að huga að því hvernig þú kemur fyrir. Gömul tækifæri munu reynast þér best þessa dagana. Eitthvað óvænt gerist í dag í tengslum við þetta. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu ekki öfund annarra skemma fyrir þér. Reyndu að skipuleggja tíma þinn sem best og gefðu sjálfum þér tíma líka. Sýndu þolinmæði og þá lagast allt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú nýtur þess að leika við börn og full- orðna í dag og gætir jafnvel átt það til að daðra. Láttu þínar eigin þarfir njóta forgangs, það er nauðsynlegt annað veifið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Skyndigróði eða óvænt tækifæri gætu komið sér vel. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig. Varastu að taka of mikið að þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt skilið að hvíla þig eftir góða vinnu- törn. Himintunglin ýta undir allsherjar hláturskast í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sjáðu til þess að tryggingamál og gamlar skuldir séu réttum megin við strik- ið. En ekki er allt sem sýnist. Reyndu frekar að kynna þér málin sjálfur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það getur reynst erfitt að gefa nánum vini góð ráð þegar maður er sjálfur viðriðinn málið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gleymdu ekki að segja þeim hug þinn sem þér þykir vænt um. Hvernig væri að skella sér á námskeið? Leitaðu upplýsinga næstu daga og skráðu þig svo. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einvera er öllum nauðsynleg af og til. Og þótt málavextir virðist allir ljósir er skynsamlegt að skyggnast undir yfirborðið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú býrð yfir miklum innri styrk sem nærir þig á erfiðum stundum. Varðveittu undrun þína yfir eiginleikum makans, þótt þið hafið verið saman í óralangan tíma. Mikið er lífið yndislegt þessa dag-ana því jólin eru komin. Lífið er gott enda ver fjölskyldan meiri tíma saman á þessum tíma árs en alla jafna. Ekki spillti einstaklega fallegt veður á aðfangadag fyrir róseminni sem færðist yfir Víkverja. x x x Nýrri bók var laumað í pakkann tilVíkverja og hafa síðustu dagar farið í bóklestur á milli þess sem snæddur hefur verið góður matur. Tekið er fram að það er í hófi. Allt eins og venju samkvæmt. Jólin eru bækur og góður matur í huga Vík- verja. x x x Víkverji gleðst yfir öllum þeimgjöfum sem hann hefur fengið og vill síður gera upp á milli þeirra. Annars var eitt stórskemmtilegt spil sem Víkverja áskotnaðist. Það er hið sniðuga orðaleikjaspil sem kallast Bananagrams. Leikmenn eiga að skrifa orð, þvers og kruss, og vera snöggir að því. x x x Víkverji hefur töluvert spilað orða-leikjaspilið Scrabble í gegnum tíðina og þykir það mjög skemmti- legt. Hins vegar er þetta Banana- grams skemmtilegra að því leyti að ekki þarf að setja sig í miklar stell- ingar til að spila það. Það er einfald- ara en Scrabble enda eru yngri þátt- takendur sem geta spilað þetta spil. Engir útreikningar eru þarna á ferð, hvorki þarf að nota blýant né skrif- blokk til að spila það. Þá er einfalt að setjast niður í góðra vina hóp og spila án þess að vera upptekinn af útreikn- ingi. Því eins og margir vita sem hafa spilað við vini sína, þá kann fólk að fara misvel með keppnisskapið. Svo ekki sé nú talað um ef áfengur mjöð- ur er einnig hafður um hönd. x x x Annars leggjast þessi stórubrandajól býsna vel í Víkverja. Alltaf gott þegar samfélagið tekur sér smá frí frá daglegu amstri og slakar á í hversdeginum. Þessir dag- ar á milli hátíða eru alltaf góðir, bót og betrun er handan við hornið þegar nýja árið rennur upp. víkverji@mbl.is Víkverji Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hef- ur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5:11) Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Hágæða flísar frá Ítalíu 60 x 60 cm Síðasta gáta var eftir GuðmundArnfinnsson, „sem Laugavegs- karlinum væri svo sem tiltrúandi að leysa“, bætti hann við: Þetta er á þér og mér. Þetta erum við báðir. Á hrossi kennt við konung er. Kannski þú gátu ráðir? Ég sýndi karlinum gátuna og um- mæli Guðmundar. Hann leit snöggt upp á mig og sagði: Þessi gáta auðveld er á ég svarið handa þér. Engar vöflur á því hef ef þú gefur korn í nef. En lausn Guðmundar var þessi Nef er á þér, og nef er á mér. Nef erum við, sem greiðum skatt. Konungsnefið á klárnum er. Komið er svarið, ekki satt? Árni Blöndal svarar: Oftast nefin andlit prýða. Arnarnefin sjá má víða. Á klára fótum – kónganef. Kórvilla er þetta stef. Helgi R. Einarsson Mosfellsbæ leysir gátuna þannig: Gátur, stef og ýmis ef augum hef ég barið. Ei lengur tef og lausn því gef, lítið nef er svarið. Næsta laugardagsgáta er eftir Pál Jónasson í Hlíð: Kappar hraustir klífa hann, kveikjuneista deilir hann, allir smiðir eiga hann, í eyru lamba skorinn hann. Svo er eitt af okkar skáldum alltaf kennt við hann. Páll Imsland heilsaði Leirliði í kuldatíð á jólaönnum með þessum orðum: Þessa vísu yrki eg ekki af neinum þörfum, liðið er á lífsins veg og lokið flestum störfum. En í húminu rétt fyrir jólin sagði hann á Leirnum: Troðið hef ég kveðjum í kvæði. Kvæðið er harla stutt. Jóla og nýárs njótið þið bæði. Nú er allt kvæðið flutt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Konungsnef og gáta norðan af Langanesi Í klípu „HÉRNA ER VANDAMÁLIÐ, ÞÚ ERT OF MEÐVITAÐUR UM SJÁLFAN ÞIG. VIÐ VILJUM MEÐVITUNDARLEYSI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VERTU BARA RÓLEGUR... ÉG ÆTLA AÐ FÁ ANNAÐ ÁLIT Á BLÓÐÞRÝSTINGINN ÞINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að óska sér einhvers um jólin. JÓLALJÓSIN ÞÍN LÍTA VEL ÚT, JÓN! TAKK! OG ÉG DATT BARA TVISVAR AF STIGANUM Í ÁR! LITLI STRÁKURINN OKKAR ER AÐ VERÐA FULLORÐINN. ÉG ÆTLA AÐ SPILA GOLF MEÐ HEPPNA–EDDA NÚNA Í MORGUNSÁRIÐ, HELGA! GETIÐ ÞIÐ EKKI BEÐIÐ ÞANGAÐ TIL Í VOR? ÞAÐ SNJÓAÐI Í ALLA NÓTT! VIÐ VORUM AÐ TREYSTA Á AÐ VORIÐ KÆMI SNEMMA. Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.