Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014
Bandaríska gamanmyndin The
Interview hefur verið tekin til sýn-
inga í kvikmyndahúsum vest-
anhafs og var frumsýnd í Los
Angeles á aðfangadag. Sýningar á
myndinni hafa verið í lausu lofti
eftir að framleiðslufyrirtækið
Sony Pictures Entertainment til-
kynnti nýverið að myndin yrði
ekki gefin út sökum hótana um
hryðjuverk frá tölvuþrjótum sem
brutust inn í tölvukerfi fyrirtæk-
isins.
„Við héldum að þetta myndi
aldrei gerast,“ sagði Seth Rogen,
aðalleikari myndarinnar, við gesti
eins kvikmyndahússins. Margar
stærstu keðjur kvikmyndahúsa í
Bandaríkjunum hættu við að sýna
myndina eftir nafnlausar hótanir
frá tölvuþrjótum, sem gerðu það
að verkum að Sony neyddist til að
hætta við birtingu myndarinnar.
Bandarísk yfirvöld hafa kennt
Norður-Kóreu um tölvuárásina og
hryðjuverkahótanirnar í kjölfarið
og hefur Barack Obama Banda-
ríkjaforseti heitið hörðum við-
brögðum.
„Eftir að við ræddum málið í
þaula, þá sammæltust Sony og Go-
ogle um að við gætum ekki setið á
hliðarlínunni og leyft nokkrum út-
völdum að ákvarða takmörk tján-
ingarfrelsis í öðru landi, hversu
ómerkilegt sem efni myndarinnar
kann að vera,“ segir David Drum-
mond, aðallögfræðingur Google, í
yfirlýsingu.
Myndinni hefur einnig verið
dreift á YouTube-síðunni, sem er í
eigu Google, og kostar áhorfið
tæpa sex bandaríkjadali eða rúm-
ar 800 krónur.
The Interview er komin á
YouTube og í kvikmyndahús
Bíó Myndin The Interview er loksins komin í sýningu eftir mikið drama.
Benedikta Br. Alexandersdóttir
benedikta@mbl.is
Jóla- og áramótatónleikar verða
haldnir í fjórða skiptið undir yf-
irskriftinni Pearls of Icelandic
Song, eða perlur íslenskra söng-
laga. Um er að ræða sérstaka há-
tíðarútgáfu af sumartónleikum
undir sama heiti. Einn af okkar
þekktustu óperusöngvurum, Bjarni
Thor Kristinsson, stendur fyrir
tónleikunum en þegar hafa yfir
300 tónleikar verið haldnir undir
yfirskriftinni.
„Ég sá hvað það var mikið af ís-
lenskum söngvurum með söng-
menntun sem höfðu lítið að gera
og langaði að bregðast við því,“
segir Bjarni um hvernig verkefnið
komst af stað. „Svo langaði mig
líka að gefa erlendum ferðamönn-
um tækifæri til þess að kynnast ís-
lenskri tónlist og menningu og
þannig fékkst hugmyndin um tón-
leikana sem hefur svo undið upp á
sig.“
Yfir 50 tónlistarmenn hafa kom-
ið fram á tónleikunum og hafa
sumir þeirra verið að stíga sín
fyrstu skref í tónlistargeiranum
hér eftir nám erlendis.
Innsýn í þjóðarasálina
Tónleikarnir eru fyrst og fremst
stílaðir á erlenda ferðamenn þó að
þeir Íslendingar sem hafa sótt tón-
leikana í gegnum árin hafi gaman
af. Sungin eru þekkt íslensk söng-
lög sem gefa innsýn í þjóðarsálina
og ferðamönnum þef af íslenskri
menningu. Bjarni segir ógrynni af
erlendum ferðamönnum sem lang-
ar að kynnast landi og þjóð dvelja
hér á landi yfir jól og áramót.
Hafa tónleikarnir því verið vel
sóttir enda hafa menn verið að
átta sig á því að það þurfi að sinna
þessu fólki.
„Það er svo mikið af tónleikum í
desember fyrir jólin en svo er eins
og allir fari bara í jólafrí. Svo hef-
ur þetta verið að breytast smám
saman með auknum straumi ferða-
manna yfir vetrartímann,“ segir
Bjarni. Sungið er á íslensku en
enskum þýðingum er varpað á
vegg Kaldalóns auk þess sem allar
kynningar eru á ensku. „Við flytj-
um lög sem tengjast jólum og ára-
mótum, auk þess að syngja um
álfa, tröll og huldufólk,“ segir
Bjarni. „Þá kynnum við líka um
Grýlu og fjölskyldu hennar.“
Bjarni segir hann og aðra sem
koma að tónleikunum leggja mikið
upp úr því að tónleikarnir séu
vandaðir og metnaðarfullir.
„Við viljum að tónleikarnir séu
upplifun. Að fólk komi á tónleikana
og kynnist einhverju nýju. Þetta á
að vera skemmtilegt en líka að
skilja eitthvað eftir sig,“ segir
Bjarni. Þá segir hann tónleikagesti
mjög forvitna um íslenska tónlist
eftir að hafa setið tónleikana og
vilji gjarnan festa kaup á nótum,
íslenskum plötum eða öðru er
tengist íslenskri tónlist.
Syngur með unnustunni
Unnusta Bjarna, óperusöng-
konan Lilja Guðmundsdóttir, kem-
ur til með að syngja á þrennum af
fimm tónleikunum sem haldnir
verða yfir jól og áramót. 18 ára
aldursmunur er á parinu en þau
hafa oft sungið saman í þau átta ár
sem þau hafa verið par, m.a. í óp-
erunni Carmen í Hörpu fyrra. Nú
eru þau nýflutt í Garðabæ en eru
mikið á flakki sökum náms og
vinnu.
„Við fluttum inn tveimur dögum
áður en ég þurfti að fara til Pól-
lands til æfinga, þannig ég hef bú-
ið þarna í tvo daga en hún eitthvað
lengur,“ segir Bjarni glaður í
bragði.
Mikið er að gera yfir jólahátíð-
ina hjá Bjarna en hann syngur í
óperunni Lohengrin eftir Wagner í
Varsjá milli jóla og nýárs. Flýgur
hann því fram og til baka til þess
að syngja á tónleikunum hér
heima og á sýningunni í Varsjá.
Bjarni segir ekki mikinn mun á að
syngja íslensk sönglög og óp-
erutónlist. „Helsti munurinn er
kannski sá að óperusýning er jú
líka leikhús á meðan tónlistin er í
ein í fyrsta sæti á tónleikum. Í
grunninn er þetta eins. Á tón-
leikum er tónlistin í fyrsta sæti en
óperur eru ekki síður leikhús.
Maður reynir alltaf að syngja eins
vel og maður getur en auðvitað er
umhverfið og aðstæðurnar ólíkar.“
Næg verkefni bíða Bjarna og
Lilju á nýju ári. Lilja leggur loka-
hönd á framhaldsnám í óperusöng
við Konservatorium Vínarborgar
auk þess að fara m.a. í tónleika-
ferðalag til Finnlands. Bjarna bíða
tvö stór verkefni í Þýskalandi en
þar mun hann syngja í óperunni í
Wiesbaden og síðan í Köln. Í júní
hefst síðan sumarvertíðin í Pearls
of Icelandic song.
Söngvaralífið spennandi
Bjarni segir söngvaralífið hafa
sína kosti og galla.
„Það er spennandi líf að vera
söngvari og maður fær tækifæri til
þess að kynnast heiminum og frá-
bæru listafólki. En að sama skapi
er maður dálítið rótlaus.“
Bjarni hefur trú á því að unn-
usta hans, sem er að stíga sín
fyrstu skref í bransanum eigi eftir
að spjara sig vel. „Hún er efnileg
söngkona og á góðan séns í þessu
harki sem tónlistarbransinn er.
Hún stendur á bakkanum og bíður
færis til þess að stökkva út í djúpu
laugina. Ég er hins vegar kominn
á flot og hef sem betur fer nóg að
gera.“
Bjarni og Lilja syngja 30. des-
ember, 1. og 2. janúar en Hanna
Dóra Sturludóttir syngur með
Bjarna 3. og 4. janúar. Tónleikarn-
ir eru í Kaldalóni Hörpu og hefjast
alla dagana kl. 17. Eva Þyri Hilm-
arsdóttir leikur á píanó.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Söngelskt par „Það er spennandi líf að vera söngvari og maður fær tækifæri til þess að kynnast heiminum og frá-
bæru listafólki,“ segir Bjarni Thor sem er hér með unnustu sinni og söngfélaga, Lilju Guðmundsdóttur.
Einstök upplifun og
innsýn í þjóðarsálina
Íslenskar dægurlagaperlur fluttar í Hörpu Erlendir
ferðamenn kynnast íslenskri tónlist og jólamenningu
Söfn • Setur • Sýningar
Þjóðminjasafn Íslands óskar landsmönnum árs og friðar
og þakkar viðtökur á árinu sem er að líða.
Sýningunum Silfur Íslands, Silfursmiður í hjáverkum,
Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar og
Natríum Sól lýkur 4. janúar.
Jólin hans Hallgríms, jólasýning og ratleikur á Torgi
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Safnbúð og kaffihús
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga.
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
JÓN ÓSKAR - NÝ VERK 7.11. 2014 - 8.2. 2015
LISTASAFN ÍSLANDS 1884-2014
VALIN VERK ÚR SAFNEIGN 7.11. 2014 - 8.2. 2015
OPNUNARTÍMA UM JÓL OG ÁRAMÓT
OPIÐ: 23. 27. 28. 30. desember og svo 2. janúar.
LOKAÐ: 24. - 25. - 26. - 31. desember og 1. janúar.
MEÐ HÁTÍÐAR- OG NÝÁRSKVEÐJUM!
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur, tilvaldar í jólapakkann!
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
KJARNI - Sigrún Hrólfsdóttir - Sýning á videóverki á kaffistofu LÍ.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906,
Lokað í des. og jan. www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616
Lokað í des. og jan. www.listasafn.is
VARA-LITIR
Málverk eftir sjö íslenska
samtímalistamenn
Verk úr safneign
Elías B. Halldórsson
Opið um jól og áramót:
27. desember kl. 12-17
28. desember kl. 12-17
29. desember kl. 12-17
30. desember lokað
Gamlársdag lokað
Nýársdag lokað
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is