Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014
Veður- og gróðurfar í Reykjavíkhefur komið borgaryfirvöldum
mjög á óvart á síðastliðnum árum og
sér ekki fyrir endann á þeirri undr-
un yfirvalda.
Sem kunnugt er kemur gras-spretta innan borgarmarkanna
á óvart á hverju sumri eftir að Sam-
fylking, Besti flokkur og aðrir á
vinstri kantinum tóku við valda-
taumunum.
Snjókoma er annað náttúrufyr-irbrigði sem borgaryfirvöld
reikna ekki með og hafa skaflar,
skorningar og klakabunkar ein-
kennt veturna í Reykjavík eftir að
ákveðið var að ekki tæki því að eiga
mikið við snjóinn því að það snjóaði
alltaf aftur og aftur.
Og nú hefur komið í ljós að borg-aryfirvöld gerðu ekki ráð fyrir
að þeir sem sinna sorphirðu kynnu
að þurfa að glíma við snjó að vetrar-
lagi í Reykjavík.
Afleiðingin var fullar tunnur víðaum borg fyrir jól og eftir því
yfirfullar að loknum aðfangadegi.
Núverandi borgaryfirvöld hafatekið þá afstöðu að verkefni
þeirra sé ekki að sinna grundvallar-
þjónustu við borgarbúa, til dæmis
með því að halda borginni hreinni
og snyrtilegri.
Þess í stað eyða þau tímanum íalls kyns óþarfa og jafnvel
óþurftarverk, eins og að reyna að
koma í veg fyrir að reykvísk börn
kynnist kirkjustarfi. Þetta er furðu-
leg forgangsröðun.
Furðuleg
forgangsröðun
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.12., kl. 18.00
Reykjavík -1 skýjað
Bolungarvík -3 léttskýjað
Akureyri -5 heiðskírt
Nuuk -1 alskýjað
Þórshöfn 3 skúrir
Ósló -13 snjókoma
Kaupmannahöfn -1 skýjað
Stokkhólmur -2 heiðskírt
Helsinki -3 heiðskírt
Lúxemborg 2 skýjað
Brussel 3 skýjað
Dublin 6 alskýjað
Glasgow 2 skúrir
London 6 skúrir
París 3 alskýjað
Amsterdam 3 léttskýjað
Hamborg -1 heiðskírt
Berlín -2 léttskýjað
Vín 2 léttskýjað
Moskva -11 snjókoma
Algarve 15 heiðskírt
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 11 léttskýjað
Mallorca 12 skýjað
Róm 11 heiðskírt
Aþena 12 skýjað
Winnipeg -12 snjókoma
Montreal 3 alskýjað
New York 7 heiðskírt
Chicago 6 skýjað
Orlando 20 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:23 15:36
ÍSAFJÖRÐUR 12:09 14:59
SIGLUFJÖRÐUR 11:54 14:40
DJÚPIVOGUR 11:02 14:56
Þú getur stólað
á Sprota!
Sproti er alhliða stólaröð hönnuð
af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur.
Stólarnir eru staflanlegir og fást
í mörgum gerðum og litum.
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
Engar tjónstilkynningar hafa borist
til Orkubús Vestfjarða um tjón raf-
orkukaupenda vegna straumleysis
sem varð í dreifbýli í Vesturbyggð.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar segir
ljóst að fjölmörg fyrirtæki og bú hafi
orðið fyrir tjóni vegna langvarandi
rafmagnsleysis og kallar eftir upplýs-
ingum um hvernig það verði bætt.
Kristján Haraldsson orkubússtjóri
segir að þegar orkukaupendur verði
fyrir tjóni af óviðráðanlegum orsök-
um séu orkufyrirtæki ekki skaða-
bótaskyld. Hann flokkar rafmagns-
leysið á Barðaströnd og fleiri sveitum
á Vestfjörðum undir óviðráðanlegar
orsakir. Þá hafi gengið yfir eitt versta
veður sem Vestfirðingar þekki til í
langan tíma.
Fyrir miðjan mánuðinn gekk ís-
ingaveður yfir Vestfirði og hvassviðri
og í kjölfarið kom annar hvellur. Slig-
uðust rafmagnslínur og staurar
brotnuðu. Rafmagnslaust varð í
rúma tvo sólarhringa, þar sem verst
var.
Í ályktun bæjarstjórnar Vestur-
byggðar er óskað eftir upplýsingum
um ástæður seinagangs í viðgerðum
og kallað eftir viðbragðsáætlun.
Kristján telur að rétt hafi verið
brugðist við, meðal annars hafi björg-
unarsveitir verið fengnar til aðstoðar.
Varðandi úrbætur getur Kristján
þess að verið sé að leggja Barða-
strandarlínu í jarðstreng og því muni
ljúka næsta haust. helgi@mbl.is
Telur orkufyrirtæki ekki bótaskyld
Vesturbyggð gagnrýnir seinagang
í viðbrögðum við rafmagnsleysi
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Orkubú Rafmagn datt út.
Tvívegis hefur verið keyrt yfir leiði í
Gufuneskirkjugarði á síðustu dög-
um, fyrst daginn fyrir Þorláksmessu
og svo aftur á jóladag. Helena Sif
Þorgeirsdóttir, garðyrkjuverkstjóri
í Gufuneskirkjugarði, sagði í samtali
við mbl.is að daginn fyrir Þorláks-
messu hefði jepplingur fest sig í
garðinum. Sá hefði m.a. keyrt yfir
grafarkross. Skemmdarverkin í
fyrrakvöld sagði hún hinsvegar eftir
stóran jeppa. „Það eru allir grafar-
stígar lokaðir með steinhnullungum,
en hann fer yfir þá,“ sagði Helena.
„Það er búið að keyra þarna niður
eina grafarlengju með u.þ.b. 15 leið-
um,“ bætti hún við.
Vitni voru að óförum jepplingsins
en enn hafa engin vitni stigið fram í
máli jeppans. Bæði málin verða
kærð til lögreglu. Ökumenn bílanna
eru hvattir til að gefa sig fram.
Ljósmynd/Íris Guðmundsdóttir
Bílför Djúp og breið bílför eru eftir
jeppa í kirkjugarðinum.
Helgispjöll
kærð til lög-
reglunnar