Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Ómar Jólaæfing Þessar ötulu kempur gerðu hlé á jólahaldinu í gærmorgun og mættu í líkamsræktarstöðina Boot Camp í Elliðárdal. Þær slógu ekki slöku við, lyftu, hlupu og reru af miklu kappi. Þegar kemur að starfslokum og meiri tími gefst til lesturs annars efnis en fag- tímarita leitar hug- urinn gjarnan yfir farinn veg, sinn eigin og annarra. Ævisög- ur og fróðleikur um liðna tíð og ekki síst það, sem snertir for- feður manns og önn- ur skyldmenni, verð- ur því gjarnan fyrir valinu. Ævisaga Hannesar Hafstein ráðherra, Ég elska þig stormur, er rituð af þekkt- um sagnfræðingi og ævisöguritara, Guðjóni Friðrikssyni. Hún segir frá umrótstímum í íslenskum stjórn- málum og koma margir við sögu. Ég get ekki látið hjá líða, áður en ég leggst undir græna torfu, að leið- rétta rangfærslu og meinta rang- túlkun í þeirri bók, sem varða afa minn, séra Árna Jónsson á Skútu- stöðum, þar sem aðrir hafa ekki orð- ið til þess. Í bókinni segir frá ferð, sem ís- lenskir þingmenn fóru til Kaup- mannahafnar í boði Friðriks kon- ungs VIII sumarið 1906. Meðal þingmannanna var séra Árni Jóns- son, prófastur á Skútustöðum, þing- maður Norður-Þingeyinga. Guðjón vitnar í dagbók Árna um dægra- styttingu þingmanna á skipinu Bot- níu: „Glatt var á hjalla stundum og oftar en hitt, einkum yfir borðum og á morgnana, er við risum úr rekkju. Fauk þá oft í hendingum ...“ Síðan segir: „Þetta er glaður hóp- ur og mikil tilhlökkun. Sumir þing- manna hafa aldrei komið út fyrir landsteinana áður, hvað þá farið í svo fína boðsferð.“ Í framhaldinu segir frá opinberri móttökuhátíð, sem haldin var í hátíð- arsal Kaupmannahafnarháskóla að viðstaddri konungsfjölskyldunni, ríkisstjórn og borgarstjórn Kaup- mannahafnar, embættismönnum o.fl. Þar segir: „Auk ræðuhalda er á samkomunni flutt kantata, af hljóm- sveit og kór, sem samin hefur verið sérstaklega af þessu tilefni. Að lok- um gengur konungur yfir til ís- lensku þingmannanna og er kynntur þar fyrir hverjum og einum. Séra Árni Jónsson á Skútustöðum, sem aldrei hefur komið til útlanda, segir um konung við þetta tilefni í ferða- minningum: „Hann var í herfor- ingjabúningi með fílsorðunnar bláa band. Hann gengur létt og hvatlega, heilsar og hneigir sig til beggja handa. Honum fylgir svo ljúfmann- legur og þýður blær sem tekur þeg- ar af allan ótta og feimni fyrir kon- unginum.“ Í framhaldinu segir frá veislu sem konungur sjálfur býður íslensku þingmönnunum til næsta dag í Fredensborgarhöll á Norður- Sjálandi. Þar segir: „Konungur og drottning taka síðan á móti þeim í Drottningarsal hallarinnar. Veislan sjálf fer fram í svokölluðum Kuppel- sal og eru 300 manns í henni. Kon- ungur flytur fyrst skrifaða ræðu, en tekur síðan til máls undir borðum blaðalaust sem er óvenjulegt, örv- aður af kampavíni og hrifningu stundarinnar. Heyra má saumnál detta meðan konungur heldur ræð- una og allir skynja að hún er mælt beint frá hjartanu. Hann fullvissar Íslendinga um elsku sína til þeirra. Það vekur nokkra kátínu og reyndar hneykslun þeirra Íslendinga, sem telja sig veraldarvana, að séra Árni Jónsson á Skútustöðum gengur til drottningar eftir máltíðina og þakk- ar fyrir matinn að góðum og gömlum íslenskum sið.“ Hér vitnar Guðjón í handrit Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar, en þar segir: „Um þingmannaförina til Dannerkur þetta sumar ætla ég ekki að tala, þótt segja mætti frá ýmsu kátlegu í sambandi við hana og um framkomu ýmissa þingmanna þar t.d. ... fram- hleypni séra Árna prófasts á Skútu- stöðum og samtal við drottninguna, er hann þakkaði henni fyrir matinn, .... Eins og áður greinir er fullyrt í textanum, að séra Árni hafi aldrei áður komið til útlanda og gefið er í skyn, að heimalningsháttur og sveitamennska hafi ráðið framkomu hans í konungsveislunni. Hér er staðreyndum snúið á haus. Sannleikurinn er sá, að Árni sigldi til Vesturheims árið 1874, rúmlega tví- tugur, þar sem hann eygði ekki möguleika á langskólanámi hér heima. Hann var þar í hópi einna fyrstu Íslendinganna, sem flúðu erf- ið lífskjör hér á landi og ruddu braut landnema, sem fluttust til Vest- urheims í leit að frelsi og bættum lífskjörum. Meðan á nokkurra ára dvöl vestra stóð, vann Árni fyrir sér með daglaunavinnu, meðal annars skógarhöggi, en sótti jafnframt skóla og lauk kennaraprófi. Flestir vesturfara á þessum tíma hófu dvöl sína í Ontario-fylki í Kan- ada en margir fóru þaðan suður yfir landamærin til Mið-Norðurríkja Bandaríkjanna. Sumir héldu síðar áfram vestur á bóginn, þ. á m. Stephan G. Stephansson skáld. Þetta var áður en landnám í Kanada hófst fyrir alvöru. Áður höfðu nokkr- ir Þingeyingar flust alla leið til Bras- ilíu og hópur mormóna til Utah í Bandaríkjunum. Sumir Íslending- anna sóttu skóla í Kanada eða Bandaríkjunum og urðu áhrifamenn meðal landa sinna en nokkrir sneru aftur heim, eftir mislanga dvöl vestra. Einn þeirra var Árni Jóns- son. Eftir nokkurra ára dvöl í Vest- urheimi sneri hann heim til Íslands. Hann innritaðist í Lærða skólann í Reykjavík, tók stúdentspróf á skömmum tíma með því að taka saman bekki og lauk síðan guðfræði- prófi tveim árum síðar. Hann gerðist prestur á Borg á Mýrum og var þingmaður Mýramanna 1886-1891. Hann varð eftir það prestur og pró- fastur á Skútustöðum í Mývatns- sveit, þar sem rætur ættar hans lágu og var alþingismaður Norður- Þingeyinga 1902-1908. Í bók sinni Samferðamenn segir Jónas Jónsson frá Hriflu, að séra Árni hafi verið einn af leiðtogum í foringjaliði Þingeyinga á því tíma- bili, þegar sýslungar hans höfðu for- ystu í samvinnumálum og bók- menntum, en meðal þeirra var bróðir hans Sigurður á Ystafelli, síð- ar ráðherra. Íslendingar, sem fluttust til Vest- urheims á þessum tíma, voru ekki aðeins að flýja fátækt og erfið lífs- kjör, heldur einnig misrétti og stéttaskiptingu. Hið sama höfðu landnemar frá öðrum löndum gamla heimsins gert á undan þeim. Þeir vildu, m.a. losna undan einræði kónga og keisara. Á tíu ára dvöl minni í Bandaríkj- unum og ferðum til Kanada kynntist ég mörgum Vestur-Íslendingum. Ein þeirra var öldruð kona, sem flust hafði ung frá Íslandi. Foreldrar hennar voru í húsmennsku hjá efn- uðum bónda norður í landi. Á heim- ilið var ráðinn kennari til að upp- fræða börn húsbændanna en hún fékk ekki að njóta kennslunnar, þótt hún grátbæði og berði á dyr kennslustofunnar. Hún ólst síðan upp í nágrenni við Stephan G. í Norður-Dakota og var leiksystir dætra hans. Hún sagði, að sá hefði verið munur á lífsbaráttunni, þótt hörð væri heima og vestan hafs, að þar stóðu allir jafnfætis og hjálp- uðust að þegar móti blés. Stofnendur þjóðríkis Bandaríkj- anna kusu sér lýðræði og ákváðu að velja sér forseta á fjögurra ára fresti í stað þess að undirgangast ætt- gengt konungsvald. Í sjálfstæðisyf- irlýsingu Bandaríkjanna, sem þeir sömdu, er lýst yfir því, að allir séu skapaðir jafnir og eigi rétt til lífs, frelsis og hamingjuleitar. Þegar Árni Jónsson dvaldist í Vesturheimi var þrælastríðinu ný- lokið í Bandaríkjunum. Abraham Lincoln forseti hafði látið lífið fyrir morðingjahendi vegna baráttu sinn- ar fyrir réttindum blökkumanna og afnámi þrælahalds. Hann var fædd- ur og uppalinn í miðvestrinu, kom- inn af fátæku sveitafólki. Hann naut ekki formlegrar langskólagöngu, en með sjálfsmenntun öðlaðist hann lögmannsréttindi og náði meira valdi á enskri tungu og ræðumennsku en mestu snillingar bæði hins nýja og jafnvel hins gamla heims. Hann barðist alla tíð fyrir rétti þeirra sem minna máttu sín og órétti voru beitt- ir og lét líf sitt fyrir málstaðinn. Ég leyfi mér að álykta, að sú arf- leifð frelsis og jafnréttis, sem Abra- ham Lincoln skildi eftir sig hafi ekki látið hinn unga Þingeying ósnortinn, þegar hann leitaði sér menntunar í Vesturheimi á svipuðum slóðum. Ég hygg að Árni hafi tekið hugmyndir Lincolns með sér heim til Íslands og áfram til Kaupmannahafnar á vit konungs og drottningar. Enn þann dag í dag líta Bandaríkjamenn á for- seta sinn sem fremstan meðal jafn- ingja og hann heilsar jafnvel með kossi og handabandi, þegar við á. Í siðareglum Bandaríkjaforseta mun til þess mælst, að hann bugti sig ekki eða beygi fyrir kóngum, keisurum eða einræðisherrum. Skútustaðaheimilið í tíð séra Árna var stórt og mikið um, að erlendir ferðamenn sæktu það heim til þess að ræða við og fræðast af prestinum. Frásagnir og myndir í ferðabókum útlendinga eru því til staðfestingar. Það mun hafa skipt þá miklu, að hann talaði enska tungu reiprenn- andi, sem sennilega var fátítt meðal íslenskra presta og annarra ís- lenskra embættismanna á þeim tíma, sem flestir höfðu menntast hér heima og í Danmörku. Séra Árni var skáldmæltur og spilaði á fiðlu í frí- stundum . Ég leyfi mér að vitna í bókina Til Heklu, Endurminningar frá Íslandsferð eftir Albert Eng- ström, ísl. þýðing útgefin í Reykja- vík 1943, þar sem segir m.a: „En hvað sem um það er, við erum nú komnir heim í hlað á Skútustöð- um og prófasturinn, séra Árni Jóns- son, kemur á móti okkur, í mjúkum sauðskinnsskóm og með pípuna í munninum. Hann veit auðvitað ekk- ert um það hverjir við erum, en sem aldrað prúðmenni breytir hann ekki því efagirninnar brosi, sem hann bar er hann kom út úr bæjardyrunum, án þess að hafa hugmynd um gesta- komu. Hann er mikill maður vexti, axlabreiður og bregður fyrir neista af kímni í vinstra augnakróknum. Hann býður okkur mat og gistingu þann tíma, sem við viljum dvelja þar.“... „Hann býður okkur inn í torfbæ- inn og fyrirskipar mat handa okkur. Mér varð það fyrst fyrir að líta í bókaskápinn. Þar var alls ekki um neitt lélegt að ræða. Mest var þar af enskum bókum, því að prófasturinn hafði dvalið nokkur ár í Kanada. Hann fræddi okkur um það, að af út- lendum málum væri sér enskan töm- ust, hann kysi heldur að tala hana en dönsku. Nú var Wulff ágætur ensku- maður og fór því samtalið fram á ensku, bæði um kvöldið og daginn eftir. Prófasturinn var menntaður mað- ur. Hann sagði frá veru sinni í Kan- ada og af frásögn hans skildi ég það, að hann hafði áhuga á bókmenntum, enda þótt það muni varla vera þægi- legt að búa á jarðeldasvæði, vera prestur og lesa Byron samtímis!“ ... Af því, sem ofan greinir leyfi ég mér að álíta, að það sem réð því, að sveitapresturinn séra Árni þakkaði Danadrottningu fyrir góðgerðir á sama hátt og íslenskum húsmæðrum hafi ekki verið heimalningsháttur, heldur sú sýn á jafnræði og andúð á stéttaskiptingu, sem hann hafi tekið með sér frá Vesturheimi til Evrópu og þar með í konungsveisluna í Kaupmannahöfn. Ekki er undarlegt, þótt „framhleypni“ séra Árna hafi stungið í augu þeirra, sem styttra höfðu hleypt heimdraganum en hann. Hafa skal heldur það, er sannara reynist Eftir Auðólf Gunnarsson » Sannleikurinn er sá, að Árni sigldi til Vesturheims árið 1874, rúmlega tvítugur, þar sem hann eygði ekki möguleika á lang- skólanámi hér heima. Auðólfur Gunnarsson Höfundur er læknir. Árni Jónsson frá Skútustöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.