Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Stefan Jonasson á Gimli hefur verið ráðinn rit- stjóri vestur- íslenska blaðsins Lögbergs- Heimskringlu í Winnipeg í Kan- ada frá áramót- um. Undanfarin 24 ár hefur Stef- an starfað fyrir únítarahreyfing- una og verið prestur í únítarakirkj- unni á Gimli. Íslendingar hófu að gefa út blöð skömmu eftir komuna til Kanada á síðari hluta 19. aldar og afkomend- ur þeirra hafa haldið því áfram. Blaðið Heimskringla var stofnað 1886 og Lögberg 1888 en blöðin voru sameinuð 1959. Lögberg- Heimskringla er áskriftarblað og kemur út 1. og 15. hvers mánaðar. Fyrr á árinu hætti Grant Stef- anson, 2. varaforseti Íslend- ingadagsnefndar á Gimli, sem stjórnarformaður LH eftir að hafa verið í stjórn í 15 ár og þar af um 10 ár sem formaður og við tók Peter Johnson. Joan Eyolfson Cadham hefur verið ritstjóri blaðsins í nokk- ur ár. steinthor@mbl.is Stefan Jonasson ritstjóri LH í Kanada Stefan Jonasson Pósthús jólasveinanna var víða starfrækt þessi jólin, m.a. í Hvera- gerði. Þar tóku félagar í Hjálpar- sveit skáta þátt í að aðstoða jóla- sveinana við að dreifa pökkum um bæinn. Mikil hálka var í Hveragerði á aðfangadag og því var óskað eftir aðstoð Hjálparsveitarinnar. Glöddu jólasveinarnir mörg börnin, sem biðu spennt eftir því að opna pakk- ana um kvöldið. Eins og sjá má á myndinni að of- an var mikil gleði yfir þessum körl- um og voru þeir þakklátir fyrir þá aðstoð sem þeir fengu. Dreifðu jólapökkum í Hveragerði Ljósmynd/Hjálparsveit skáta Hveragerði Fjör var hjá jólasveinunum. Tvennt slasaðist þegar ökumaður jepplings missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að jeppling- urinn valt í svokallaðri Biskups- beygju á Holtavörðuheiði í gær. Bifreiðin fór heila veltu og endaði á hjólunum. Lögreglan á Blönduósi segir að fólkið, karl og kona, hafi náð að koma sér sjálft út úr bifreiðinni. Vegfarandi kom að þeim og kallaði á aðstoð. Þau voru flutt með sjúkra- bifreið á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands á Hvammstanga. Þau munu ekki hafa slasast alvarlega en mikil hálka var á heiðinni. Ultu í mikilli hálku á Holtavörðuheiði „Við erum aldir upp við þetta á Siglu- firði og það var ægilegt sport að gera svona hús á sínum tíma,“ segir Jó- hann Ágúst Sigurðsson, sem ásamt Linn Okkenhaug Getz, Jan Getz og Valgeiri, bróður sínum, reisti svo- nefnt Igloo-snjóhús að hætti eskimóa í garðinum við sumarhús fjölskyldna þeirra Valgeirs. „Það þarf að halla húsinu smám saman þannig að kögglarnir endi saman í kúlu. Snjórinn þarf að vera nokkuð þéttur svo hægt sé að stinga þá og þarf að límast vel,“ segir Jó- hann. „Við erum að reyna að halda við hefðinni en krakkarnir nenna þessu ekki núorðið. Eru bara í tölvum og leikjum,“ segir Valgeir. Hann seg- ir hvert snjóhús taka nokkrar klukkustundir í byggingu. „Húsið sem við gerðum núna er nokkuð stórt og þá þarf maður að klifra vel upp til að loka kúlunni,“ segir Jóhann. Hann segir að ekki standi til að sofa í hús- inu að sinni. „Það væri samt vel hægt að sofa í húsinu. Maður er með loftgöt á þessu og hitinn er yfir núll gráð- um,“ segir hann. vidar@mbl.is Gera eskimóasnjóhús en krakkarnir í tölvunni Ljósmynd/Jóhann Ágúst Sigurðsson Snjóhús Bræðurnir Valgeir og Jóhann, t.v., standa stoltir við snjóhúsið ásamt Jan Getz Jóhannssyni. Bygging hússins tók nokkrar klukkustundir. Konan sem var lögð inn á gjörgæslu Sjúkrahússins á Akureyri í kjölfar eldsvoða á bænum Bjargi í Eyja- fjarðarsveit hefur verið útskrifuð. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá þurrkofni fyrir matvæli, en þurr- kofninn var í gangi yfir nóttina með- an fólkið svaf. Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri var kallað út á fjórða tímanum aðfaranótt aðfangadags. Par um fimmtugt og kona sem komin er yfir nírætt dvöldu í húsinu. Parið var í kjallaranum og átti kon- an í erfiðleikum með að koma sér út úr húsinu. Maðurinn komst við illan leik úr húsinu og gekk berfættur á næsta bæ, um 500 m, til að fá hjálp. Útskrifuð af gjör- gæslu eftir bruna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.