Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014
Sy ru sson Hönnunar hús
Síðumúla 33
Sendir sínar best� óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár
Þökkum viðskiptin á liðnum ár�m
Sy��sson hönnunarhús
Munið að slökkva
á kertunum
Látið kerti aldrei loga
innanhúss án eftirlits
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Magnús Carlsen er skák-maður ársins 2014. Áþví er ekki hinn minnstivafi. Hann varði heims-
meistaratitil sinn við erfiðar að-
stæður í Sochi við Svartahaf og held-
ur titlinum næstu tvö árin. Um
þessar mundir er enginn skákmaður
kominn fram á sjónarsviðið sem
virðist geta ógnað honum. Þessum
stærsta skákviðburði ársins sem er
að líða verður að einhverju leyti
minnst fyrir skákblindu beggja í 6.
skák einvígisins þegar Anand missti
af tækifæri til að ná fram vinnings-
stöðu og tapaði að lokum. En þrátt
fyrir allt eru þessir snillingar mann-
legir og það er alls ekki óþekkt í öðr-
um greinum að menn sjái alls ekki
það sem blasir við öllum öðrum.
Hliðstætt dæmi má finna úr frægu
einvígi millistríðsáranna:
Euwe – Aljekín
16. einvígissskák, 1937:
Aljekín lék síðast 25. … Dd5-e5 og
nú gat Euwe leikið 26. Dh8+! Kxh8
27. Rxf7+ og 28. Rxe5 og endataflið
er afar vænlegt. En hann kaus að
leika 26. Bb2? sem Aljekín svaraði
með 26. … Bc6?? og enn gat Euwe
leikið 27. Dh8+! og fengið auðunnið
endatafl tveim peðum yfir. En hann
valdi 27. a3??, fékk ekki annað tæki-
færi og skákinni lauk með jafntefli.
Saga heimsmeistaraeinvígjanna
frá því fyrsta opinbera sem háð var
árið 1886 sýnir hinsvegar fram á svo
ekki verður um villst að afleikjum
var yfirleitt refsað grimmilega:
Karpov – Kortsnoj
17. einvígisskák, 1978:
Kortsnoj var í miklu tímahraki, sá
að hann yrði að hindra mát í borði og
lék 39. Ha1?? og Karpov svaraði að
bragði: 39. … Rf3+! Eftir 40. gxf3
kemur 40. … Hg6+ 41. Kh1 Rf2
mát! Kortsnoj gafst því upp.
Greinarhöfundur telur sig hafa
nokkuð góða yfirsýn yfir opinberu
heimsmeistaraeinvígin frá 1886-
2014. Þau eru 40 talsins ef tímabilinu
1993-2005 er sleppt. Öll viðleitni til
að velja besta leik þessara einvígja
snýst auðvitað um persónulegan
smekk. Þar sem einvígið 1972 stend-
ur Íslendingum nálægt er ekki úr
vegi að velja besta leik sigurveg-
arans í öllum 20 skákunum:
Fischer – Spasskí,
10. einvígisskák, 1972
Fischer lék nú 26. Bb3! Eftir 26.
… axb5 27. Df4! sáu menn að 27. …
c4 er svarað með 28. Bxc4! Eftir 27.
… Hd7 28. Re5! Dc7 29. Hbd1! átti
Spasskí í vök að verjast og tapaði
eftir 56. leiki.
Besti biðleikur heimsmeist-
araeinvígjanna kom að mati grein-
arhöfundar í þessari stöðu:
Kasparov – Karpov
21. skák, 1986
Í stað þess að valda d4-peðið stakk
Kasparov 41. Rd7! í umslagið. Í ljós
kom að staða svarts var algerlega
vonlaus eftir þennan óvænta leik og
skákinni lauk snarlega: 41. … Hxd4
42. Rf8+! Kh6 43. Hb4! Hc4 44.
Hxc4 dxc4 45. Dd6! c3 46. Dd4 – og
Karpov gafst upp.
Ég hallast að því að Armeninn
Tigran Petrosjan hafi leikið besta
leik allra heimsmeistaraeinvígjanna
í þessari stöðu:
Petrosjan – Spasskí
12. einvígisskák, 1966:
Petrosjan lék nú 31. Rf3!! en eftir
31. ... exd3 (ekki 31. … exf3 32. Bd2!
og 33. Bc3 ) missti hann af 32. Dxd3!
Bf5 33. Rxe5 Bxd3 34. Bd4! sem leið-
ir til vinningsstöðu með „svikamyllu-
þema“ eftir 34. … dxe5 35. Bxe5+
Kh7 36. Hg7+ Kh8 37. Hxc7+ Kg8
38. Hg7+ Kh8 39. Hxa7+ Kg8 40.
Hg7+ Kh8 41. Hg3+ Kh7 42. Hxd3
Hxa2 43. Kg2! og vinnur. Síðar brast
Petrosjan kjark til að tefla vænlega
stöðu til vinnings og sætti sig við
jafntefli.
Skákblinda
og snilldarleikir
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/