Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.12.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. DESEMBER 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er heilmikil kúnst að setja sam- an góða efnisskrá á jólatónleikum. Margir eru fast- heldnir á jól- unum, en þó er hægt að koma fólki á óvart með einverjum skemmtilegheit- um sem er alltaf gaman,“ segir Magnús Ragn- arsson stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu sem hélt fyrri jólatónleika sína í Háteigs- kirkju skömmu fyrir jól og end- urtekur þá í Kristskirkju við Landa- kot mánudaginn 29. desember kl. 20. „Eftir síðustu jólatónleika kórsins fyrir ári fór ég strax að hripa niður hjá mér hvað gaman væri að taka næst, þannig að það má segja að maður hafi verið heilt ár að undirbúa þessa tónleika. Svo skoðar maður þetta á nokkurra mánaða fresti yfir árið. Eitt af því sem ég fann fyrir rúmu ári var verkið „Stars“ eftir eistneska tónskáldið Eriks Esen- valds sem fjallar um stjörnurnar á himnafestingunni og til þess að lýsa því er tónlistin mjög flott sem og ljóðið eftir Söru Teasdale, en þar að auki er flottur áhrifsauki að spilað er á kristalsglös,“ segir Magnús og tek- ur fram að leikurinn á kristalsglösin, sem sé í höndum kórfélaga, hljómi mjög fallega í kirkjunum þar sem tónleikarnir eru fluttir. „Það skal samt alveg viðurkennast að það er búið að vera ansi vandasamt að stilla glösin á rétta tóna, en það small allt fyrir fyrri tónleikana og við hlökkum til að endurtaka leikinn.“ Gaman að hafa hörpu Af öðrum verkum sem flutt verða á tónleikunum eru „O magnum mys- terium“ eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo út frá latnesku andstefi. „Lag- ið býr yfir mjög flottum hljómagangi auk þess sem ég fékk systur mína til að spila á fiðlu,“ segir Magnús og vísar þar til Elísabetar Indru. Auk hennar er meðleikur í höndum Sop- hie Schoonjans hörpuleikara. „Hún var líka með okkur í fyrra og okkur fannst svo einstaklega gaman að hafa hörpu að við ákváðum að end- urtaka leikinn,“ segir Magnús og bendir á að sökum þessa sé verkið „Verbum caro factum est“ eftir Oli- ver Kentish fyrir kór og hörpu sem frumflutt var á tónleikum kórsins í fyrra flutt aftur á tónleikunum í ár. „Harpan er einstaklega fallegt hljóðfæri, en ekki mjög hljómsterkt. Helsta kúnstin er því að gæta þess að kórinn yfirgnæfi hana ekki,“ segir Magnús og bendir á að kórinn telji rúmlega 60 manns. „Reynslan af samstarfinu í fyrra kemur okkur til góða í ár þannig að ég held að sam- spil hörpunnar og kórsins verði enn betri í ár,“ segir Magnús. Elmar syngur einsöng „Einsöngvari á tónleikunum er tenórinn Elmar Gilbertsson sem ég munstraði til verksins í vor. Hann kom til landsins rétt fyrir fyrri tón- leikana og syngur hjá okkur þess á milli sem hann syngur í óperunni Ragnheiði í Hörpu þar sem hann sló svo eftirminnilega í gegn á sínum tíma og heillaði alla upp úr skónum,“ segir Magnús og tekur fram að ánægjulegt sé að vinna með svona góðum söngvara. „Meðal þess sem Elmar syngur er „Kirkjuarían“ sem talið er að ann- aðhvort Stradella eða Rossini hafi samið. Þetta er mjög fallegt lag sem hentar vel til söngs með hörpu. Auk þess syngur hann „Panis angelicus“ eftir César Franck, „Ave María“ eft- ir Sigvalda Kaldalóns og „Heims um ból“ eftir Franz Xaver Grüber í út- setningu fyrir hörpu og kór sem Anders Öhrwall gerði. Þetta verður mjög hátíðlega og skemmtilegt,“ segir Magnús og tekur fram að „Heims um ból“ sé eina lagið sem sér finnist í lagi sé að flytja árlega. „En annars reyni ég að hafa að markmiði að flytja ekki sama lagið oftar en tvö ár í röð og hvíla þau síð- an í einhvern tíma,“ segir Magnús og tekur fram að það sé heilmikil kúnst að setja saman góða efnisskrá. Vill gera eitthvað nýtt „Ég kenni kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar og eitt af því sem ég læt nemendur mína gera er að setja upp jólaprógramm, því það er eitt- hvað sem allir kórstjórar þurfa að gera einhvern tímann á ferlinum. Það er mikil kúnst að finna eitthvað sem fólk kannast við á sama tíma og maður vill gera eitthvað nýtt. Þann- ig er t.d. fín lausn að nota þekkt lög í nýstárlegum útsetningum. Ég miða alltaf við sjálfan mig, þ.e. hvað myndi ég vilja hlusta á ef ég væri að fara á tónleika og finnst það besta viðmiðið í stað þess að eltast við ein- hverjar tilgátur um hvað aðrir myndu ef til vill vilja heyra.“ Miðaverð er 2.400 krónur hjá kór- félögum en 2.900 krónur á vefnum midi.is og við innganginn. Söngelsk Rúmlega sextíu manns syngja með Söngsveitinni Fílharmóníu á jólatónleikum kórsins í Kristskirkju. „Heilmikil kúnst að setja saman góða efnisskrá“  Söngsveitin Fílharmónía með jólatónleika 29. desember Magnús Ragnarsson Gagnrýnendur The New York Times hafa valið bæk- ur ársins. Í flokki skáldskapar eru það All the light we cannot see eftir Anthony Doerr, Dept. of speculation eftir Jenny Offill, Euphoria eft- ir Lily King, Family life eftir Akhil Sharma og Rede- ployment eftir Phil Klay. Af öðrum bókum velja þeir Can’t we talk about something more pleasant? eftir Ron Chast, On immunity: An inoculation eftir Eula Biss, Penelope Fitzgerald: A Life eftir Hermione Lee, The sixth extinction: An unnatural history eftir Eliza- beth Kolbert og Thirteen days in september: Carter, Begin, and Sadat at Camp David eftir Lawrence Wright. Bestu bækurnar að mati rýna NYT Anthony Doerr Taívanski leikstjórinn Justin Lin mun leikstýra næstu mynd í Star Trek syrpunni, Star Trek 3, sem verður að öllum líkindum frumsýnd árið 2016. Lin á m.a. að baki fjórar kvikmyndir í Fast & the Fu- rious hasarmyndasyrpunni sem malaði framleiðendum þeirra gull. Justin Lin leikstýrir Star Trek 3 Justin Lin fæddist á Taívan en ólst upp í Kaliforníu. Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 27/12 kl. 13:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Lau 3/1 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Sun 4/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Þri 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 4/1 kl. 20:00 4.k. Sun 11/1 kl. 20:00 7.k. Fös 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 7/1 kl. 20:00 5.k. Fim 15/1 kl. 20:00 8.k. Lau 3/1 kl. 20:00 3.k. Fim 8/1 kl. 20:00 6.k. Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 27/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Hundur í óskilum snúa aftur með nýja sýningu Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. Lau 10/1 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 ATH janúar sýningar komnar í sölu! Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Jesús litli (Litla sviðið) Sun 28/12 kl. 18:00 aukas. Sun 28/12 kl. 20:00 100.sýning Mán 29/12 kl. 20:00 Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun! ★★★★ – SGV, MblHamlet – Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is MP5 (Aðalsalur) Sun 11/1 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Lísa og Lísa (Aðalsalur) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Lau 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 10/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 23/1 kl. 19:30 12.sýn Fös 2/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 15/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 24/1 kl. 19:30 13.sýn Lau 3/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 16/1 kl. 19:30 9.sýn Fim 29/1 kl. 19:30 14.sýn Fim 8/1 kl. 19:30 5.sýn Lau 17/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 30/1 kl. 19:30 15.sýn Fös 9/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 22/1 kl. 19:30 11.sýn Lau 31/1 kl. 19:30 16.sýn Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Karitas (Stóra sviðið) Þri 30/12 kl. 19:30 26.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 28.sýn Sun 25/1 kl. 19:30 30.sýn Sun 4/1 kl. 19:30 27.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 29.sýn Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu. Konan við 1000° (Kassinn) Mið 7/1 kl. 19:30 38.sýn Mið 14/1 kl. 19:30 40.sýn Sun 11/1 kl. 19:30 39.sýn Sun 18/1 kl. 19:30 41.sýn 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Hættuför í Huliðsdal (Kúlan) Lau 27/12 kl. 13:00 18.sýn Sun 28/12 kl. 16:00 21.sýn Sun 18/1 kl. 16:00 24.sýn Lau 27/12 kl. 16:00 19.sýn Sun 11/1 kl. 13:00 22.sýn Sun 28/12 kl. 13:00 20.sýn Sun 11/1 kl. 16:00 23.sýn Spennandi sýning fyrir hugrakka krakka! Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið) Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 16:30 Mán 29/12 kl. 13:00 Lokas. Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Miðasala og nánari upplýsingar á midi.is og í Gamla bíói 2 klst. fyrir sýningar s: 563 4000 Veistu hver ég var, diskóball » Lau. 27. des kl. 23.00 Síðasti séns, tónleikar » Þri. 30. des kl. 21.45 Nýárs gala kvöld í Gamla bíó » Fim. 1. jan 2015 kl. 18.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.