Fréttablaðið - 22.08.2015, Qupperneq 12
Landsliðspiltum fagnað eftir frækilega för til Rússlands
Nítján ára landslið Íslands í handbolta (U-19) kom til landsins í gær frá Rússlandi með HM-bronsið. Liðinu var fagnað í móttöku í Arion banka. Fréttablaðið/Ernir
Grikkland Tuttugu og fimm óánægðir
þingmenn SYRIZA-flokksins í Grikk-
landi hafa stofnað nýjan flokk, sem
heitir Þjóðareining.
Helsta markmið nýja flokksins er
að berjast gegn skuldasamningnum,
sem gerður hefur verið við Evrópu-
sambandið. Samningurinn snýst um
frekari lánveitingar til Grikklands gegn
aðhaldsaðgerðum og niðurskurði í
ríkisfjármálum.
Leiðtogi flokksins verður Panajotis
Lafazanis og segir hann að Alexis Tsip-
ras forsætisráðherra, sem er leiðtogi
SYRIZA, hafi svikið baráttumál sín með
því að semja við Evrópusambandið.
Lafazanis sagði í gær, þegar hann
ávarpaði félaga í nýja flokknum, að
ógilda yrði þetta samkomulag. Ef það
þýddi að Grikkland yrði að kasta evr-
unni, þá yrði bara svo að vera. – gb
Stofna flokk gegn skuldasamningi
Panajotis Lafazanis segir að ógilda verði samkomulagið við Evrópusambandið,
jafnvel þótt það kosti útgöngu úr evrusvæðinu. Fréttablaðið/AP
SamfélaG Lögregla skráði 66.039
afbrot árið 2014, 24 prósentum fleiri
en árið áður, að því er fram kemur í
nýbirtri afbrotatölfræði ríkislögreglu-
stjóra.
Þá kemur fram í skýrslunni að
hegningarlagabrotum heldur áfram
að fækka á milli ára en slík brot
voru fjórum prósentum færri 2014
en 2013. Af hegningarlagabrotum
fækkaði kynferðisbrotum, auðg-
unarbrotum og eignaspjöllum, þegar
miðað er við meðaltal síðustu þriggja
ára á undan. Ofbeldisbrotum fjölgaði
hins vegar milli ára en slíkum brotum
hefur fjölgað stöðugt frá árinu 2011
eða um alls 15 prósent á tímabilinu.
Tvö manndráp voru framin á land-
inu árið 2014 en tilraunir til mann-
dráps voru fimm.
Brot gegn valdstjórninni voru fleiri
í fyrra en árin þar á undan og hafa í
heildina ekki verið fleiri síðan 2008.
Miðað við íbúafjölda voru flest brot
gegn valdstjórninni skráð á Húsavík
eða tuttugu og þrjú á hverja 10.000
íbúa. Þegar litið er til alls landsins þá
voru þau tólf á hverja 10.000 íbúa.
Þá kemur fram í skýrslunni að
fíkniefnabrotum hefur fjölgað frá
árinu 2009 og fjölgaði þeim einnig
árið 2014. Þegar miðað er við síðast-
liðin þrjú ár var hlutfallslega mest
fjölgun á fíkniefnabrotum sem sneru
að flutningi fíkniefna milli landa.
Lögregla og Embætti tollstjóra lögðu
hald á rúmlega 63 kíló af maríjúana
sem er tvöfalt það magn sem tekið
var árið áður. – ngy
Alls voru framin 66.039 afbrot árið 2014
Ofbeldisbrotum hefur
fjölgað stöðugt frá árinu
2011, eða um 15 prósent.
»
Innritun stendur yfir
fyrir skólaárið
2015-2016.
Börn , unglingar og fullorðnir.
Byrjendur velkomnir sem og lengra komnir.
Vinsælu hljómborðsnámskeiðin að hefjast.
Einkatímar.
Ármúli 38, 108 Reykjavík s: 5516751
pianoskoli@gmail.com s: 6916980
pianoskolinn.is
Nú eru tilboðsdagar hjá okkur í fullum gangi.
Framúrskarandi Bosch heimilistæki og falleg gjafavara.
Opið virka daga frá kl. 11 – 18
og á laugardögum frá kl. 11- 16.Kæli- og frystiskápur
Tilboðsverð:
109.900 kr.
Fullt verð: 139.900 kr.
KGE 36BW30
Hvítur. Orkuflokkur A+.
ChillerBox-skúffa.
Tvö kælikerfi.
Mál: 186 x 60 x 65 sm.
Safapressa
Tilboðsverð:
17.900 kr.
Fullt verð: 22.600 kr.
MES 25A0
Pressar bæði ávexti
og grænmeti.Uppþvottavél
Tilboðsverð:
109.900 kr.
Fullt verð: 149.900 kr.
SMU 55M12SK
Hljóðlát, 44 dB.
Fimm kerfi.
TurboSpeed 20 mín.
2 2 . á G ú S t 2 0 1 5 l a U G a r d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
2
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:5
6
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
D
8
-F
F
1
C
1
5
D
8
-F
D
E
0
1
5
D
8
-F
C
A
4
1
5
D
8
-F
B
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
1
2
s
C
M
Y
K