Fréttablaðið - 22.08.2015, Page 57
| atvinna | LaUGaRDaGUR 22. ágúst 2015 15
Réttindagæslumaður fatlaðs
fólks á Austurlandi
Velferðarráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar
stöðu réttindagæslumanns fatlaðs fólks á
Austurlandi skv. 4. gr. laga um réttindagæslu fyrir
fatlað fólk nr. 88/2011 og reglugerð nr. 973/2012.
Um hálft starf er að ræða
Helstu verkefni réttindagæslumanns er að fylgjast
með högum fatlaðs fólks, veita því nauðsynlegan
stuðning við að leita réttar síns og koma með
ábendingar til þjónustuaðila.
Nánari upplýsingar um réttindagæslu er að finna á
www.vel.is/rettindagaesla
MenntunAR- og HæfniskRöfuR
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Þekking og áhugi á réttindum fatlaðs fólks.
• Reynsla af starfi með fötluðu fólki.
• Þekking á mismunandi tjáskiptaleiðum
fatlaðs fólks.
• Færni til að vinna sjálfstætt og skipulega
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Þekking á stjórnsýslu er kostur
Um launakjör fer eftir kjarasamningi fjármála- og
efnahagsráðherra og Félags háskólamenntaðra
starfsmanna Stjórnarráðsins. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðuneytið
hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Halldór Gunnarsson, halldor.gunnarsson@vel.is
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs-
feril skulu berast velferðarráðuneytinu, Hafnarhús-
inu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík eða á netfangið:
postur@vel.is eigi síðar en 7. september nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex
mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Velferðarráðuneytinu, 22. ágúst 2015.
Starfsmaður á skrifstofu
Steypustöðin ehf. óskar eftir að ráða
starfsmann á skrifstofu félagsins.
Helstu verkefni eru símsvörun og móttaka viðskiptavina,
afstemmingar og ýmis tilfallandi skrifstofu- og
bókhaldsstörf.
Leitað er að starfsmanni með þekkingu á bókhaldi og
góða almenna tölvuþekkingu. Reynsla af notkun Navision
er æskileg en ekki nauðsynleg.
Um er að ræða framtíðarstarf.
Viðkomandi þarf að hafa ökuréttindi og náð 20 ára aldri.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2015
Umsóknum skal skilað til Önnu Stellu Guðjónsdóttir
fjármálastjóra á netfangið anna@steypustodin.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur
verið tekin um ráðningu.
www.vedur.is
522 6000
Sérfræðingur í mælarekstri
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um
að sækja um starfið á www.starfatorg.is.
Veðurstofa Íslands er opinber stofnun
sem heyrir undir umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytið. Hjá stofnuninni starfa um
130 manns með fjölbreytta menntun og
starfsreynslu sem spannar mörg fræða-
svið. Auk þess starfa um 120 manns við
athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um
landið. Hlutverk stofnunarinnar er öflun,
varðveisla og úrvinnsla gagna, sem og
miðlun upplýsinga á helstu eðlisþáttum
jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, jörð, snjó,
jöklum og hafi. Starfsemin fer fram á fjórum
sviðum: Eftirlits- og spásviði, Athugana- og
tækni sviði, Úrvinnslu- og rannsóknasviði,
Fjár mála- og rekstrarsviði og Skrifstofu
for stjóra. Nánari upplýsingar um stofnunina
má finna á heimasíðu hennar www.vedur.is
Gildi Veðurstofunnar eru þekking,
áreiðanleiki, framsækni og samvinna.
Ráðningar hjá stofnuninni munu taka
mið af þessum gildum.
Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi
í mælarekstri, til starfa á Athugana- og
tækni sviði, tímabundið starf í eitt ár. Sviðið
sinnir marg þættu hlutverki fyrir langtíma
náttúru fars- og auðlindarannsóknir og vöktun
náttúruvár. Sviðið ber ábyrgð á frumskráningu
allra mæligagna og gagnastraumum til innri
og ytri viðskiptavina. Í boði er spennandi og
krefjandi starf í hópi 25 starfsmanna við
rekstur á viðamiklu mælikerfi sem telur yfir
600 stöðvar, vítt og breytt um landið.
Helstu verkefni
Sérfræðivinna við mælarekstur, eftirlit og
upp bygg ingu mælakerfa, ásamt miðlun
mæli gagna og úrvinnslu. Starfið spannar
mæla rekstur á sviði veðurmælinga, jarð eðlis -
fræð legra mælinga og vatna mæl inga, auk
annarra sértækra mælinga. Starfinu gæti
einnig fylgt hlutverk á sviði gagna strauma,
um þróun og endurnýjun gagna flutningsleiða.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólanám á sviði, verkfræði, tæknifræði
eða raunvísinda. Framhaldsnám (M.Sc) á
framangreindum sviðum er kostur.
Farsæl reynsla á sviði mælareksturs og
úrvinnslu mæligagna, gagnaumsýslu og
streymi mæligagna er kostur.
Góð tölvuþekking. Reynsla á sviði forritunar
mælitækja er kostur.
Þekking á viðhaldi og viðgerð mælitækja
og eftirlit með sannprófun þeirra er kostur.
Færni í mannlegum samskiptum,
frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
og í teymisvinnu.
Góð færni í íslensku og ensku.
Farsæl reynsla af ferðum í óbyggðum og
ökuréttindi C1E er kostur.
Laun taka mið af kjarasamningum ríkisins og
viðeigandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veita
Óðinn Þórarinsson, framvæmdastjóri
Athugana- og tæknisviðs (odinn@vedur.is)
og Borgar Ævar Axelsson, mannauðsstjóri
(borgar@vedur.is) í síma 522 6000.
Umsóknarfrestur er til og með
7. september nk.
Microsoft sérfræðingur
Þekking og reynsla af rekstri
Microsoft lausna
Microsoft prófgráður og þekking á
Skype for Business er kostur
Við óskum eftir sérfræðingum til að ganga til liðs við eitt stærsta og
öflugasta rekstrarteymi landsins. Sérfræðingar Sensa sjá um úrlausn
vandamála hjá viðskiptavinum, daglegan rekstur sértækra kerfa ásamt
því að bera ábyrgð á lausnum og tölvukerfum valinna viðskiptavina.
Citrix sérfræðingur
Þekking og reynsla af rekstri
XenApp og XenDesktop
Citrix prófgráður eru kostur, sér í
lagi í virtualization
Sérfræðingar óskast!
Ef þú telur þig hafa það sem þarf til að ná árangri í krefjandi umhverfi þá vinsamlegast
sendu okkur upplýsingar um þig á starf@sensa.is. Umsóknum þarf að skila inn fyrir
1. september nk. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Ármúla 31 – 108 Reykjavík – S. 425 1500 – www.sensa.is
Sensa er í fararbroddi í hýsingar-, rekstrar- og samskiptalausnum þar sem sterk liðsheild, hátt
þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Sensa er Cisco Gold Partner og
stærsti sölu- og þjónustuaðili Cisco samskiptabúnaðar á Íslandi. Þá er Sensa eini samstarfsaðili
Microsoft á Íslandi sem er með Premier samning. Mikil áhersla er lögð á velferð starfsmanna, góðan
starfsanda og hvetjandi og skemmtilegt starfsumhverfi, m.a. með því að veita starfsmönnum
tækifæri til að vaxa með þjálfun og símenntun. Sensa leggur áherslu á vönduð og fagleg
vinnubrögð og hefur ávallt þarfir viðskiptavina í fyrirrúmi.
2
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:5
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
D
9
-3
0
7
C
1
5
D
9
-2
F
4
0
1
5
D
9
-2
E
0
4
1
5
D
9
-2
C
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
1
2
s
C
M
Y
K