Fréttablaðið - 22.08.2015, Side 80
Við tvö þúsund ára gamalt tré í Karabakh sem er um 27 metrar að ummáli og um 54 metra hátt.
Eldingar hafa leikið tréð grátt. Það á sitt eigið vegabréf sem sýnir status þess á meðal þjóðarinnar.
elskulegur og bauð okkur heim til
tengdaforeldra sinna sem buðu okkur
upp á berjasafa og ávexti úr garðinum
og leystu okkur út með gjöfum.“
Í Jerevan lenti Aldís á spítala því í
skógarferð í Litháen hafði hún verið illa
bitin af skorkvikindi og var nú komin
með sýkingar, bólgur og ofnæmisvið
brögð. „Ég var flutt á stærsta sjúkrahús
borgarinnar en þegar ég kom í and
dyrið þá leist mér vægast sagt ekkert
á húsið og aðbúnaðinn en læknarnir
voru framúrskarandi og það var vel
hugsað um mig. Ég mun hins vegar
aldrei framar minnast á aðbúnað á
íslenskum sjúkrahúsum. Munurinn er
sláandi.“
Í Jerevan voru ferðafélagarnir í
nokkra daga áður en ættingjar Gran
tasar sendu leigubíl eftir þeim frá Karab
akh, um 400 kílómetra leið. „Þetta var
ábyggilega flottasti bíllinn í bænum,
nýlegur Land Cruiser Prado,“ segir
Aldís. „Bílstjórinn keyrði hins vegar
eins og brjálæðingur, enda hafði hann
keypt sér númeraplötur sem veittu
honum rétt til að haga sér eins og hann
lysti, löggan vinkaði honum áfram og
aðrir bílar fuku út í kant eins og flugur
þegar við brunuðum eftir miðlínu eða
á röngum vegarhelmingi á allt að 140
kílómetra hraða. Auk þess reykti bíl
stjórinn, talaði stanslaust í símann og
var með armenska tónlist á hæsta styrk.
En á leiðarenda komumst við og
fólkið hans Grantasar tók gríðarlega
vel á móti okkur. Frændfólk hans rekur
byggingafyrirtæki, veitingastað og gisti
heimili og sýndi okkur alla helgustu
staði Karabakh, eldgamlar kirkjur, hof
og klaustur, jafnvel allt frá upphafs
dögum kristninnar.“
Aldís segir Armeníu sólbakaða og
þurra grjótsléttu. „Það er erfitt að átta
sig á hvernig fólkið í litlu þorpunum
við veginn dregur fram lífið í Armeníu
en Karabakh er gróðursælt hérað sem á
margan hátt minnir á Sviss. Héraðið er
mikil matarkista, þar vaxa allir ávextir
sem hugsast getur og alveg skiljanlegt að
bæði Armenar og Azerar hafi ásælst svo
gróskumikið svæði enda hefur það verið
stríðshrjáð í langan tíma.“
Sex ára stríðinu lauk árið 1994 en sjá
má áhrif þess víða, að sögn Aldísar. Hún
segir uppbyggingu enn í gangi og munu
taka langan tíma, kostnaður við að
þurfa að byggja upp innviði samfélags
ins aftur og aftur sé augljós. „Við Íslend
ingar fyndum fyrir því ef við þyrftum að
byggja upp grunnskólana, leikskólana
og allar aðrar stofnanir á fimmtíu ára
fresti af því að allt hefði verið sprengt
í tætlur, fyrir utan öll mannslífin sem
fórnað er í svona átökum. Við Íslend
ingar erum forréttindafólk, að hafa
aldrei lent í að verja landið okkar, hér
hafa ekki geisað blóðugar styrjaldir
vegna þess að það hefur engan langað í
þessa eyju lengst úti í hafi. Aftur á móti
hafa margar aðrar þjóðir þurft að upp
lifa slíkt og það markar samfélögin.“
En var ekki tilfinningaþrungið fyrir
Elítu að koma á þessar slóðir? „Jú, hún
hafði gaman af að koma til Karabakh
sem hún var búin að heyra manninn
sinn tala um í mörg ár en auðvitað var
sárt líka að hann skyldi ekki vera með.
Við söknuðum hans öll mikið.“
Við hjónin förum
yfirleitt bara á
staðina og upplifum
það sem Við lendum í, í
hVerju landi fyrir sig.
stundum pöntum Við
ekki einu sinni hótelin
fyrirfram.
bílstjórinn keyrði hins Vegar eins og
brjálæðingur, enda hafði hann keypt sér
númeraplötur sem Veittu honum rétt til að
haga sér eins og hann lysti. Í einni af mörgum matarveislum ferðarinnar. Lárus með gestgjafanum Rimu, vinkonu Elítu. Þetta er matur handa fjórum og heitu réttirnir ókomnir á borðið.
Margt er að skoða
í Litháen, þessi
miðaldakastali er
eitt af því. Hann er
í Trakaj og er um-
lukinn vatni.
Táknmynd Karabakh
eru risastórar styttur sem
heita afi og amma. Þar
segja gárungarnir að þetta
sé táknrænt því engir séu
eftir í Karabakh nema afi
og amma. Unga fólkið
sér þar enga framtíð
en sendir samt börnin
þangað í sumarfrí.
2 2 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R4 0 h e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
2
1
-0
8
-2
0
1
5
2
2
:5
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
D
9
-2
6
9
C
1
5
D
9
-2
5
6
0
1
5
D
9
-2
4
2
4
1
5
D
9
-2
2
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
1
2
s
C
M
Y
K