Ský - 01.04.2007, Side 6

Ský - 01.04.2007, Side 6
 6 sk‡ Útgefandi: Heimur hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson Útlitshönnun: Heimur hf. Ljósmyndir: Geir Ólafsson, Páll Stefánsson, og fleiri Blaðamenn/greinarhöfundar: Benedikt Jóhannesson, Elísabet Jökulsdóttir, Erla Gunnarsdóttir, Fríða Björnsdóttir, Geir Guðsteinsson, Hilmar Karlsson, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Páll Stefánsson, Sigurður Bogi Sævarsson, Svava Jónsdóttir. Auglýsingastjóri: Vilhjálmur Kjartansson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Heimur hf. – Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavík. Sími: 512-7575 Allir ósammála Á fjögra ára fresti velja Íslendingar nýjan hóp til þess að sitja á Alþingi. Þó að oft sé talað um fjórflokkinn í gamni og alvöru duga landanum varla sjö flokkar til þess að rúma allar þær skoðanir sem þeir vilja koma á framfæri. Samt virðast allir flokkar nálgast miðjuna meir og meir og oft er erfitt að heyra hvaða flokki frambjóðendurnir tilheyra þegar þeir eru að svara spurn- ingum. Fyrir kosningar virðist auðveldast að sameina menn um alls kyns vitleysu því að það kostar ekkert að segjast ætla að lækka skatta og hækka útgjöld. Ef lof- orðin væru efnd væri það líka á kostnað kjósenda. Ross Perot, sem bauð sig fram í Bandaríkjunum, hafði slagorð sem hæddist að hefðbundnum stjórnmálum, slagorð sem sumir brostu að en því fylgdi líka mikil alvara: „Látum börnin borga.“ Oft er það nefnilega svo að afkomendurnir erfa ekkert nema skuldirnar eftir eyðslufyllerí hjá fyrri kynslóðum. Deila má um hæfni frambjóðenda, heiðarleika og einlægni. Menn ná ekki æðstu metorðum nema vera mjög metnaðarfullir. Þó eru örugglega flestir þannig að þeir vilja gera sitt besta þegar þeir eru komnir í ábyrgðarstöður. Ólíklegt er einhver setjist í ráðherrastól beinlínis til þess að leggja fjárhag ríkisins í rúst eða hygla sér og sínum persónulega. Ekkert er óeðlilegt við það að með nýjum ráðherra eða bæjarstjóra komi nýir ráðgjafar. Stjórnmálamenn vilja ekki þurfa að byggja á ráðum manna sem eru ósammála þeim í grundvallaratriðum. Verra er þegar flokkarnir geta varla ráðið dyravörð eða ritara nema hann sé með rétt flokksskírteini. Áður fyrr var slíkt reglan. Nú hefur það minnkað mikið hjá rík- inu en virðist tíðkast nokkuð hjá sveitarfélögum. Flestir embættismenn ættu þó að vera svo trúir í sínu starfi að stjórnmálaskoðanir þeirra skipti engu máli. Ef vel er að gáð er þó oft miklu fleira sem sameinar Íslendinga en sundrar. Ég þekki ágætlega fólk með mjög margvíslegar stjórnmálaskoðanir. Eða kannski ætti ég að segja að ég þekkti fólk sem kýs með margvíslegum hætti. Því að mjög oft finnst mér að þetta fólk hafi sömu skoðun og ég á mikilvægum málum. Kannski eru það helst leiðirnar sem menn greinir á um. Mín skoðun er sú að oftast sé einfaldasta leiðin sú besta, leið þar sem miðar í rétta átt. Aðrir vilja skipta fólki í flokka eftir kyni, búsetu og aldri þar sem sumir njóti sérkjara. Markmiðið er engu að síður það sama, að bæta hag almennings. Ætli það sé ekki einmitt það sem sameinar flesta stjórnmálamenn þó að menn greini á um hvorum megin við miðjuna menn vilji sækja að því markmiði? sky , Benedikt Jóhannesson sky , 2.TBL.2007 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Það eru 3.990 kr. hingað og þangað Afmælistilboð til allra áfangastaða Flugfélag Íslands heldur upp á 10 ára afmæli sitt á árinu og lætur alla landsmenn njóta þess með sérstöku afmælisfargjaldi til allra áfangastaða innanlands, þegar bókað er á netinu: Aðeins 3.990 krónur aðra leið. Afmælisfargjaldið er í boði á leiðum félagins frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja og frá Akureyri til Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar. Nánari upplýsingar á www.flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 71 50 0 4/ 07 Ungt flugfélag með sjötíu ára reynslu.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.