Ský - 01.04.2007, Page 9
sk‡ 9
Hvaða verkefni eru efst á baugi hjá þér um þessar
mundir? Fyrir hvaða óperuhús ert þú að vinna núna?
- Ég er bókaður fram til sumarsins 2008 við hin ýmsu verkefni. Öll
eru þau ólík en mjög spennandi. Í sumar fer ég í tónleikaferð með
San Biago-kórnum þar sem við troðum upp á einum átta tónleikum
á Lombardia-svæðinu og endum ferðina í Romano-leikhúsinu í
Verona. Í júní held ég tónleika með fílharmóníusveitinni á Scala í
borginni Brescia og í haust syng ég óperuna Wozzeck eftir Alban
Berg, í Róm.
Þú vinnur við söngkennslu fyrir fólk sem er útskrifað. Er
kennsla að vinda upp á sig hjá þér?
- Já, þetta hefur undið skemmtilega upp á sig en kennslan hjá mér
felst í „perfezionamento di canto“, sem má þýða sem kennsla í að
samhæfa tækni, túlkun og ekki síst tjáningu. Hópurinn minn er
alltaf að stækka og núna er ég með tíu nemendur sem ég hef valið
sjálfur og sem ég tel eiga góða framtíðarmöguleika. Það má segja að
kennslan hafi byrjað hjá mér óvart, fyrir nokkrum árum, þegar ég
var beðinn um að vera með „masterclass“ í sumum óperuhúsunum
þar sem ég var að syngja en þá var ég beðinn um að segja ungum
söngvurum til.
Hvaðan koma nemendur þínir?
- Ég er með fólk alls staðar að úr Evrópu, meðal annars frá Finn-
landi, Englandi, Ítalíu og fimm eru frá Íslandi en það er sérstaklega
ánægjulegt að vera með samlanda sína. Það hefur komið mér
skemmtilega á óvart hvað kennslan hefur gefið mér mikið en ég verð
að viðurkenna að það eru forréttindi að geta valið nemendur sjálfur.
Kennslan veldur því einnig að ég er raunverulega syngjandi alla daga
og þá með nemendum mínum en mér finnst þeir halda mér ungum
og hressum í anda. Segja má að kennslan og nemendur mínir, sem
eru allir á besta aldri, 23-33 ára, haldi mér í formi bæði andlega og
líkamlega og ekki síst listrænt.
Hvernig er aðstaðan heima hjá þér fyrir söngkennsluna?
- Ég hef mjög góða aðstöðu heima við en þar er ég með tveggja her-
bergja stúdíó með sérinngangi og þar hef ég flygilinn minn, nótur og
allt sem ég þarfnast til kennslunnar. Ég er með framúrskarandi sam-
starfsmann, Matteo Falloni, en hann er mjög fær á sínu sviði, hvort
heldur sem tónskáld, píanóleikari, undirleikari eða „opera-coach“.
Samstarf okkar hófst þegar mig vantaði undirleikara og „opera-
coach“ fyrir nokkrum árum og ég var að læra nýja óperu. Með okkur
tókst mikil vinátta og afskaplega gott samstarf og hef ég lært allar
óperur síðan með honum. Einnig samdi tónskáldið Matteo eitt af
fallegri lögunum á síðustu plötunni minni. Matteo spilar undir hjá
mér í kennslunni og þar er mikill fengur að honum því hann er mik-
ill tungumálamaður og talar mjög góða frönsku og þýsku og er vel að
sér í ítölskum, þýskum og frönskum óperustíl sem er mjög mikilvægt
fyrir „opera-coach“. Óperustíll er breytilegur, eftir því hvort sunginn
er Mozart, Verdi eða Puccini. Allar óperur og öll tónskáld eiga sinn
lit og sína þyngd í tónlistinni og síðan eru textarnir einnig mismun-
andi dramatískir þannig að það er mikilvægt að hafa kunnáttumann
á þessu sviði.
Viðtal
Texti: Erla Gunnarsdóttir • Myndir: Úr einkasafni
Kristján Jóhannsson óperusöngvari um ævistarfið:
Hjarta mitt slær fyrir
Kristján Jóhannsson óperusöngvari slær ekki slöku við frekar en fyrri daginn
og hefur í nógu að snúast í kringum sönginn. Hér ræðir hann við Erlu Gunnarsdóttur
um söngkennsluna, samskiptin við Vatíkanið, óperuumhverfið á Íslandi,
matarást, rósina í hnappagatinu og skandalinn á Scala.
SÖNGINN