Ský - 01.04.2007, Side 10

Ský - 01.04.2007, Side 10
 10 sk‡ Þú vannst nýlega að því að setja upp söngdeild fyrir Vat- íkanið. Hvernig gekk það verkefni og hvernig er að vinna fyrir erkiklerkana? - Það kom þannig til að ég söng nokkrum sinnum um jól og páska fyrir Vatíkanið og það þó að ég sé mótmælandatrúar en ekki kaþ- ólskur. Þar kynntist ég skólastjóranum við söngdeild Vatíkansins og í gegnum umboðsmann í Róm var ég beðinn um að hlusta á nokkra nemendur. Úr varð að ég var vetrarpart að kenna þar en það verður að segjast eins og er að það tók mig skamman tíma að uppgötva að þau skilyrði sem mér stóðu til boða á endanum áttiu ekki vel við mig. Ég var kominn með yfir 30 nemendur og gat ekki um frjálst höfuð strokið. Það stefndi í að fjölskyldan hefði þurft að flytja niður til Rómar en það kom ekki til greina, eftir vandlega athugun. Ég átti góð samskipti við forsvarsmenn söng- deildarinnar og skildi í góðu við þá. Þetta er mjög sérstakt umhverfi, þetta er einn elsti tónlistarskóli veraldar, um 500 ára gamall og þar af leiðandi afskaplega íhaldssamur eins og Vatíkanið er í rauninni allt og þetta var bæði ógleymanleg og óborganleg reynsla sem ég mun búa lengi að. Hefur samstarfið við Vatíkanið gert þig að trúuðum manni? - Ég er trúaður maður og hef alltaf verið, vera mín þarna breytti engu um það. Ég var í heilan vetur innan um presta og ungpresta sem voru að læra að syngja og tóna, flest alla daga, og þar af leiðandi hugs- aði ég kannski meira og oftar um drottin minn en ég er vanur dags daglega. Hjartalagið gagnvart honum breyttist þó ekki neitt. Okkur fjölskyldunni hlotnaðist sá heiður að hitta Jóhannes Pál páfa, en það var ein af stóru ógleymanlegu stundunum í lífinu. Hann var heilagur maður, fannst okkur öllum eftir á. Hversu bjarta telur þú framtíð óperusöngs á Íslandi vera á meðan tilfinnanlega vantar gott óperuhús? - Þetta er afskaplega margþætt og erfið spurning vegna þess að ég álít að út af fyrir sig leysi það ekki nema hluta af vandanum að byggja, kaupa eða stækka þau hús sem fyrir eru, til að fá glæsilegra óperuhús. Menningarþjóð eins og Íslendingar, sem er að byggja stórt tónlist- arhús, sem gerir ekki ráð fyrir neinum söng- eða óperuflutningi, á að hlúa líka að sönglistinni. Það eru til tvö stór atvinnuleikhús á Íslandi og urmull af öðrum minni, á meðan óperur eru fluttar í gömlu bíói. Það segir meira en mörg orð. Það er ekki hægt að setja upp nema örfáar óperur þarna því hljómsveitargryfjan er of lítil og sama er upp á teningnum bæði í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélaginu. Þannig að það er ekki hægt að setja upp fulla hljómsveit fyrir Verdi-óperur, Puccini eða Wagner í neinu af núverandi leikhúsum borgarinnar. Það er talað um að óperuáhugi fari dvínandi á Íslandi, þá spyr ég hvers vegna? Við höfum sjaldan átt jafnmarga söngvara og núna. Ég held að við þurfum að líta í mörg horn og spá vel í hlutina, að reka óperuhús er ekki auðvelt, kannski er þetta fyrst og fremst spurning um stjórnun og hvernig verkefna- og söngvaravali er háttað. Kannski ættum við að líta um öxl því undanfarna áratugi hafa verið settar upp óperusýningar með glæsibrag sem gengu fyrir fullum húsum bæði vel og lengi. Á Íslandi er markaðurinn að vísu lítill og þar af leiðandi hætta á að sömu söngvarar syngi mikið og lengi en eins og ég sagði hér á undan, þá er til afskaplega stór hópur af ungum söngvurum í dag, svo það ætti ekki að vera vandamálið. Það er hins vegar sorglegt að sú ákvörðun hafi verið tekin að aðskilja tónlist- arfólk með nýja tónlistarhúsinu í Reykjavík. Alls staðar annars staðar virðast tónlistarmenn geta starfað saman í sátt og bróðerni. Lokaorð mín í þessu máli eru þau að auðvitað er það forgangsmál fyrir okkur söngvara að fá við- unandi aðstöðu og auðvitað helst almennilegt óperuhús svo að það verði raunverulega hægt að setja upp óperur á Íslandi skammlaust. En það leysir ekki að öllu leyti þá kreppu sem fyrir er núna! Hverjir eru að þínu mati efnilegustu óperusöngvararnir á Íslandi um þessar mundir? - Ég er búinn að búa í 30 ár á Ítalíu og þekki ekki alla yngstu söngv- arana á Íslandi í dag. Einnig er ég hlutdrægur því ég er sjálfur með efnilega íslenska söngvara í kennslunni minni. Þú varst mjög ósáttur við umfjöllun hérlendis þegar óperusöngvarinn Robert Alagna var púaður niður af áhorfendum á Scala í desember síðastliðnum. Hvernig stóð á því? - Ósáttur og ósáttur. Flestallir óperusöngvarar vita að áheyrendur á Scala eru afskaplega kröfuharðir, þess vegna er það svo mikilvægt fyrir söngvara að syngja í þessu gamla virta húsi og komast klakklaust frá því. Þetta er nokkurs konar „manndómsprufa“! Það breytir engu hver söngvarinn er, né hvaðan hann kemur, ef hann syngur vel er hann hylltur, ef viðkomandi syngur ekki sitt „repertoire“ eða syngur illa, þá er hann púaður. Staðreynd! Áheyrendur og áhorfendur Scala-óperunnar taka sig mjög alvar- lega, þeir telja sig hina einu sönnu óperuaðdáendur og eru ekki ginnkeyptir fyrir neinu. Í flestum öðrum ítölskum óperuhúsum er „clac“; þetta er yfirleitt óperuáhugafólk, sem situr á efstu svölum en efstu svalirnar er kallaðar „loggione“ á ítölsku og þeir sem þar sitja „loggionisti“. Ég hef kynnst „loggionisti“ í flestum þeim húsum sem ég hef sungið í og nokkrum þeirra persónulega. Þetta eru yfirleitt hinar bestu manneskjur sem hafa ódrepandi tónlistar- og leikhúsá- huga og hafa í flestum tilfellum heyrt helstu óperusöngvara sögunnar syngja oftar en einu sinni. Og ég held að flestallir sem hafa sungið í óperuhúsunum hérna á Ítalíu beri nærri ótakmarkaða virðingu fyrir „loggionisti“, því ef söngvari syngur vel og er þeim til geðs þá klappar Kristján Jóhannsson „Það er hins vegar sorglegt að sú ákvörðun hafi verið tekin að aðskilja tónlistarfólk með nýja tónlistarhúsinu í Reykjavík. Alls staðar annars staðar virðast tónlistarmenn geta starfað saman í sátt og bróðerni.“

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.