Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 18

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 18
Heiða Rún Sigurðardóttir hefur unnið við ýmiss konar auglýsingar á Ind-landi og leikið í tónlistarmyndböndum. Myndir af henni hafa birst í indversku útgáf- unum af Cosmopolitan, Marie Claire, Elle og Verve Magazine. Hún er nýflutt til London þar sem hún starfar sem fyrirsæta auk þess sem hún hefur sótt um inngöngu í leiklistarskóla. „Góð fyrirsæta þarf að vera með góðan lík- ama, góða húð og heilbrigt hár og tennur. Hvað varðar persónuleikann er ekki verra ef hún kemur vel fyrir en sjálfstraust og þolinmæði er nauðsynleg.“ Heiða Rún segir að það neikvæða við starfið sé að stundum finni hún fyrir óþolinmæði og sjálfstraustið minnki sem leiðir til þess að hún fær ranghugmyndir um sjálfa sig og aðra. „Það getur leitt mann inn í óraunveruleikann sem virðist bara eiga sér stað í þessum bransa. Maður verður bara að muna hver maður er, hvað er mikilvægt, halda í það sem maður veit að skiptir máli og muna að í lok dagsins er þetta bara vinna.“ Starfið getur verið ævintýralegt. Heiða Rún segir það eftirminnilegasta vera þegar hún fór einu sinni til Tælands til að taka upp auglýsingu með frægum, indverskum leikara. „Við fórum til Phuket sem er gullfallegur staður þar í landi. Þar sem ég var að leika í auglýsingu með þessari Bollywood-stjörnu, vorum við á fimm stjörnu hóteli í fimm daga þar sem var einkaströnd og allur mögulegur lúxus sem hægt er að hugsa sér. En það var ekki það besta. Tökustaðurinn var nefnilega á eyju sem heitir Maya Beach þar sem kvikmyndin The Beach var tekin. Við vorum þar við myndatökur í tvo daga og þetta er ótrúlegasti staður sem ég hef séð.“ Eftir þessa ferð fór Heiða Rún einhverju sinni með fleirum íslenskum stelpum frá Eskimo í sex daga siglingu með skemmtiferðaskipi um Ind- landshaf þar sem teknar voru myndir á fallegri íslenskar fyrirsætur Heiða Rún Sigurðardóttir Prinsessa og páfuglar „Maður verður bara að muna hver maður er, hvað er mik- ilvægt, halda í það sem maður veit að skiptir máli og muna að í lok dagsins er þetta bara vinna.“ eyju fyrir dagatal. Íbúar voru um 50 og Heiða Rún segir að sand- urinn hafi verið hvítari en hveiti og vatnið kristalstært. „Ég hef einnig fengið að gista í gömlum höllum á Norður-Ind- landi sem voru byggðar á 16. öld en hótelkeðjur reka þar hótel í dag. Í einni þeirra bjó áttræð prinsessa ennþá í svítunni sinni. Fílar og páfuglar voru í hallargarð- inum.“ „Heiða er „litla“ stelpan okkar. Þótt hún sé ekki lítil þá hefur hún fylgt Eskimo í mörg ár. Hún byrjaði mjög ung að leika í auglýsingum hérlendis en árið 2005 fór hún til Indlands sem ein af okkar fyrstu fyrisætum. Þar tók hún ríkan þátt í uppbygg- ingu Eskimo í Indlandi. Skrefin voru ekki alltaf auðveld en hún varð ást- fangin af Indlandi. Heiða er dansari að mennt og hefur það auðveldað henni skrefin í Bollywood. Í dag má sjá veggspjöld og myndir af Heiðu úti um allt Indland. Það er aldrei dauður tími þegar maður er í kringum Heiðu. Hún er eins og stormsveipur.“ Andrea Brabin hjá Eskimo 18 sk‡ Heiða Rún Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.