Ský - 01.04.2007, Qupperneq 20

Ský - 01.04.2007, Qupperneq 20
Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir vinnur á vegum Eskimo á Indlandi en hún hefur starfað sem fyrirsæta í um átta ár með góðum hléum. Hún vann til að mynda um árabil á Spáni hjá einni af bestu umboðsskrifstofunum þar í landi, Group. Starf hennar í dag felst aðallega í myndatökum á Indlandi fyrir vörulista og auglýsingar í blöð auk þess sem hún leikur mikið í sjónvarpsauglýsingum. Þá hefur Sigríður Hrönn leikið í indverskum kvikmyndum. Hún bendir á að efnahagskerfið þar í landi hafi opnast mikið fyrir erlend fyrirtæki á undanförnum árum og að miklar og hraðar breytingar séu á tískumarkaðnum. „Ég er búin að vera ótrúlega heppin með vinnu á Indlandi. Ég ætlaði að vera hérna í einn til tvo mánuði og fara svo í bakpokaferðalag um Asíu. Ég endaði svo á því að vinna næstum því daglega með bestu ljósmynd- urum, stílistum og leikstjórum Indlands. Auk þess er ég búin að vera í helstu tískutímaritum á Indlandi svo sem Cosmopolitan, Verve, L’Officiel, Elle og Marie Claire. Það hafa birst viðtöl við mig í öllum helstu dagblöðum í Bombay og ég er nánast stöðugt í sjónvarpinu þar sem ég hef verið í auglýsingum sem eru mikið sýndar. Fólk þekkir mig úti á götu og ég er mikið beðin um eiginhand- aráritanir í verslunarmiðstöðvum.“ Sigríður Hrönn hefur leikið í tveimur Bollywood- myndum og í annarri lék hún aðalhlutverkið. Nokkrir frægir indverskir leikarar léku í henni auk bresku leikkon- unnar Michelle Collins, sem leikið hefur í East Enders. „Það var gaman að fá í fyrra 2. verðlaun á Indlandi sem „most successful model of the year“ en enginn útlendingur hefur unnið þessi verðlaun.“ Þegar Sigríður Hrönn er spurð hvað fyrirsæta þurfi að hafa til að ná langt segir hún: „Ég held að það skipti miklu máli að þekkja markaðinn og vinna með það sem maður hefur. Það er líka mikilvægt að vera sterkur kar- akter og láta ekki fólk vaða yfir sig án þess þó að vera með stæla. Það er nauðsynlegt að þola að vera einn og fjarri fjölskyldu og vinum. Þær stelpur sem ná langt í þessum bransa virðast líka vera með sjálfstraust sem tengist ekki bara útlitinu, þær eru meðvitaðar um kosti sína og hæfi- leika. Þær stelpur sem treysta bara á útlitið missa fljótt allt sjálfstraust og þar með metnað þar sem í þessum bransa er sífellt verið að gagnrýna á einn eða annan hátt hvernig maður lítur út.“ íslenskar fyrirsætur „Þær stelpur sem ná langt í þessum bransa virðast líka vera með sjálfstraust sem tengist ekki bara útlitinu, þær eru meðvitaðar um kosti sína og hæfileika.“ „Sigriður Hrönn er ein þeirra fyrirsætna okkar sem notið hefur hvað mestrar velgengni á Indlandi. Sigga, eins og hún er kölluð, er klár og alltaf hress en þessir eiginleikar vega mikið í Indlandi og auðvitað alls staðar. Hún hefur ekki þessa fullkomnu hæð sem yfirleitt er óskað eftir í fyrirsætuheiminum en persónusjarmi hennar hefur bætt fyrir það. Hún hefur einnig mikla leikhæfileika og hefur leikið í tveimur bíómyndum. Sigga hefur ákveðinn „cele- brity status“ á Indlandi og er iðulega stoppuð á förnum vegi til að gefa eiginhandaráritanir.“ Andrea Brabin hjá Eskimo Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir Bollywood-myndir og verðlaunasæti 20 sk‡ S ig ríð ur H rö nn G uð m un ds dó tti r.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.