Ský - 01.04.2007, Page 28

Ský - 01.04.2007, Page 28
 28 sk‡ Heimsóknir heimsleiðtoga Fundur leiðtoga stórveldanna í austri og vestri, þeirra Mikhaíls Gorbatsjovs, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, og Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, var haldinn í Reykjavík í október 1986. Fundurinn, sem er einn merkasti við- burður Íslandssögunnar, var ákveðinn með skömmum fyrirvara. Það var 29. september sem Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra var borin sú ósk hvort halda mætti fundinn hér á landi. Við því var orðið, enda þótt fyrirvarinn væri mjög skammur. Leiðtogafundurinn var haldinn í Höfða, móttökuhúsi Reykjavíkurborgar, dag- ana 11. og 12. október. „Að standa fyrir framan tvo valdamestu menn heimsins var sérstök tilfinning. Mér liggur við að segja að þetta hafi verið óraunverulegt. Lýsingin í fundaherberginu í Höfða þar sem þeir Reagan og Gorbatsjov sátu virkaði þannig að þar sem þeir sátu grafkyrrir and- spænis mér voru þeir líkastir vaxmyndum. Þetta var eins og vera í safni Madame Tussaud´s í London,“ segir Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem myndaði leiðtogana tvo sem fulltrúi allra íslensku blaðanna og raunar birt- ust myndir RAX í fjölmörgum erlendum blöðum. Á þeim rúmu tuttugu árum sem liðin eru frá því leiðtogafundurinn í Höfða var haldinn hafa stjórnmála- og fræðimenn deilt um hver árangurinn af honum hafi verið. Skoðanir manna hafa verið mis- jafnar, en í fyllingu tímans hafa þó æ fleiri talið að umræður á fundinum hafi orðið til að skapa það andrúmsloft að kalda stríðið leið undir lok og kommúnisminn í Austur- Evrópu hrundi. Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov – 1986 Vaxmyndir í Höfða Fræg mynd af Reagan og Gorbatsjov í Höfða 1986.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.