Ský - 01.04.2007, Page 39
sk‡ 39
Ásta varð fljótlega eftir að náminu við Kennaraskólann lauk
miðpunktur í félagsskap skáldanna og listamannana sem dýrkuðu
þennan lífsstíl. Á þessum tíma voru aðeins tveir vínveitingastaðir í
Reykjavík: Hótel Borg og Sjálfstæðishúsið. Listamenn sátu því oft að
drykkju á kaffihúsum og kaffistofan í Miðgarði við Þórsgötu 1 var
sérlega vinsæl en hún gekk undir nafninu Kommakaffi. Á Laugavegi
11 voru ölkærir og listhneigðir menntskælingar að byrja að hnappast
saman og Hressingarskálinn stóð á gömlum merg á þessu sviði. Þegar
þessum stöðum sleppti var efnt til samkvæma í heimahúsum.
Friðrika fullyrðir að Ásta hafi verið miðdepill í mörgum sam-
kvæmum, snögg upp á lagið og leiftrandi í tilsvörum og fáir hafi
staðið henni á sporði í bókmenntaþekkingu og skörpum skoðunum
á listinni. En í fínni húsum var hún litin hornauga vegna þess orð-
spors hömluleysis sem fylgdi henni og konur voru varar um sig og
eiginmenn sína þegar Ásta birtist. Fyrir kom að henni var vísað á dyr
af þessum ástæðum.
Friðrika lýsir dæmigerðu samkvæmi:
„Í miðjum kliðnum situr svarthærð stúlka í þröngum skær-
grænum kjól. Hún er háværust allra.
Það er Ásta. Dimm seiðandi rödd hennar hefst og hnígur yfir
öldurót glymjandans og hlátur hennar er í senn skær og skerandi.
Hún er drukkin. Stóru móbrúnu augun eru syndandi og svört strikin
í kringum þau farin að renna niður kinnarnar. En augun eru þurr. Í
þeim er blik hörku og fyrirlitningar sem stangast á við breitt brosið
og smellnar fullyrðingar.“
Ásta varð eins og áður segir fræg á einni nóttu þegar saga hennar
Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns birtist opinberlega í Lífi og list.
Um sama leyti stillti ljósmyndarinn Jón Kaldal út í glugga sinn ljós-
myndum af henni með axlirnar berar og fjörugt ímyndunarafl gat vel
ímyndað sér að fyrirsætan hefði aðeins klæðst perlufesti á myndinni.
Það segir sína sögu að örtröð myndaðist við gluggann og fyrir kom
að hann var brotinn meðan myndin var þar til sýnis. Fólk hrópaði
ókvæðisorð á eftir Ástu á götum en blaðið með sögunni seldist upp
og varð að endurprenta það.
Ásta kynntist Geir Kristjánssyni rithöfundi snemma á sjötta
áratugnum og átti lengi í ástarsambandi við hann. Árið 1952 kom út
lítil bók eftir Ástu sem heitir Draumurinn og þar er lýst meðal ann-
ars tilfinningum konu sem fer í fóstureyðingu. Engum dylst að þar
skrifar Ásta um samband sitt við Geir og aftur tók bæjarsamfélagið
andköf af hneykslun en þeir sem vit höfðu á báru lof á hæfileika
höfundarins.
Ástin og áfengið
Á þessum fyrstu árum eftir kennaraprófið býr Ásta í braggahverfi
í Reykjavík, nánar tiltekið í Camp Knox 10, og ljóst að líferni
hennar einkennist af hömluleysi og óreglu. Góður vinur hennar,
ungur rafvirki, reyndi eftir megni á þessum árum að halda Ástu frá
óreglu og meðal annars leitaði hann á náðir Arnfríðar Jónatansdóttur
skáldkonu sem bjó í braggahverfinu ásamt aldraðri móður sinni.
Hann taldi að í félagsskap mæðgnanna myndi Ástu líða vel og þá
drægi úr drykkjuskap hennar. Ásta eignaðist athvarf hjá Arnfríði og
móður hennar og þeim samdi vel en Arnfríður sagði í viðtali fyrir
fáum árum að Ásta hefði „drukkið eins og villidýr“. Fyrrgreindur
vinur Ástu fór með hana á árshátíð rafvirkja þar sem hún mátti þola
það að vera vísað á dyr með valdi og var lögreglan kvödd til. Ásta
Ásta Sigurðardóttir
Mynd sem Ásta málaði undir handleiðslu Jóhanns Briem.