Ský - 01.04.2007, Qupperneq 39

Ský - 01.04.2007, Qupperneq 39
 sk‡ 39 Ásta varð fljótlega eftir að náminu við Kennaraskólann lauk miðpunktur í félagsskap skáldanna og listamannana sem dýrkuðu þennan lífsstíl. Á þessum tíma voru aðeins tveir vínveitingastaðir í Reykjavík: Hótel Borg og Sjálfstæðishúsið. Listamenn sátu því oft að drykkju á kaffihúsum og kaffistofan í Miðgarði við Þórsgötu 1 var sérlega vinsæl en hún gekk undir nafninu Kommakaffi. Á Laugavegi 11 voru ölkærir og listhneigðir menntskælingar að byrja að hnappast saman og Hressingarskálinn stóð á gömlum merg á þessu sviði. Þegar þessum stöðum sleppti var efnt til samkvæma í heimahúsum. Friðrika fullyrðir að Ásta hafi verið miðdepill í mörgum sam- kvæmum, snögg upp á lagið og leiftrandi í tilsvörum og fáir hafi staðið henni á sporði í bókmenntaþekkingu og skörpum skoðunum á listinni. En í fínni húsum var hún litin hornauga vegna þess orð- spors hömluleysis sem fylgdi henni og konur voru varar um sig og eiginmenn sína þegar Ásta birtist. Fyrir kom að henni var vísað á dyr af þessum ástæðum. Friðrika lýsir dæmigerðu samkvæmi: „Í miðjum kliðnum situr svarthærð stúlka í þröngum skær- grænum kjól. Hún er háværust allra. Það er Ásta. Dimm seiðandi rödd hennar hefst og hnígur yfir öldurót glymjandans og hlátur hennar er í senn skær og skerandi. Hún er drukkin. Stóru móbrúnu augun eru syndandi og svört strikin í kringum þau farin að renna niður kinnarnar. En augun eru þurr. Í þeim er blik hörku og fyrirlitningar sem stangast á við breitt brosið og smellnar fullyrðingar.“ Ásta varð eins og áður segir fræg á einni nóttu þegar saga hennar Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns birtist opinberlega í Lífi og list. Um sama leyti stillti ljósmyndarinn Jón Kaldal út í glugga sinn ljós- myndum af henni með axlirnar berar og fjörugt ímyndunarafl gat vel ímyndað sér að fyrirsætan hefði aðeins klæðst perlufesti á myndinni. Það segir sína sögu að örtröð myndaðist við gluggann og fyrir kom að hann var brotinn meðan myndin var þar til sýnis. Fólk hrópaði ókvæðisorð á eftir Ástu á götum en blaðið með sögunni seldist upp og varð að endurprenta það. Ásta kynntist Geir Kristjánssyni rithöfundi snemma á sjötta áratugnum og átti lengi í ástarsambandi við hann. Árið 1952 kom út lítil bók eftir Ástu sem heitir Draumurinn og þar er lýst meðal ann- ars tilfinningum konu sem fer í fóstureyðingu. Engum dylst að þar skrifar Ásta um samband sitt við Geir og aftur tók bæjarsamfélagið andköf af hneykslun en þeir sem vit höfðu á báru lof á hæfileika höfundarins. Ástin og áfengið Á þessum fyrstu árum eftir kennaraprófið býr Ásta í braggahverfi í Reykjavík, nánar tiltekið í Camp Knox 10, og ljóst að líferni hennar einkennist af hömluleysi og óreglu. Góður vinur hennar, ungur rafvirki, reyndi eftir megni á þessum árum að halda Ástu frá óreglu og meðal annars leitaði hann á náðir Arnfríðar Jónatansdóttur skáldkonu sem bjó í braggahverfinu ásamt aldraðri móður sinni. Hann taldi að í félagsskap mæðgnanna myndi Ástu líða vel og þá drægi úr drykkjuskap hennar. Ásta eignaðist athvarf hjá Arnfríði og móður hennar og þeim samdi vel en Arnfríður sagði í viðtali fyrir fáum árum að Ásta hefði „drukkið eins og villidýr“. Fyrrgreindur vinur Ástu fór með hana á árshátíð rafvirkja þar sem hún mátti þola það að vera vísað á dyr með valdi og var lögreglan kvödd til. Ásta Ásta Sigurðardóttir Mynd sem Ásta málaði undir handleiðslu Jóhanns Briem.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.