Ský - 01.04.2007, Page 46

Ský - 01.04.2007, Page 46
 46 sk‡ hugi Íslendinga á kvikmyndum er mikill og við erum sú þjóð sem mest fer í bíó þegar miðað er við fólksfjölda. Áhuginn snýr ekki síður að því hvernig á að gera kvikmynd og margir ungir krakkar eru með sínar litlu digitalvélar að taka upp myndir sem oftast lenda síðar í glatkistunni. Stuttmyndahátíð var haldin hér á landi árlega í nokkur ár og þar gátu ungir og áhugasamir kvikmyndgerðarmenn komið sínum stuttmyndum á framfæri, en sú hátíð er ekki lengur við lýði. Skólarnir eru helsti vettvangur stuttmynda sem gerðar eru af nemendum og hafa farið fram keppnir á þeirra vegum, sem ná þó ekki út fyrir skólann og er greini- lega vöntun á stað þar sem krakkar geta komið saman og sýnt afurðir sínar. Hjá flestum er stuttmyndagerð með digitalvél áhuga- mál en hjá öðrum er það vísir að framtíðarstarfi. Áður fyrr voru ekki miklir atvinnumöguleikar hér á landi fyrir þá sem lögðu út í að læra kvikmyndagerð og þjónustustörf við kvikmyndager, en í dag eru breyttir tímar. Öflug kvikmyndafyrirtæki eru til staðar og alltaf er þörf á góðu fólki og hafa því margir farið út í að nema kvikmyndagerð. Kvikmyndaskóli Íslands er innlendur kvikmyndaskóli sem býður upp á alhliða grunnnám. SKÝ heimsótti skólann og ræddi við skólastjórann Ásdísi Thoroddsen og tvo nemendur, Irmu Þöll Þorsteinsdóttur og Böðvar Þór Unnarsson um skólann og námið. Kvikmyndagerð heillar Á Texti: Hilmar Karlsson Myndir: Geir Ólafsson Kvikmyndaskóli Íslands Kvikmyndaskóli Íslands býður upp á nám fyrir þá sem hyggja á störf í kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuleikjaiðnaðinum á Íslandi og starfar í samvinnu við framleiðslufyrirtæki og sjónvarpsstöðvar á Íslandi. Markmið skólans er að stuðla að uppbyggingu mynd- miðlaiðnaðarins á Íslandi. Skólinn hefur lengst af verið til húsa að Laugavegi 176, en flutti um áramótin að Lynghálsi 5 þar sem Stöð 2 var áður til húsa. Skólastjóri er Ásdís Thoroddsen og tók hún við starfinu síðastliðið haust: „Kvikmyndaskólinn er starfsmenntaskóli og getum við tekið inn 48 nemendur. Hingað koma nemendur úr mörgum áttum; fólk sem hefur verið í háskóla og er að bæta við sig tæknimenntun eða þá að námið hefur vísað þeim þessa leið og aðrir sem hafa lokið framhaldsskólaprófi, enn aðrir hafa ekki fundið sig í öðru námi eða vilja breyta til, þá þeir sem hafa einfaldlega mikinn áhuga á kvikmyndum og vilja munstra sig til starfa við kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn. Í skólanum er um grunnnám að ræða og nemandinn fær alhliða nasasjón af kvikmyndagerð. Nemandinn hefur tækifæri til að spyrja sig í hvaða átt hann vill fara, ef hann hefur ekki fyrirfram mótaða hugmynd um hvað hann ætlar sér. Hvað varðar fyrirframreynslu nemenda að kvikmyndagerð þá er hún yfirleitt ekki mikil. „Margir hafa reyndar verið að mynda mikið með litlum digital-vélum og hafa þannig fengið áhugann og koma svo i skólann til að læra meira. Þá eru það þeir sem eru sannir kvikmyndanördar, vita margt og mikið um kvikmyndir en vilja öðlast færni til að gera þær sjálfir.“ Ásdís Thoroddsen, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands: Grunnnám í alhliða kvikmyndagerð

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.