Ský - 01.04.2007, Side 47

Ský - 01.04.2007, Side 47
 sk‡ 47 Kvikmyndaskóli Íslands Kvikmyndagerð hefur breyst mikið á síðustu árum og segir Ásdís mun auðveldara í dag að koma sér upp aðstöðu til kvikmyndagerðar heldur en áður var: „Kvikmyndagerð hefur færst nær ljósmynda- vinnslu að því leyti að alveg eins og allir geta ljósmyndað þá geta allir fengið sér vél og byrjað að búa til kvikmynd. Það þarf þó alltaf að tileinka sér viss grundvallaratriði til að geta starfað við kvikmynda- gerð, hvað varðar kunnáttu í tækni og vinnubrögðum. Þessa skólun veitum við eftir bestu getu. Þá er miðlað fróðleik um hundrað ára sögu kvikmyndarinnar.“ Kvikmyndaskólinn er í nýju húsnæði, sem er mun rúmbetra en húsnæðið sem skólinn var í áður: „Það eru að sjálfsögðu kennarar og nemendur sem búa til góðan skóla, en ekki er verra að vera í rúmgóðu húsnæði og höfum við verið að koma okkur fyrir hér á Lynghálsinum þar sem Stöð2 var áður. Húsnæðið mun nýtast okkur vel.“ Ásdís segir möguleikana á að fá starf í kvikmynda- og sjónvarps- iðnaðinum góða eftir að námi lýkur: „Það fer að vísu eftir því hvert starfið er, en það er skortur á mannskap í viss störf eins og hljóð- vinnslu og störfin í kringum kvikmyndatökuna og klippingu. En kvikmyndagerð er og verður alltaf fag þar sem einstaklingurinn þarf sjálfur að hasla sér völl og hafa fyrir því að koma sér á framfæri og gera sig gildandi. Starfið er ekki beint hagstætt fyrir fjölskylduna. Það þarf stundum þolinmæði og umburðarlyndi til að sátt náist, en starfið getur verið mjög gefandi og fjölbreytt fyrir hvern þann sem leggur það fyrir sig.“ Ásdís Thoroddsen: „Kvikmyndagerð er fag þar sem einstakl- ingurinn þarf að hasla sér völl.“ Ásdís Thoroddsen, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands: Grunnnám í alhliða kvikmyndagerð Hollywoodkepnni í stuttmyndum Að verða þekktur kvikmyndagerðarmaður er draumur margra sem fást við gerð stuttmynda. Nú er kominn farvegur fyrir unga og metnaðarfulla krakka sem vilja sinna stuttmyndagerð til að skjóta sér strax upp á stjörnuhimininn. Um er að ræða stuttmyndakeppni sem sjálfur Steven Spielberg er orðaður við, en Skjár 1 hefur verið að bjóða Íslendingum að taka þátt í nýjum sjónvarpsþáttum og um leið möguleika á að vinna sér inn kvikmyndasamning í Hollywood. Þættirnir kallast On the Lot og verða sýndir á Skjá Einum í vor og sumar. On the Lot er ekki ósvipað American Idol. Eftir mikla leit um víða veröld standa uppi 16 kvikmyndagerðarmenn. Það verður mikil dramatík á bak við tjöldin þegar þessir ungu leikstjórar þurfa að skila af sér kvikmynd undir pressu á einni viku. Þættirnir munu taka við af American Idol á FOX-sjón- varpsstöðinni og verða með svipuðu fyrirkomulagi. Í hverri viku dettur einn keppandi úr leik þar til einn stendur uppi sem sigurvegari og hlýtur að launum eina milljón dollara til að gera kvikmynd í Hollywood í samstarfi við Steven Spielberg og framleiðslufyrirtæki hans, Dreamworks. Fengu Íslendingar kost á að taka þátt með því að skrá stuttmyndir til leiks á vefsíðunni www.thelot.com fyrir 16. febrúar. Hvort einhverjum Íslendingi tekst að komast til Holly- wood á eftir að koma í ljós en margir munu örugglega senda inn stuttmynd og vona að sama ævintýrið gerist og með Magna Ásgeirsson, sem sló í gegn í Rock Star: Supernova eins og alþjóð veit. Steven Spielberg er risi í kvikmyndaheiminum og kannski kemst einhver ungur og hæfileikaríkur íslenskur kvikmyndagerðarmaður í návígi við hann.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.