Ský - 01.04.2007, Síða 52

Ský - 01.04.2007, Síða 52
 52 sk‡ Njósnarar Þegar njósnarinn vingast við viðfangsefnið Hernámslið Breta og Bandaríkjamanna gerðu langan lista með nöfnum manna sem þeir töldu að gætu orðið sér hættulegir. Suma þessa menn átti að handtaka strax ef Þjóðverjar reyndu að ráðast inn í Ísland. Ekki voru heimildirnar alltaf áreiðanlegar. Bretar borguðu til dæmis rónum fyrir upplýsingar sem stundum voru búnar til á staðnum til þess að eiga fyrir spritti. Talið er að Hendrik Ottósson hafi verið heimildarmaður um marga á listanum. Þar var fátt um kommúnista en sjálfstæðismenn margir. Í skjalasöfnum erlendis hefur fundist listi frá árinu 1944. Einn þeirra manna sem var á svarta listanum var Reynir Zoëga á Norðfirði. Hann var þá liðlega tví- tugur og var árið 1941 afgreiðslumaður fyrir Shell á Norðfirði. Reynir lærði vélvirkjun og vann lengst af í Dráttarbrautinni og síðar í Síldarvinnslunni. Hann var um árabil bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Norðfirði og formaður stjórnar Sparisjóðs Norðfjarðar. Flestir þeir sem á listanum voru höfðu ekki hugmynd um það fyrr en hann kom í ljós áratugum síðar en Reyni var fullkunnugt um að njósnað hefði verið um hann. Hann er þó ekki á barmi taugaáfalls eins og ýmsir sem talið er að hleraðir hafi verið símar hjá heldur hafði hann gaman af því að rifja upp njósnasöguna. Hættulegir menn? Á listanum var Reynir flokkaður í 2. flokk og samkvæmt því hættulegastur Norðfirðinga. Faðir hans, Tómas Zoëga sparisjóðsstjóri, var einnig á listanum en var í 3. flokki. Þór Whitehead segir frá því í bókinni Bretarnir koma að í 2. flokki hafi verið „[H]ættulegir menn, en ólíklegri [en menn í 1. flokki] til að veita innrásarliði tafarlausa hjálp af eigin mætti.“ Í 3. flokki voru hins vegar „[M]enn, sem líklega mundu ekki veita þýsku innrás- arliði beina hjálp, en mundu líklega fagna slíku liði, njósna fyrir Þjóðverja og hjálpa þeim, eftir að þeir hefðu náð fótfestu í land- inu.“ Ekki veit Reynir hvers vegna hann lenti á listanum en sagði að þar hefðu lent harðir sjálfstæðismenn. Á Norðfirði voru þekktir Bretavinir á listanum, eins og Björn Björnsson kaupmaður og Guðmundur Sig- fússon, sem var umboðsmaður enskra tog- ara. Jóhannes bróðir Reynis var við nám í Þýskalandi og hafði orðið þar innlyksa í stríðinu. Kannski hefur það haft áhrif. „Ég átti reyndar armband með haka- krossinum sem Gunnar Ármannsson frændi minn gaf mér árið 1936. Það voru til tvö slík armbönd á Norðfirði og við gerðum okkur leik að því nokkrir strákar að ganga með þau 1. maí. Þá voru kommarnir með samkomu og við gerðum það af skömmum okkar að ganga saman tveir og tveir fyrir framan þá með armbandið. Þegar við vorum komnir úr augsýn tókum við af okkur armböndin og settum á næstu stráka. Þannig leit þetta út sem talsverður hópur. En ég held að það hafi engir félagar í Þjóðernisinnaflokknum verið á Norðfirði,“ segir Reynir. Njósnarar koma til leiks Líklega var það vorið 1941 að tveir Bretar komu til Norðfjarðar og fengu gistingu hjá Helga Jónssyni á Hól. Þeir gengu svo inn í bæinn og mættu þá Reyni og tóku tal við hann, spurðu til vegar og ýmislegt um stað- hætti. Reynir svaraði þeim greiðlega. Annar þeirra var nefndur Tom S. en hinn hét Keith Cochran. Þeir voru í njósnaþjónustunni og báru skammbyssur. Þessir menn voru hærra settir í hernum en þeir sem fyrir höfðu verið sem voru merktir KOYLI eða King’s Own Yorkshire Light Infantry. Cochran var sonur timburkaupmanns í Brighton og hann hafði meðal annars farið til Noregs vegna timb- urverslunarinnar fyrir stríð. Þeir voru stað- settir á Seyðisfirði. Þeir voru nokkurn tíma á Norðfirði en Keith Cochran nokkrum vikum lengur. Reynir hafði haft gaman af því að fara einn á skíði upp um fjöll og firnindi og líklega hefur einhverjum þótt þessar ferðir grun- samlegar og talið að hann væri með leynilega talstöð einhvers staðar uppi í fjöllum og gæti þaðan miðlað upplýsingum. Aðalerindi þeirra var að kanna Reyni og Helga gestgjafa þeirra á Hól en Þórarinn Guðmundsson vélstjóri, kallaður Tóti svarti, mun hafa sagt Bretum á Norðfirði um þessar grunsemdir sínar um talstöðina. Þórarinn var reyndar líka á svarta listanum þannig að ekki hafa menn treyst honum alveg. Úr kafbátaleit í kaffi Eftir að Tom var farinn sagðist Keith hafa mikinn áhuga á því að fara með Reyni á skíði inn í sveit og það var auðsótt mál. Keith sagðist hafa farið á skíði í Noregi og hefði gaman af því að reyna fyrir sér á Íslandi líka. Hann hefur kannski vonast til að Reynir leiddi hann að leynistöðinni. Ekkert varð úr því sem von var en ferðin var vel heppnuð. Á kvöldin sat hann oft og drakk kaffi heima hjá foreldrum Reynis og spjallaði um heima og geima. Þá kom meðal annars fram að bróðir Reynis var í Þýskalandi og að Reynir hafði hug á að fara í siglingar til Englands. Texti: Benedikt Jóhannesson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.