Ský - 01.04.2007, Side 62

Ský - 01.04.2007, Side 62
 62 sk‡ Eyjólfur Eyjólfsson tenór er rétt nýfloginn úr hreiðrinu sem söngvari en hefur fengið byr undir báða vængi.Hann byrjaði að læra á þverflautu við Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar átta ára og kynntist klassískri tónlist snemma. Leiðin lá næst í kór Flensborgarskólans, síðan í söngnám hjá dr. Þórunni Guð- mundsdóttur og eftir burtfararprófið þaðan varð ekki aftur snúið. Við tók þriggja ára framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama, eins árs mastersnám (MMus) og svo tveggja ára óperudeild. „Ég söng í fyrsta skipti opinberlega fyrir áheyrendur veturinn 1998 þegar ég var nýbyrjaður að læra hjá dr. Þórunni. Fyrsta sviðs- reynsla mín var á fjölum Tjarnarbíós í söngleiknum Kolrössu eftir dr. Þórunni, gamla söngkennarann minn. Verkið var byggt á þjóð- sögunni um Ásu, Signýju og Helgu og fór ég með hlutverk hunds- ins, sem hét Spakur. Þetta var enginn venjulegur hundur heldur var hann jarl sem hin ógurlega Una álfkona hafði hneppt í álög. Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Ég hef alltaf lúmskt gaman af því að segja fólki að mitt fyrsta sviðshlutverk hafi verið hundur! Þetta er samt ekki það furðulegasta sem ég hef komið nálægt á ferlinum, því eftir að ég útskrifaðist frá Guildhall-skólanum var ég valinn í að syngja í uppfærslu Ensku þjóð- aróperunnar (English National Opera) á Orfeo eftir Monteverdi. Það var mikil upplifun að vera byrjaður að syngja við stærsta óperuhúsið á Bretlandseyjum svona stuttu eftir útskrift. Leik- stjórinn Chen Shi-Zheng, sem er kínverkur kvikmyndaleikstjóri, var með mjög óvenjulega nálgun á verkið. Hann fékk indónesískan dans- flokk til að sjá um dansana og lét okkur söngvarana líka taka þátt í stærstu danssenunum. Útkoman var vægast sagt mjög eftirminnileg því þarna rann ítalskt snemmbarokk saman við indónesíska hirð- dansa og viðbrögð áheyrendanna voru vægast sagt mjög misjöfn. En þarna kynntist ég frábæru fólki sem ég held góðu sambandi við og bý vel að þessari reynslu.“ Eyfi er afar lifandi persónuleiki og hefur víða komið við á tónlistarbrautinni þótt hún sé ekki löng. Hann hefur sungið með fjölmörgum kórum og sönghópum hér heima og með ýmsum hljómsveitum, m.a. í London, Sevilla, Kænugarði, Moskvu, París og Reykjavík. „Ég sæki núna tíma hjá Ryland Davies, en undanfarið hef ég verið mikið á ferðalögum við að syngja og stússast út um allar trissur,“ segir Eyjólfur eða Eyfi eins og hann er oftast kallaður. „Það sem heillar mig mest við sönginn eru ljóðin. Maður hættir að hugsa einungis um laglínur heldur opnast nýr heimur sem er svo svakalega spennandi. Mér hefur alltaf þótt gaman að hlusta á söng og syngja sjálfur. Ég keypti mér iPod síðasta haust og þar geymi ég allt tónlist- arsafnið mitt sem er mjög fjölbreytilegt. Allt frá evrópskri 14. aldar kirkjutónlist til færeysks þungarokks. Einnig finnst mér strengja- tónlist frá barokktímanum mjög skemmtileg. Mest hlusta ég þó á söngvara og alls ekki tenóra eingöngu.“ Þrátt fyrir flakkið er Eyfi ekkert á förum frá Íslandi. „Mér hefur þótt svakalega gott að geta verið hér heima og er mjög þakklátur að hafa fengið þessi frábæru tækifæri hjá Strengja- leikhúsinu og Íslensku óperunni, fyrst „Skáldið í Skuggaleik eftir Karólínu Eiríksdóttur og Sjón og svo núna „Sellem“. Ég bý í Hafnarfirðinum hjá móðurömmu og afa og þar fer afskaplega vel um mig. Það er ljúft að vakna upp við „Gufuna“ í gamla bárujárnshúsinu við Jófríðarstaðaveginn. Mamma og bræður mínir búa rétt hjá sem er afar indælt og er ég mikið hjá þeim. Mér finnst svo gott að vera í Hafnarfirði vegna þess að hér eru flestir mínir gömlu vinir og nánasta fjölskylda.“” Ég er ánægður með hvernig ferill minn hefur þróast. Ég hef átt því láni að fagna að fá tækifæri til að syngja mjög fjölbreytta tónlist. Ég gæti ekki hugsað mér skemmtilegri vinnu og hlakka alltaf til næsta verk- efnis. Ég er með góðan umboðsmann í Lund- únum og draumurinn er að vera búsettur hér heima á Íslandi en fara út í verkefni þegar þau gefast. Ég er ekkert að velta mér upp úr framtíðinni, mér finnst alltaf best að einbeita mér að þeim verkefnum sem ég er að vinna að hverju sinni og láta síðan hlutina bara ráðast.“ Eyjólfur Eyjólfsson, tenór Fyrsta hlutverkið var hundurinn Spakur Eyjólfur hlakkar alltaf til næsta verkefnis. Ungir óperusöngvarar

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.