Ský - 01.04.2007, Qupperneq 64

Ský - 01.04.2007, Qupperneq 64
 64 sk‡ Guðrún Jóhanna er að leggja lokahönd á að skipuleggja kammertónleika sem verða haldnir á Kirkjubæjarklaustri í ágúst, en hún er listrænn stjórnandi hátíðarinnar í annað sinn. Hún býr nú í Madrid á Spáni með eiginmanni sínum, Francisco Javier Jáuregui, sem er klassískur, spænskur gítarleikari. Þar er hún nú að undirbúa sig undir að syngja Carmen undir leiðsögn einnar fræg- ustu Carmenar 20. aldarinnar, Aliciu Nafé. „Ég tók mín fyrstu sóló í Skólakór Kársness hjá Þórunni Björns- dóttur þegar ég var ellefu eða tólf ára. Ég hafði reyndar alltaf haft gaman af að syngja með mömmu minni og systur, en ég hafði mikið yndi af því að blanda röddinni saman við aðrar í kórnum,“ segir Guðrún Jóhanna sem einnig er mikill leiklistarunnandi. „Mig langaði alltaf til að leika og syngja og lék t.d. í Þjóðleikhús- inu, með Leikfélagi Akureyrar, í Leikfélagi MH og stofnaði meira að segja leikhóp með vinum mínum. Við tókum okkur saman; ég, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Birna Ósk Einarsdóttir, Flóki Guðmundsson og Páll Sigþór Pálsson, og settum upp „Sköllóttu söngkonuna“ eftir Ionesco. Melkorka Tekla systir mín var leikstjóri, en helmingurinn af þessum hópi eru orðnir leikarar í dag. Verkið sjálft var auðvitað alger snilld og við sýndum það í svo miklu návígi við áhorfendur að þeir fremstu sátu við tærnar á mér. Svo þegar ég kynntist ljóðatónlistinni sá ég hina fullkomnu leið til að sameina leik og söng og ákvað að helga mig því að ná tökum á röddinni til að geta tjáð það sem í mér býr.“ „Ég fór í nokkra söngtíma hjá Marie Lang þegar ég var fjórtán ára, en mér leist ekkert á þann klassíska blæ sem byrjaði að koma á rödd- ina og hætti því ég vildi frekar vera svona eins og Janis Joplin! Það var svo ekki fyrr en að ég var orðin nítján ára sem ég hóf söng- námið fyrir alvöru og hef stundað það víða síðan, á Íslandi, í London, Frakklandi og á Spáni og er enn að. Það er búið að vera mikið að gera í vetur, 12 tónar gáfu út fyrsta diskinn minn í október þar sem við Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari flytjum verk eftir Grieg og Schumann og í nóvember vorum við með tónleika í Madrid sem var útvarpað í beinni útsendingu af spænska útvarpinu og dreift um alla Evrópu. Við fluttum eingöngu íslensk lög og fólk varð mjög hrifið, sérstaklega af „Ave Maria“ eftir Sigvalda Kaldalóns. Ég verð með ljóðasöngstónleika í Sevilla Zamora og syng titilhlut- verkið í „Stígvélaða kettinum“ í Konunglega óperuhúsinu í Madrid á næstunni, en það stendur mikið til heima á Íslandi líka. Auk stjórn- unarinnar á Kirkjubæjarklaustri mun ég líka syngja þar, ég syng Carmen með Sinfóníuhljómsveit Íslands og tónskáldið í „Ariadne auf Naxos“ hjá Íslensku óperunni og ég verð einnig á kammertónleikum í Hveragerði og við upptökur hér heima.“ sky , Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzosópran Með leiklistargenið í bland Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir undirbýr að syngja Carmen. Landshornaflakk Ungir óperusöngvarar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.