Ský - 01.04.2007, Side 66

Ský - 01.04.2007, Side 66
Þar sem Skipaskagi gengur fram í Faxaflóa er syðsti oddi Norðvesturkjördæmis. Þar er Akraneskaupstaður, byggðalag sem þekk- ast er fyrir sementsframleiðslu og afrekslið í knattspyrnu. Þá er sjávarútvegurinn ónefndur, sem er raunar burðarás atvinnulífs víða annars staðar í kjördæminu svo sem á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum. Borgarnes hefur á síðustu áratugum styrkt sig mjög í sessi sem miðstöð þjónustu á Vest- urlandi, meðal annars á sviði ferðaþjónustu. Kóróna Snæfellsness er jökullinn tignarlegi sem býr í senn yfir seiðmagni og leynd- ardómum eins og franski rithöfundurinn Jules Verne gerði eftirminnilega skil í bók sinni. Vestfirðir búa yfir leyndardómum hárra fjalla, galdramanna og frásagna trillu- karla sem gera út báta sem bárur kyssa á fiskimiði. Í kjördæminu öllu er landbúnaður snar þáttur í atvinnulífinu; svo sem sauðfjárrækt á Ströndum og í Húnavatnssýslum. Í Skaga- firði er hestamennska upphaf og endir hlut- anna – og ímynd héraðsins er samofin henni. Í Skagafirði eru einnig fjölmargir merkir sögustaðir, svo sem Glaumbær, Hólmar og Hofsós, en á síðastnefnda staðnum er Vest- urfarasetrið; safn um fólkið sem í lok 19. aldar hélt héðan og vestur til Kanada í leit að betra lífi.sky , Frá Skipaskaga í Skagafjörð Akranes. Íþróttir, sement og kútter Sigurfari. NORÐVESTURKJÖRDÆMI Hofsós. Fallegt þorp og Vesturfarasetrið vinsæla. Búðakirkja og Snæfellsjökull. „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt.”

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.