Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 66

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 66
Þar sem Skipaskagi gengur fram í Faxaflóa er syðsti oddi Norðvesturkjördæmis. Þar er Akraneskaupstaður, byggðalag sem þekk- ast er fyrir sementsframleiðslu og afrekslið í knattspyrnu. Þá er sjávarútvegurinn ónefndur, sem er raunar burðarás atvinnulífs víða annars staðar í kjördæminu svo sem á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum. Borgarnes hefur á síðustu áratugum styrkt sig mjög í sessi sem miðstöð þjónustu á Vest- urlandi, meðal annars á sviði ferðaþjónustu. Kóróna Snæfellsness er jökullinn tignarlegi sem býr í senn yfir seiðmagni og leynd- ardómum eins og franski rithöfundurinn Jules Verne gerði eftirminnilega skil í bók sinni. Vestfirðir búa yfir leyndardómum hárra fjalla, galdramanna og frásagna trillu- karla sem gera út báta sem bárur kyssa á fiskimiði. Í kjördæminu öllu er landbúnaður snar þáttur í atvinnulífinu; svo sem sauðfjárrækt á Ströndum og í Húnavatnssýslum. Í Skaga- firði er hestamennska upphaf og endir hlut- anna – og ímynd héraðsins er samofin henni. Í Skagafirði eru einnig fjölmargir merkir sögustaðir, svo sem Glaumbær, Hólmar og Hofsós, en á síðastnefnda staðnum er Vest- urfarasetrið; safn um fólkið sem í lok 19. aldar hélt héðan og vestur til Kanada í leit að betra lífi.sky , Frá Skipaskaga í Skagafjörð Akranes. Íþróttir, sement og kútter Sigurfari. NORÐVESTURKJÖRDÆMI Hofsós. Fallegt þorp og Vesturfarasetrið vinsæla. Búðakirkja og Snæfellsjökull. „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.